Mac Studio (2023) Aflgjafi

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (0,3–1,2 Nm)

  • ESD-örugg flísatöng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Torx Plus 10IP 50 mm biti

Losun

  1. Notið ESD-örugga töng til að fletta einangrunarhlíf safnleiðarans af. Fleygið einangrunarhlíf safnleiðarans.

  2. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 10IP bita til að fjarlægja tvær 10IP skrúfur (923-09152) úr aflgjafanum og safnleiðaranum.

  3. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 10IP bita til að fjarlægja fjórar Torx Plus 10IP skrúfur (923-08936) úr aflgjafanum.

  4. Snúið tölvunni þannig að aftari tengin snúi fram.

  5. Lyftið einni hlið aflgjafans örlítið upp. Klípið og haldið utan um klemmuna á enda merkjakapals aflgjafans (1) eins og sýnt er. Grípið um annan enda kapalsins (2) og rennið honum úr tenginu.

  6. Hallið aflgjafanum upp eins og sýnt er.

  7. Klípið í endann á merkjakapli aflgjafans (1) eins og sýnt er. Grípið síðan um annan enda kapalsins (2) og rennið honum úr tenginu.

  8. Lyftið aflgjafanum úr innri umgjörðinni og húsinu.

Samsetning

  1. Snúið tölvunni þannig að aftari tengin snúi fram. Staðsetjið svo aflgjafann yfir húsinu.

  2. Stingið enda merkjakapals aflgjafans í tengið á aflgjafanum.

  3. Hallið aflgjafanum niður eins og sýnt er.

  4. Lyftið einni hlið aflgjafans örlítið upp. Stingið enda rafmagnskapalstengisins í samband við tengið. Gangið úr skugga um að spennan sé föst. Leggið síðan aflgjafann niður á innri umgjörðina.

    •  Varúð: Ekki strekkja á rafmagnskapalstenginu þegar aflgjafanum er lyft upp.

  5. Snúið tölvunni þannig að fremri tengin snúi fram.

  6. Gangið úr skugga um að skorurnar fjórar á aflgjafanum flútti við festipunktana fjóra á innri umgjörðinni.

  7. Gangið úr skugga um að tveir pinnar á safnleiðaranum flútti við tvö stilligöt í aflgjafanum.

  8. Stillið herslugildi 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælisins á 0,7 Nm.

  9. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 10IP bita til að skrúfa fjórar 10IP skrúfur (923-08936) aftur í aflgjafann.

  10. Stillið herslugildi 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælisins á 0,6 Nm.

  11. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 10IP bita til að skrúfa tvær 10IP skrúfur (923-09152) aftur í aflgjafann og safnleiðarann.

  12. Festið nýja einangrunarhlíf fyrir safnleiðara yfir IP10 skrúfurnar tvær.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: