iPhone: Úrræðaleit vegna vandamála með vélbúnað
Úrræðaleit vegna viðvörunarboða
Úrræðaleit vegna vandamála með birtuskynjara, nándarskynjara eða áttavita
Úrræðaleit vegna vandamála með hnappa eða rofa
Úrræðaleit vegna vandamála með heimahnappinn eða Touch ID
Úrræðaleit vegna vandamála með SIM-kort
Úrræðaleit vegna vandamála með Taptic Engine eða snertisvörun
Úrræðaleit vegna viðvörunarboða
Greining vandamála
Lesið tengdar hjálpargreinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Viðvörunarboð vegna hitastigs birtast á skjá tækisins
Tækið eða straumbreytir þess verður óeðlilega heitur við notkun
Önnur viðvörunarboð birtast á skjá tækisins
Ef iPhone-síminn eða iPad-tækið hitnar eða kólnar um of
Ef viðvörun vegna rakauppkomu birtist á iPhone-símanum
Um neyðartilkynningar og tilkynningar frá stjórnvöldum í iPhone
Um viðvörunarboðin „Trust This Computer“ í iPhone, iPad eða iPod touch
Ef viðvörunin „Aukabúnaður er hugsanlega ekki studdur“ birtist í Apple-tækinu
Ef tilkynning segir að vandamál hafi komið upp vegna Face ID í iPhone eða iPad Pro
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Lesið viðvörunarboðin til að ákvarða hvert vandamálið er. Margar viðvaranir birtast með viðbótarupplýsingum eða tenglum sem tengjast úrlausn vandans. Frekari upplýsingar um viðvörunina eru í viðeigandi hjálpargreinum.
Þegar tækið er í notkun er eðlilegt að það hitni svolítið. Ytra byrði tækisins virkar sem kæliflötur sem flytur hita úr innra byrði tækisins til kaldara loftsins kringum ytra byrðið. Ef hitastigsviðvörun birtist skal leita nánari upplýsinga í Ef iPhone-síminn eða iPad-tækið hitnar eða kólnar um of.
Athugið: Það er alveg eðlilegt að viðvaranir vegna hitastigs birtist af og til og slíkt þarf ekki að þýða að tækið þarfnist viðhalds. Ef hitastig er of hátt eða of lágt getur það valdið því að tækið fari að haga sér óeðlilega til að reyna að jafna hitastigið. Þetta getur m.a. valdið því að hitastigsviðvörun birtist. Ef ítrekaðar viðvaranir vegna hitastigs birtast á meðan tækið er í notkun við venjuleg hitaskilyrði gæti það bent til vanda sem bregðast þarf við.
Mikilvægt: Ef tækið hefur verið útsett fyrir mjög háum hita skal slökkva á tækinu, fjarlægja hlífar og hulstur, færa tækið í svalara umhverfi og leyfa því að kólna áður en haldið er áfram að leita orsakanna.
Endurræsið iPhone-símann. Ef iPhone-síminn endurræsist ekki skal prófa að þvinga endurræsingu á honum.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Á meðan verið er að nota tækið skal kanna hvort viðvörunarskjár fyrir hitastig heldur áfram að birtast:
Gangið úr skugga um að tækið sé ekki í miklum kulda eða hita heldur við 0 to 35 gráður á Celsius (32 til 95 gráður á Fahrenheit).
Sannreynið að skjár tækisins sýni viðvarandi viðvörun um hitastig.
Ef hitastigsviðvaranir birtast áfram eftir að tækið hefur náð eðlilegu hitastigi skal sinna viðhaldi við tækið.
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðar fyrir farsímatilföng (MRI). Kannið niðurstöður greiningarinnar til að sannreyna að hitastigsviðvörun sé í raun til staðar. Ef ekki er hægt að keyra MRI vegna þess að tækið birtir viðvarandi viðvörun vegna hitastigs skal framkvæma viðgerð á tækinu.
Ef viðvörunin birtist í kjölfar þess að aukabúnaður var tengdur við iPhone-símann með kapli skal aftengja kapalinn og tengja hann svo aftur til að ganga úr skugga um að traust tenging við tækið sé til staðar. Aftengið tengið í báðar stefnur og tengið það svo aftur. Prófið aftur til að ákvarða hvort vandamálið sem orsakaði viðvörunarboðin hafi verið leyst. Ef viðvörunarboðin birtast ítrekað skal sinna viðhaldi við tækið.
Opnið iPhone-símann og skoðið hann
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um hulstrið á gerðunum iPhone 15, iPhone 15 Plus, iPhone 16, iPhone 16 Plus, iPhone 16 Pro, iPhone 16 Pro Max og iPhone 16e.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og sannreyna almenna virkni.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Fyrir aðrar gerðir má finna aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vandamála með birtuskynjara, nándarskynjara eða áttavita
Athugið: Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um þetta vandamál í Úrræðaleit vegna vandamála með skjá á iPhone.
Greining vandamála
Skjárinn lagar sig ekki að mismunandi birtu í umhverfinu þegar kveikt er á sjálfvirkri birtu
Áttavitinn virkar ekki eins og búist er við
Skjámyndin helst á í símtali þegar iPhone-símanum er haldið upp að eyranu
Skjárinn slekkur strax á sér þegar hringt er úr símanum
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Fjarlægið hulstur eða skjáhlífar. Snertið skjáinn með fingurgómunum, ekki nöglunum.
Hreinsið skjáinn með mjúkum, örlítið rökum, lófríum klút.
Mikilvægt: Takið fyrst allar snúrur úr sambandi og slökkvið á iPhone-símanum. Ekki nota vörur sem innihalda bleikiefni eða vetnisperoxíð. Forðist að raki komist í op og ekki setja iPhone-símann í vökva sem inniheldur hreinsiefni. Notið ekki þrýstiloft.
Segul- eða umhverfistruflanir geta haft áhrif á nákvæmni áttavitans. Forðist nálægð við hlutinn sem truflar.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðar fyrir farsímatilföng (MRI).
nándarskynjarinn greinir þegar iPhone-símanum er haldið við eyrað og slekkur strax á skjánum til að spara rafmagn og koma í veg fyrir óviljandi snertingu. Til að prófa nándarskynjarann skal svara símtali í viðkomandi iPhone-síma og hylja síðan efri hluta skjásins. Skjárinn ætti að slökkva á sér og kveikja aftur á sér þegar yfirbreiðslan er tekin af honum. Ef ekki kviknar eða slokknar á þessu eins og búist var við skal halda áfram með úrræðaleit.
Opnið iPhone-símann og skoðið hann
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbókina til að fá leiðbeiningar um hvernig á að opna og skoða iPhone-símann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Skoðið alla viðeigandi sveigjanlega kapla og tengi innan í símanum með tilliti til ummerkja um skemmdir eða breytingar, svo sem filmur eða aðskotahluti sem gætu truflað virkni tengis.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um eftirfarandi íhluti í upptöldum gerðum iPhone:
Ef prófun birtuskynjara með skoðunarbúnaði fyrir farsímatilföng (MRI) tekst ekki skal skipta um skjá á öllum iPhone 7 og nýrri gerðum.
Ef prófun með skoðunarbúnaði fyrir farsímatilföng (MRI) tekst ekki skal skipta um eftirfarandi íhlut í tilteknum gerðum iPhone:
Skiptið um skjá á iPhone 11 Pro, iPhone 11 Pro Max, öllum gerðum iPhone 12, öllum gerðum iPhone 13, öllum gerðum iPhone 14, iPhone 15, iPhone 15 Plus og iPhone 15 Pro.
Skiptið um aðalhljóðnema í öllum gerðum iPhone 16 og iPhone 16e.
Skiptið um hulstrið í iPhone 16 Pro Max.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og sannreyna að skjárinn, birtuskynjarinn, nándarskynjarinn og áttavitinn virki sem skyldi.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Fyrir aðrar gerðir má finna aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með hnappa eða rofa
Greining vandamála
Lesið tengdu hjálpargreinina ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Hliðarhnappur virkar ekki
Hljóðstyrkshnappar virka ekki
Rofi fyrir hringihljóð / hljóð af virkar ekki (í gerðum með rofa fyrir hringihljóð / hljóð af)
Aðgerðahnappur virkar ekki (í gerðum með aðgerðahnappi)
Stýring myndavélar virkar ekki (í gerðum með stýringu myndavélar)
„Virkar ekki“ hefur m.a. eftirfarandi einkenni:
Hnappurinn bregst ekki við
Tækið bregst ekki við flettiskipun
Engin snertisvörun þegar ýtt er á hnapp
Ekki er hægt að ýta á hnappinn
Of erfitt er að smella
Slæm snertivirkni eða hnappur virðist úr lagi
Slitrótt eða óvænt svörun hnapps
Óeðlileg smellihljóð
Ýtt á hnapp fyrir slysni
Flett niður með hnappi fyrir slysni
Hnappurinn hefur sigið niður, er skakkur, laus eða það hringlar í honum
Hnappurinn hefur orðið fyrir skemmdum
Notið hliðarhnappinn, heimahnappinn og aðrar stýringar iPhone-símans
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Fjarlægið allar hlífar eða hulstur af tækinu áður en úrræðaleit fer fram, til að sannprófa að verið sé að virkja viðkomandi hnapp eða rofa.
Endurræsið iPhone-símann. Ef iPhone-síminn endurræsist ekki skal prófa að þvinga endurræsingu á honum.
Hreinsið iPhone-símann. Hreinsið óhreinindi af svæðinu kringum alla hnappa og rofa með hreinum, lófríum klút.
Gangið úr skugga um að fingur séu hreinir og þurrir þegar hnappar og rofar eru notaðir.
Athugið: Raki, krem, sviti eða olía á fingrum getur skert virkni hnappanna.
Ef hægt er að einangra vandamálið við Taptic Engine (titringsmótor) skal opna Úrræðaleit vegna vandamála með Taptic Engine eða snertisvörun.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Opnið iPhone-símann og skoðið hann
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Skoðið alla viðeigandi sveigjanlega kapla og tengi innan í símanum með tilliti til ummerkja um skemmdir eða breytingar, svo sem filmur eða aðskotahluti sem gætu truflað virkni tengis.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um hulstrið á gerðunum iPhone 15, iPhone 15 Plus, iPhone 16, iPhone 16 Plus, iPhone 16 Pro, iPhone 16 Pro Max og iPhone 16e.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og sannreyna virkni takka og rofa.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Fyrir aðrar gerðir má finna aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með heimahnappinn eða Touch ID
Greining vandamála
Athugið: Þetta verkferli er fyrir iPhone-gerðir með heimahnappi. Skoðið tæknilýsingar til að staðfesta eiginleika iPhone.
Lesið tengdu hjálpargreinina ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Heimahnappurinn svarar ekki
Ekki finnst snertisvörun þegar ýtt er á heimahnappinn
Ekki hægt að lesa fingrafar
Ekki er hægt að skrá fingur í stillingum Touch ID
Ekki er hægt að ganga frá kaupum með Touch ID
Nota heimahnappinn, hliðarhnappinn og aðra hnappa á iPad
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Ekki er víst að allir geti notað eiginleika fingrafaraskannans. Sumt fólk skortir samviðnámið sem þarf til að virkja lífkennaskynjara, sem er eðlilegt og ekki vandamál sem tengist viðhaldi. Ef mögulegt skal reyna að virkja virkt tæki með Touch ID til að fá úr því skorið hvort notandinn tilheyri þessum fámenna hópi.
Hreinsið iPhone-símann. Hreinsið óhreinindi af Touch ID-skynjaranum með hreinum, lófríum klút.
Gangið úr skugga um að fingur séu hreinir og þurrir.
Athugið: Raki, handáburður, sviti, olíur, skurðir eða sérstaklega þurr húð getur haft áhrif á fingrafarakennsl. Tilteknar athafnir geta einnig haft tímabundin áhrif á fingrafarakennsl, þ. á m. æfingar, sturta, sund, eldamennska og aðrar aðstæður.
Athugið hvort eitthvað sé fyrir, t.d. hringur eða skjávörn í kringum Touch ID-skynjarann.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Athugið: Viðhald er ekki ráðlagt vegna vandamála með tiltekinn eða tiltekna fingur. Ef vandamál koma upp með tiltekna fingur skal hafa í huga að í sumum tilvikum er ekki víst að Touch ID geti parað þessa fingur í hvert skipti. Ástæðan er yfirleitt læsileiki tiltekins fingrafars. Hægt er að skrá fingurinn síðar eða nota annan fingur fyrir Touch ID. Ef ekki tekst að skrá neina fingur í tækið gæti verið vandamál með Touch ID-skynjarann sem kallar á viðhald.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðar fyrir farsímatilföng (MRI).
Prófið að smella einu sinni og tvisvar sinnum á heimahnappinn.
Haldið inni heimahnappinum fyrir raddstjórnun eða Siri.
Ýtið á heimahnappinn með slökkt á skjánum og staðfestið að það kvikni á honum.
Þegar ýtt er á heimahnappinn skal ganga úr skugga um að snertisvörunin hermi eftir áþreifanlegum hnappi.
Hvílið fingurinn á heimahnappinum þegar ýtt er á heimahnappinn eða hliðarhnappinn til að vekja tækið. Þegar notandi sem er með skráð fingrafar er auðkenndur ætti tækið að opnast.
Opnið iPhone-símann og skoðið hann
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Skoðið alla viðeigandi sveigjanlega kapla og tengi innan í símanum með tilliti til ummerkja um skemmdir eða breytingar, svo sem filmur eða aðskotahluti sem gætu truflað virkni tengis.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um skjáinn.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og sannreyna virkni skjásins, heimahnappsins og Touch ID.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála vegna SIM-korts
Greining vandamála
Athugið: Þessi aðferð er fyrir gerðir iPhone-síma með SIM-kortabakka. Sumar gerðir, eins og iPhone 14 og nýrri gerðir tækja sem keypt eru í Bandaríkjunum, eru ekki með eiginlegt SIM-kort eða SIM-kortabakka. Þessar gerðir eru með eSIM-kort. Skoðið tæknilýsingar til að staðfesta eiginleika iPhone.
Lesið tengdar hjálpargreinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
„Ógilt SIM-kort sett í“ birtist
„Ekkert SIM-kort sett í“ birtist
„Annað SIM-kort fannst“ birtist
Upplýsingar um stærð SIM-korts í iPhone eða iPad
Fjarlægið eða skiptið um SIM-kort í iPhone
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Gangið úr skugga um að iPhone-síminn sé með virka áskrift hjá netþjónustu.
Gangið úr skugga um að hægt sé að nota SIM-kortið í iPhone-símanum. SIM-kort frá netþjónustu sem Apple viðurkennir ekki getur orsakað viðvörunarboð vegna SIM-korts. Ef sett er í annað SIM-kort en notað var fyrir núverandi virkjun iPhone-símans getur það orsakað viðvörunarboð vegna SIM-korts.
Ef skilaboðin „Læst SIM-kort“ birtast í stöðustiku iPhone-símans skal nota PIN-númerið til að opna SIM-kortið.
Gangið úr skugga um að réttur SIM-kortabakki hafi verið settur í iPhone-símann.
Athugið: SIM-kortabakkar eru örlítið mismunandi að stærð og lögun.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Notið verkfæri til að opna SIM-kortabakkann. Gangið úr skugga um að kortabakkinn opnist. Ef erfitt er að opna kortabakkann skal skipta honum út.
Leitið eftir skemmdum á SIM-kortabakkanum. Ef hann er skemmdur þarf að skipta um SIM-kortabakka.
Gangið úr skugga um að SIM-kortabakkinn passi við gerð iPhone-símans. Ef hann er ekki réttur skal setja í nýjan.
Fjarlægið SIM-kortið með sérstöku verkfæri til að opna SIM-kortabakkann. Gangið úr skugga um að SIM-kortið sitji rétt í bakkanum við ísetningu. Skiptið um SIM-kortabakka ef reynist erfitt að stinga honum í.
Opnið iPhone-símann og skoðið hann
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Skoðið alla viðeigandi sveigjanlega kapla og tengi innan í símanum með tilliti til ummerkja um skemmdir eða breytingar, svo sem filmur eða aðskotahluti sem gætu truflað virkni tengis.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um SIM-kortabakka.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með Taptic Engine eða snertisvörun
Greining vandamála
Lesið tengdu hjálpargreinina ef eftirfarandi vandamál til staðar:
iPhone titrar ekki þegar hann á að gera það
Notið hliðarhnappinn, heimahnappinn og önnur stjórntæki iPhone-símans
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Endurræsið iPhone-símann. Ef iPhone-síminn endurræsist ekki skal prófa að þvinga endurræsingu á honum.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Í iPhone-síma með 105103rofa fyrir hringihljóð / hljóð af skal færa rofann að skjánum þannig að appelsínugula ljósið sjáist ekki – hringihljóð á. Í gerðum með aðgerðarhnappi skal ganga úr skugga um að kveikt sé á hringihljóði tækisins með aðgerðarhnappinum eða stjórnunarmiðstöðinni.
Notið annan síma til að hringja í iPhone-símann.
Hlustið á iPhone-símann og haldið um hann á meðan hann hringir. Hann ætti að gefa frá sér hringitón og titra.
Í iPhone-síma með 105103rofa fyrir hringihljóð/hljóð af skal færa rofann frá skjánum þannig að appelsínugula ljósið sjáist – hringihljóð af. Í gerðum með aðgerðahnappi skal ganga úr skugga um að kveikt sé á hringihljóði tækisins með aðgerðahnappinum eða stjórnunarmiðstöðinni.
Hlustið á iPhone-símann og haldið um hann á meðan hann hringir. Hann ætti að titra en ekki gefa frá sér hringitón.
Ljúkið símtalinu.
Opnið iPhone-símann og skoðið hann
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Skoðið alla viðeigandi sveigjanlega kapla og tengi innan í símanum með tilliti til ummerkja um skemmdir eða breytingar, svo sem filmur eða aðskotahluti sem gætu truflað virkni tengis.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um Taptic Engine.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og sannreyna virkni Taptic Engine.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.