Aðalhljóðnemi fyrir iPhone 17 Pro Max
Áður en hafist er handa
Viðvörun
Lesið Öryggi með rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.
Verkfæri
Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)
ESD-örugg töng
44 mm hálfmánabiti með krosshaus
50 mm krosshausabiti
Nælonnemi (svartur teinn)
44 mm hálfmánabiti fyrir super-skrúfur
Átaksmælir (blár, 0,65 kgf. cm)
Átaksmælir (appelsínugulur, 0,85 kgf cm)
25 mm Torx Plus 4IP-biti (fyrir gerðir með SIM-korti)
Skoðið ítarlegan lista yfir verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Losun
Athugið: Ef sundurhlutunarskrefum er þegar lokið skal fara beint í samsetningu.
Mikilvægt
Ljúkið sundurhlutunarskrefum 1 til og með 5 fyrir skjá. Haldið síðan áfram í skref 1.
Notið átaksmæli og krosshausabita til að fjarlægja krosshausaskrúfurnar 13. Ljúkið síðan öllu skrefinu áður en haldið er í næsta skref.
Athugið: Skrúfan sem er næst USB-C tenginu er staðsett á hliðarvegg hulstursins.
Fjarlægið tengihlíf rafhlöðunnar og tengihlíf skjásins. Geymið hlífarnar fyrir samsetningu.
Lyftið enda sveigjanlega rafhlöðukapalsins af tenginu.
Takið enda sveigjanlegu kaplanna fyrir skjáinn og birtuskynjarann úr sambandi við tengin.
Fjarlægið fjöðrina úr Taptic Engine. Geymið fjöðrina fyrir samsetningu.
Mikilvægt: Hafið í huga hvernig fjöðrin snýr.
Haldið um brúnir skjásins. Togið í flipana á sogskálunum til að losa þær af skjánum. Leggið síðan framhlið skjásins á hreinan, sléttan flöt.
Fyrir gerðir með eSIM skal fara í skref 4. Fyrir gerðir með SIM-korti skal fjarlægja SIM-kortabakkann. Ljúkið síðan öllum skrefum sem eftir eru.
Notið stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 4IP-bita til að fjarlægja fjórtán 4IP-skrúfur úr rafhlöðuplötunni í þeirri röð sem sýnd er.
Takið rafhlöðuna úr hulstrinu.
Notið átaksmæli og krosshausabita til að fjarlægja tvær krosshausaskrúfur úr SIM-samstæðunni. Ljúkið síðan öllu skrefinu áður en haldið er í næsta skref.
Hallið SIM-samstæðunni upp til að komast að sveigjanlega kaplinum undir henni.
Lyftið enda sveigjanlega kapalsins fyrir SIM-samstæðuna af tenginu. Fjarlægið SIM-samstæðuna og geymið hana fyrir samsetningu.
Notið svartan tein til að aðskilja rafhlöðuþynnu Taptic Engine frá neðri hátalaranum. Ljúkið síðan öllu skrefinu áður en haldið er í næsta skref.
Lyftið neðri hátalaranum varlega úr hulstrinu.
Varúð: Ekki skemma fjaðrirnar á neðri hátalaranum.
Flettið sveigjanlega kapli USB-C tengisins varlega aftur um 90 gráður til að komast að þremur super-skrúfum. Ljúkið síðan öllu skrefinu áður en haldið er í næsta skref.
Notið átaksmæli og bita fyrir super-skrúfur til að fjarlægja tvær super-skrúfur úr Taptic Engine og eina super-skrúfu úr aðalhljóðnemanum.
Hallið Taptic Engine varlega upp til að komast að sveigjanlega kaplinum undir henni.
Lyftið endanum á sveigjanlegum kapli Taptic Engine af tenginu og fjarlægið Taptic Engine úr hulstrinu.
Notið átaksmæli og krosshausabita til að fjarlægja eina krosshausaskrúfu úr aðalhljóðnemanum. Ljúkið síðan öllu skrefinu.
Lyftið endanum á sveigjanlegum kapli aðalhljóðnemans af tenginu.
Rjúfið límið milli aðalhljóðnemans og hulstursins eins og sýnt er hér fyrir neðan.
Lyftið aðalhljóðnemanum úr hulstrinu.
Samsetning
Skýringarmynd fyrir skrúfur

Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja allt lím úr hulstrinu. Fleygið líminu. Hreinsið svæðið með etanólþurrku eða IPA-þurrku.
Mikilvægt: Ef gamli hljóðneminn er aftur settur í þarf að skipta um límþétti. Fjarlægið gamla þéttið á aðalhljóðnemanum og hreinsið allar límleifar af hljóðnemanum.
Setjið nýja límþéttið á aðalhljóðnemann og stillið þéttið eins og sýnt er.
Komið aðalhljóðnemanum fyrir í hulstrinu.
Þrýstið efri hluta aðalhljóðnemans upp að hliðarvegg hulstursins í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hulstrið.
Þrýstið enda sveigjanlegs kapals aðalhljóðnemans að tenginu.
Notið appelsínugula átaksmælinn og bita fyrir super-skrúfur til að skrúfa eina nýja super-skrúfu (923-13943) í aðalhljóðnemann.
Notið bláa átaksmælinn og krosshausabita til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (923-13721) í aðalhljóðnemann.
Fyrir gerðir með SIM-kort skal setja eftirfarandi íhluti aftur í til að ljúka samsetningu:
Fyrir gerðir með eSIM skal setja eftirfarandi íhluti aftur í til að ljúka samsetningu: