iPhone 17 Pro Max-skjár
Áður en hafist er handa
Viðvörun
Lesið Öryggi með rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.
Lesið Öryggi vegna brotins glers áður en hafist er handa.
Verkfæri
6,9-tommu viðgerðarbakki með andartákni
Límbandsskeri
Verkfæri til að fjarlægja lím
44 mm hálfmánastjörnubiti
Skurðarþolnir hanskar
Skjápressa
ESD-örugg töng
Etanólþurrkur eða IPA-þurrkur (ísóprópýlalkóhól)
Hitabúnaður til að fjarlægja skjá
Hitaþolnir hanskar
Nemi úr næloni (svartur teinn)
44 mm pentalobe PL1.1-hálfmánabiti
Öryggisgleraugu með hliðarhlífum
Átaksmælir (grár, 0,55 kgf cm)
Átaksmælir (grænn, 0,45 kgf cm)
Athugið: Þarf aðeins til að skipta um fjaðrir
Átaksskrúfjárn (grænblátt, 0,75 kgf cm)
44 mm Trilobe-hálfmánabiti
Athugið: Þarf aðeins til að skipta um fjaðrir
Kynnið ykkur ítarlegan lista yfir öll verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.
Varúð
Ekki snerta fremri myndavélina eða nálæga íhluti til að forðast skemmdir á linsunum.
Ekki snerta bakhlið skjásins. Það getur haft áhrif á myndgæði ef komið er við bakhlið skjásins.
Mikilvægt
Lesið Hitabúnaður til að fjarlægja skjá ef verið er að setja upp hitabúnaðinn í fyrsta skipti.
Ef skipt er um þennan íhlut er ráðlagt að keyra viðgerðaraðstoð fyrir hugbúnað til þess að ljúka viðgerðinni. Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið.
Losun
Athugið: Ef sundurhlutunarskrefum er þegar lokið skal fara beint í samsetningu.
Notið átaksmæli og PL1.1-bitann til að fjarlægja PL1.1-skrúfurnar tvær, eina sitt hvorum megin við USB-C tengið.

Notið hitabúnaðinn til að fjarlægja skjá til að hita límið á skjánum. Frekari leiðbeiningar er að finna í notkunarhandbók hitabúnaðar til að fjarlægja skjá.
Fjarlægið iPhone-símann úr hitabúnaði til að fjarlægja skjá og setjið hann í viðgerðarbakkann þannig að skjárinn vísi upp og USB-C tengið snúi að hakinu.
Varúð: Opnið skjávasann að fullu til að forðast að rispa iPhone-hulstrið.

Notið límbandsskerann til að skera eftir vinstri og hægri brúnum skjásins og nemið staðar við loftnetsböndin.

Togið skjáinn niður til að losa innri skjáklemmurnar meðfram efri brúninni. Notið síðan límbandsskerann til að skera í kringum efri hlutann og hornin til að hægt sé að losa skjáinn.

Setjið sogskálarnar á viðgerðarbakkanum í raufarnar á viðgerðarbakkanum.
Athugið: Táknið neðst á bakkanum gefur til kynna í hvaða átt á að lyfta glerbakstykkinu og hvorum megin eigi að setja sogskálarnar.

Grípið aðeins í brúnir skjásins og hallið honum upp að sogskálunum. Ýtið á efri og neðri brúnir skjásins til að festa hann við sogskálarnar.
Varúð
Til að koma í veg að hólfið eða skjárinn skemmist skal ganga úr skugga um að innri skjáklemmurnar séu losaðar áður en skjánum er lyft.
Ekki skemma sveigjanlegu kaplana þegar skjánum er hallað upp.
Forðist að þrýsta aftan á skjáinn við að festa hann við sogskálarnar.

Notið átaksmæli og stjörnubita til að fjarlægja tvær stjörnuskrúfur, eina af tengihlíf rafhlöðunnar og eina af tengihlíf skjásins. Ljúkið síðan öllu skrefinu áður en haldið er áfram í næsta skref.

Fjarlægið hlífarnar tvær og geymið þær fyrir samsetningu.


Lyftið enda sveigjanlega kapals rafhlöðunnar af tenginu.

Takið enda sveigjanlegu kaplanna fyrir skjáinn og birtuskynjarann úr sambandi við tengin.

Haldið um brúnir skjásins. Togið í flipana á sogskálunum til að losa þær af skjánum. Leggið síðan framhlið skjásins á hreinan, sléttan flöt.

Samsetning
Skýringarmynd yfir skrúfur
Fjarlægið sogskálarnar af viðgerðarbakkanum.
Notið ESD-örugga töng eða verkfærið til að fjarlægja lím til að fjarlægja skjálímfilmuna. Togið síðan í límið í 45 gráðu horni til að fjarlægja það. Endurtakið þetta ferli þar til allt lím hefur verið fjarlægt af brúnum hulstursins.
Varúð
Ekki snerta fremri myndavélina, fjaðrirnar eða nálæga íhluti.
Ekki skemma svörtu filmuna í kringum ristina yfir efri hátalaranum.



Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar af hólfinu og eingöngu af brúnum skjásins.
Varúð
Ekki snerta neinn annan hluta skjáglersins með etanól- eða IPA-þurrkum. Etanól eða ísóprópýlalkóhól getur skemmt skjáinn og haft áhrif á myndgæði.
Ekki nota verkfærið til að fjarlægja lím til að þrífa skjáinn.
Ekki þrífa svæðið í kringum ristina yfir efri hátalaranum með etanól- eða IPA-þurrkunum.


Skoðið ristina yfir efri hátalaranum. Ef ristin yfir efri hátalaranum er beygð eða skemmd þarf að skipta um hana. Ef engar skemmdir eru sýnilegar á ristinni yfir efri hátalaranum skal halda áfram í samsetningarskref 5.

Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja ristina yfir efri hátalaranum úr hulstrinu.

Notið ESD-örugga töng til að koma nýju ristinni yfir efri hátalaranum fyrir í hulstrinu eins og sýnt er.

Ýtið varlega eftir endilangri ristinni yfir efri hátalaranum til að festa hana við hulstrið.

Skoðið fjaðrirnar (1–5) á myndinni hér að neðan. Ef fjöður er beygð eða skemmd skal ljúka öllu skrefinu áður en haldið er áfram í næsta skref. Ef fjaðrirnar eru í réttri stefnu og eru ekki sýnilega skemmdar skal fara í næsta skref.

Finnið rétta stefnu fjaðrarinnar sem þarf að skipta út. Notið ESD-örugga töng til að halda beygðu eða skemmdu fjöðrinni. Notið síðan átaksmæli og trilobe-bitann til að fjarlægja trilobe-skrúfuna úr fjöðrinni.
Finnið nýja fjöður af réttri gerð í stað þeirrar fyrri, í samræmi við teikninguna að neðan.

923-13664 (1)
923-13665 (2)
923-13667 (3)
923-13663 (4)
923-13662 (5)
Notið ESD-örugga töng til að koma nýju fjöðrinni fyrir. Notið svo viðeigandi átaksmæli og bita til að setja eina nýja skrúfu í fjöðrina.
923-13656 (1), grænn átaksmælir og trilobe-biti
923-13660 (2), grár átaksmælir og stjörnubiti
923-13659 (3), grár átaksmælir og stjörnubiti
923-13657 (4), grænn átaksmælir og trilobe-biti
923-13657 (5), grænn átaksmælir og trilobe-biti
Mikilvægt: Ef nýr skjár er settur í skal fletta filmuhlífinni af efri hlutanum og undirhliðinni.
Staðsetjið nýju skjálímfilmuna rétt yfir hólfinu. Gangið úr skugga um að efstu götin á límfilmunni flútti við fremri myndavélina.
Varúð: Gangið úr skugga um að allar límleifar hafi verið fjarlægðar af skjánum og hulstrinu áður en nýja skjálímið er sett á.

Lím nýja skjásins er með filmu á efri hlutanum, fyrir miðju og neðri hlutanum. Grípið um flipann á botnfilmunni. Togið svo neðstu filmuna hægt út undan límfilmunni á meðan límfilmunni er þrýst í hólfið.
Mikilvægt: Ekki fjarlægja efstu filmuna strax.

Notið svarta teininn til að festa skjálímið við hulstrið. Færið svarta teininn um brún hulstursins að minnsta kosti þrisvar sinnum til að tryggja að límið festist jafnt.
Varúð
Ekki snerta fremri myndavélina á meðan skjálímið er sett á.
Ekki skemma ristina yfir efri hátalaranum eða svampana. Ef ristin eða svamparnir eru skemmd skal skipta um ristina.

Skoðið skjálímið til að tryggja að það sé staðsett á syllu hulstursins. Ef límið er ekki rétt staðsett á hulstrinu skal endurtaka samsetningarskref 2 og 4. Endurtakið síðan samsetningarskref 5 til 9 með nýju skjálími.

Fjarlægið efri filmuna eins og sýnt er.
Mikilvægt: Ekki fjarlægja filmuna í miðjunni á brún hulstursins strax.

Setjið sogskálarnar í viðgerðarbakkann.

Látið vinstri brún skjásins mæta vinstri brún hulstursins. Þrýstið svo létt eftir brúnum skjásins til að festa hann við sogskálarnar.

Þrýstið endunum á sveigjanlega kaplinum fyrir skynjara fyrir umhverfislýsingu (1), sveigjanlega kaplinum fyrir skjáinn (2) og sveigjanlega kaplinum fyrir rafhlöðuna (3) á tengin. Þrýstið jafnt eftir endilöngum tengjunum.

Staðsetjið tengihlíf skjás yfir enda sveigjanlegs kapals ljósnemans og sveigjanlegs kapals skjás.

Notið gráa átaksmælinn og stjörnubita til að setja eina nýja stjörnuskrúfu (923-13944) í tengihlíf skjás.

Setjið tengihlíf rafhlöðunnar yfir endann á sveigjanlegum kapli rafhlöðunnar.

Notið gráa átaksmælinn og stjörnubita til að setja eina nýja stjörnuskrúfu (923-13717) í efri tengihlíf rafhlöðu.

Flettið fyrstu ræmunni af losunarfilmunni í miðjunni (1) af rangsælis, byrjið neðst á hulstrinu. Flettið annarri ræmunni (2) af réttsælis. Ekki taka þriðju ræmuna (3) af strax.
Varúð
Skoðið skjálímið til að ganga úr skugga um að það sé á réttum stað og sé ekki skemmt eða krumpað. Ef límið er skemmt skal fjarlægja það og setja nýtt lím á.
Forðist að snerta íhluti fremri myndavélarinnar og nálægra íhluti.

Haldið um brúnir skjásins á meðan togað er í flipana á sogskálunum til að losa þær. Fjarlægið sogskálarnar síðan úr viðgerðarbakkanum.

Haldið um brúnir skjásins yfir hulstrinu. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja þriðju losunarfilmuna.

Stillið skjánum saman við hulstrið og lækkið hann á sinn stað.
Þrýstið öllum hornum skjásins niður samtímis. Ýtið síðan eftir brúnum skjásins þar til smellur finnst og hann flúttar við hólfið.
Varúð: Gangið úr skugga um að sveigjanlegu kaplarnir séu ekki fastir á milli skjásins og hulstursins. Þreifið á skjábrúnunum í leit að misfellum. Ef skjárinn stenst ekki á skal endurtaka öll sundurhlutunarskrefin og athuga hvort sveigjanlegu kaplarnir séu skemmdir. Endurtakið síðan samsetningarskref 1 til 22.
Setjið viðgerðarbakkann með iPhone-símanum í skjápressuna og látið skjáinn vísa upp. Dragið niður arminn þar til skjápressan læsist.

Bíðið þar skjápressan gefur frá sér hljóðmerki og tímastillirinn sýnir 0. Ýtið handfanginu niður (1) og togið losunarhnúðinn út (2). Lyftið síðan arminum (3).

Fjarlægið viðgerðarbakkann úr skjápressunni.
Notið grænbláa átaksmælinn og PL1.1-bita til að skrúfa tvær nýjar PL1.1-skrúfur í, sitt hvorum megin við USB-C tengið. Þegar skrúfurnar eru skrúfaðar í skal ýta létt á skjáinn nærri USB-C tenginu. Teljið fimm smelli í átaksmælinum þegar hver skrúfa er sett í til að tryggja að hún sé alveg föst.
Varúð: Ef skrúfurnar flútta ekki skal fjarlægja þær. Endurtakið síðan skref 26 til að setja nýtt sett af PL1.1-skrúfum í Ef nýju skrúfurnar standast ekki á skal endurtaka öll skref sundurhlutunar og samsetningar.
Athugið: Notið réttan skrúfulit fyrir gerðina.
Silfur (923-14003)
Appelsínugulur (923-14004)
Djúpblár (923-14005)

Mikilvægt
Viðgerðaraðstoð kann að vera í boði í tækinu til að ljúka viðgerðinni, allt eftir því hvaða íhlut er skipt út. Upplýsingar um hvernig á að ræsa viðgerðaraðstoð.
Athugið: Ef viðgerðaraðstoð hefur ekki verið keyrð gæti varahluta- og þjónustuferill tækisins sýnt stöðu íhlutar sem „ljúka viðgerð“ og Apple Diagnostics fyrir viðgerð í sjálfsafgreiðslu gæti sýnt stöðu íhlutar sem „óþekkt“.