Mac Studio (2023) SDXC-kortaraufarspjald

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • ESD-örugg flísatöng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksmælir (appelsínugulur, 0,85 kgf cm)

  • Torx Plus 3IP hálfmánabiti

  • Torx Plus 5IP 50 mm biti

Losun

  1. Staðsetjið tölvuna þannig að aftari tengin snúi fram.

  2. Notið appelsínugula átaksmælinn og Torx Plus 3IP bita til að fjarlægja fjórar 3IP skrúfur (923-09162) úr tveimur tengihlífum SDXC-kortaraufarspjaldsins.

  3. Fjarlægið tvær tengihlífar SDXC-kortaraufarspjaldsins og geymið þær fyrir samsetningu.

  4. Notið svarta teininn til að lyfta báðum endum sveigjanlega kapals SDXC-kortaraufarspjaldsins af tengjunum. Fjarlægið sveigjanlega kapalinn úr húsinu.

    • Mikilvægt: Hafið í huga hvernig sveigjanlegi kapallinn snýr fyrir samsetningu.

  5. Notið flata enda svarta teinsins til að spenna upp lásarminn á sveigjanlega kapli stöðuljóssins.

  6. Takið endann á sveigjanlega kapli stöðuljóssins úr sambandi við tengið (1). Fjarlægið síðan sveigjanlega kapalinn varlega af hlið SDXC-kortaraufarspjaldsins (2).

  7. Snúið tölvunni á hvolf og látið aftari tengin snúa upp.

  8. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 5IP bita til að fjarlægja tvær 5IP skrúfur (923-08930) úr SDXC-kortaraufarspjaldinu.

  9. Lyftið SDXC-kortaraufarspjaldinu úr húsinu.

Samsetning

  1. Snúið tölvunni á hvolf og látið aftari tengin snúa upp.

  2. Finnið jöfnunarpinnana (1) tvo framan á SDXC-kortaraufarspjaldinu.

  3. Látið jöfnunarpinnana tvo framan á SDXC-kortaraufarspjaldinu flútta við götin tvö á húsinu (1). Gangið úr skugga um að sveigjanlegur kapall stöðuljóssins (2) festist ekki á milli SDXC-kortaraufarspjaldsins og hússins.

  4. Stillið herslugildi stillanlega átaksmælisins á 20,5 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 5IP bita til að skrúfa tvær 5IP skrúfur (923-08930) aftur í SDXC-kortaraufina.

  5. Staðsetjið tölvuna þannig að aftari tengin snúi fram.

  6. Festið endann á sveigjanlega kapli stöðuljóssins við tengið (1). Lokið síðan lásarminum (2). Ýtið á sveigjanlega kapalinn til að festa hann á hlið SDXC-kortaraufarspjaldsins.

  7. Komið endum sveigjanlega kapals SDXC-kortaraufarspjaldsins fyrir á tengjunum. Ýtið endum sveigjanlega kapalsins í viðkomandi tengi.

  8. Komið tengihlífum SDXC-kortaraufarspjaldsins fyrir á endum sveigjanlega kapalsins.

  9. Notið appelsínugula átaksmælinn og Torx Plus 3IP bita til að skrúfa fjórar 3IP skrúfur (923-09162) aftur í tengihlífar SDXC-kortaraufarspjaldsins.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: