iPhone 12 og nýrri: Vandamál með vélbúnað

Úrræðaleit vegna vandamála með heimahnappinn eða Touch ID

Úrræðaleit vegna vandamála vegna SIM-korts

Úrræðaleit vegna vandamála með Taptic Engine eða snertisvörun

Úrræðaleit vegna vandamála með heimahnappinn eða Touch ID

Greining vandamála

Athugið: Þessi aðferð er fyrir gerðir iPhone-síma með heimahnappa. Skoðið tæknilýsingar til að staðfesta eiginleika iPhone.

  • Heimahnappurinn svarar ekki

  • Ekki finnst snertisvörun þegar ýtt er á heimahnappinn

  • Ekki hægt að lesa fingrafar

  • Ekki er hægt að skrá fingur í stillingum Touch ID

  • Ekki er hægt að ganga frá kaupum með Touch ID

Prófið að fylgja þessum skrefum áður en haldið er áfram í sértæka úrræðaleit

  1. Ekki er víst að allir geti notað eiginleika fingrafaraskannans. Sumt fólk skortir samviðnámið sem þarf til að virkja lífkennisskynjara, sem er eðlilegt og ekki vandamál sem tengist viðhaldi. Ef mögulegt skal reyna að virkja virkt tæki með Touch ID til að fá úr því skorið hvort notandinn tilheyri þessum fámenna hópi.

  2. Hreinsið óhreinindi af Touch ID-skynjaranum með hreinum, lófríum klút.

  3. Gangið úr skugga um að fingur séu hreinir og þurrir.

    • Ahugið: Raki, handáburður, sviti, olíur, skurðir eða sérstaklega þurr húð getur haft áhrif á fingrafarakennsl. Tilteknar athafnir geta einnig haft tímabundin áhrif á fingrafarakennsl, þ.á.m. æfingar, sturta, sund, eldamennsku, aðrar aðstæður eða breytingar sem hafa áhrif á fingrafarið.

  4. Athugið hvort eitthvað sé fyrir, t.d. hringur eða skjávörn í kringum Touch ID-skynjarann.

Athugið: Ekki er mælt með viðhaldi vegna vandamála með tiltekinn eða tiltekna fingur. Ef vandamál koma upp með tiltekna fingur skal hafa í huga að í sumum tilfellum er ekki víst að Touch ID geti parað þessa fingur í hvert skipti. Ástæðan er yfirleitt læsileiki tiltekins fingrafars. Hægt er að skrá fingurinn síðar eða nota annan fingur fyrir Touch ID. Ef þú getur ekki skráð neina fingur í tækið gæti verið vandamál með Touch ID-skynjarann og gera ætti viðhaldsþjónustu á tækinu.

Keyrið handvirk próf og greiningarpróf

Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða leita að hugsanlegum orsökum skal keyra þessi greiningar- og handvirku próf til að einangra orsök vandamálsins:

  1. Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir farsímatilföng (MRI).

  2. Prófið að smella einu sinni og tvisvar sinnum á heimahnappinn.

  3. Haldið inni heimahnappinum fyrir raddstjórnun eða Siri.

  4. Ýtið á heimahnappinn með slökkt á skjánum og staðfestið að það kvikni á honum.

  5. Þegar ýtt er á heimahnappinn skal ganga úr skugga um að snertisvörunin hermi eftir áþreifanlegum hnappi.

  6. Hvílið fingurinn á heimahnappinum þegar ýtt er á heimahnappinn eða hliðarhnappinn til að vekja tækið. Tækið ætti að opnast þegar fingrafarið er auðkennt.

Opnið iPhone-tækið og skoðið það

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðarhandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.

Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Skiptið um hlutinn

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um skjáinn.

Athug: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Úrræðaleit vegna vandamála vegna SIM-korts

Greining vandamála

Athugið: Þessi aðferð er fyrir gerðir iPhone-síma með SIM-kortabakka. Sumar gerðir iPhone, eins og iPhone 14 og iPhone 15 sem keyptir eru í Bandaríkjunum, eru ekki með eiginlegt SIM-kort eða SIM-kortabakka. Þessar gerðir eru með eSIM. Skoðið tæknilýsingar til að staðfesta eiginleika iPhone.

Lesið þessar greinar ef tekið er eftir einhverjum af eftirfarandi vandamálum:

  • „Ógilt SIM-kort sett í“ birtist

  • „Ekkert SIM-kort sett í“ birtist

  • „Annað SIM-kort fannst“ birtist

Fjarlægja eða skipta um SIM-kort í iPhone

Upplýsingar um stærð SIM-korts í iPhone eða iPad

Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.

Prófið að fylgja þessum skrefum áður en haldið er áfram í sértæka úrræðaleit

  1. Gangið úr skugga um að iPhone-síminn sé með virka áskrift hjá netþjónustu.

  2. Gangið úr skugga um að hægt sé að nota SIM-kortið í iPhone-símanum. SIM-kort frá netþjónustu sem Apple viðurkennir ekki getur orsakað viðvörunarboð vegna SIM-korts. Ef sett er í annað SIM-kort en notað var fyrir núverandi virkjun iPhone-símans getur það orsakað viðvörunarboð vegna SIM-korts.

  3. Ef skilaboðin „Læst SIM-kort“ birtast í stöðustiku iPhone-símans skal nota PIN-númerið til að opna SIM-kortið.

  4. Gangið úr skugga um að réttur SIM-kortabakki hafi verið settur í iPhone-símann.

    • Athugið: SIM-kortabakkar eru örlítið mismunandi að stærð og lögun.

Keyrið handvirk próf og greiningarpróf

Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða leita að hugsanlegum orsökum skal keyra þessi greiningar- og handvirku próf til að einangra orsök vandamálsins:

  1. Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir farsímatilföng (MRI).

  2. Notið verkfæri til að opna SIM-kortabakkann. Gangið úr skugga um að kortabakkinn opnist. Ef erfitt er að opna kortabakkann skal skipta honum út.

  3. Leitið eftir skemmdum á SIM-kortabakkanum. Ef hann er skemmdur skal skipta honum út.

  4. Gangið úr skugga um að SIM-kortabakkinn passi við gerð iPhone-símans. Ef hann er ekki réttur skal setja í nýjan.

  5. Fjarlægið SIM-kortið með sérstöku verkfæri til að opna SIM-kortabakkann. Gangið úr skugga um að SIM-kortið sitji rétt í bakkanum við ísetningu. Skiptið um SIM-kortabakka ef reynist erfitt að stinga honum í.

Opnið iPhone-tækið og skoðið það

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðarhandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.

Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Skiptið um hlutinn

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um SIM-kortabakka.

Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Úrræðaleit vegna vandamála með Taptic Engine eða snertisvörun

Greining vandamála

  • iPhone titrar ekki þegar hann á að gera það

Prófið þetta skref áður en haldið er áfram í sértæka úrræðaleit

Keyrið handvirk próf og greiningarpróf

Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða leita að hugsanlegum orsökum skal keyra þessi greiningar- og handvirku próf til að einangra orsök vandamálsins:

  1. Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir farsímatilföng (MRI).

  2. Í iPhone-síma með rofa fyrir hringihljóð/hljóð af skal færa rofann að skjánum þannig að appelsínugula ljósið sjáist ekki — hringihljóð á. Í gerðum iPhone 15 Pro skal ganga úr skugga um kveikt sé á hringihljóði tækisins með aðgerðarhnappinum eða stjórnunarmiðstöðinni.

  3. Notið annan síma til að hringja í iPhone-símann.

  4. Hlustið á iPhone-símann og haldið um hann á meðan hann hringir. Hann ætti að gefa frá sér hringitón og titra.

  5. Í iPhone-síma með rofa fyrir hringihljóð/hljóð af skal færa rofann frá skjánum þannig að appelsínugula ljósið sjáist — hringihljóð af. Í gerðum iPhone 15 Pro skal ganga úr skugga um slökkt sé á hringihljóði tækisins með aðgerðarhnappinum eða stjórnunarmiðstöðinni.

  6. Hlustið á iPhone-símann og haldið um hann á meðan hann hringir. Hann ætti að titra en ekki gefa frá sér hringitón.

  7. Ljúktu símtalinu.

Opnið iPhone-tækið og skoðið það

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðarhandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.

Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Skiptið um hlutinn

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um Taptic Engine.

Athug: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Birt: