Mac Studio (2023) Loftnet 1

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Verkfæri fyrir loftnet

  • Torx T6 70 mm biti

  • Torx Plus 5IP 50 mm biti

Losun

  1. Látið móðurborðið standa á enda hitaeiningarinnar eins og sýnt er.

  2. Notið stillanlega átaksmælinn og T6 70 mm bita til að fjarlægja T6 skrúfuna (923-09169) úr jarðtengiklemmu samása loftnetskapalsins. Takið síðan Kapton-límbandið varlega af loftneti 1 og móðurborðinu.

  3. Notið loftnetsverkfærið til að lyfta endanum á samása kapli loftnets 1 af tenginu.

  4. Snúið móðurborðinu til að fá aðgang að hinni hliðinni. Notið stillanlega átaksmælinn og 5IP 50 mm bita til að fjarlægja átta 5IP skrúfur (923-09170) úr leiðsluklemmum samása loftnetskapalsins.

  5. Fjarlægið loftnet 1 af móðurborðinu.

Samsetning

  1. Setjið loftnet 1 í rásina á móðurborðinu eins og sýnt er.

  2. Stillið herslugildi stillanlega átaksmælisins á 10 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 5IP 50 mm bita til að skrúfa átta 5IP skrúfur (923-09170) í leiðsluklemmur samása loftnetskapalsins og móðurborðið í þeirri röð sem sýnd er.

  3. Snúið móðurborðinu til að fá aðgang að hinni hliðinni.

  4. Festið varlega loftnet 1 við móðurborðið með Kapton-límbandi.

  5. Notið bitlausa enda loftnetsverkfærisins til að þrýsta endanum á samása kapli loftnets 1 á tengið (1).

    • Athugið: Hinir samása loftnetskaplarnir (2, 3) eru tengdir aftur í samsetningarskrefum móðurborðsins.

  6. Stillið herslugildi stillanlega átaksmælisins á 14,5 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og T6 70 mm bita til að skrúfa T6 skrúfuna (923-09169) aftur í jarðtengiklemmu samása loftnetskapalsins.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: