Úrræðaleit vegna vandamála við tengingu Beats
Úrræðaleit vegna vandamála við uppfærslu á fastbúnaði
Úrræðaleit vegna vandamála við þráðlausa tengingu við Beats-heyrnartól og -eyrnatól
Úrræðaleit vegna vandamála við þráðlausa tengingu við Beats-hátalara
Úrræðaleit vegna uppfærslu á fastbúnaði
Greining vandamála
Lesið þessar greinar ef vart verður við eftirfarandi vandamál:
Fastbúnaður fyrir Beats-vöru uppfærist ekki
Vörusamhæfi og uppsetning
Leiðbeiningar fyrir endurstillingu og fastbúnaðaruppfærslur
Grunnatriði fyrir Bluetooth og vandamál við tengingu
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Gangið úr skugga um að USB-kapallinn sem notuð er fyrir fastbúnaðaruppfærslur hafi gagnagetu. Sumir USB-kaplar hafa ekki gagnagetu. Gætið þess að nota kapalinn sem fylgdi vörunni eða notið aðra USB-snúru sem vitað er að virkar.
Ef Beats-varan inniheldur fastbúnað skal staðfesta að hann hafi verið uppfærður í nýjustu fastbúnaðarútgáfu.
Hugsanlega þarf að endurstilla vöruna til að fastbúnaðaruppfærslur verði notaðar og viðurkenndar.
Athugið: Ef vara sem notar rafhlöður sem ekki er hægt að skipta um er endurstillt þarf varan hugsanlega fulla endurhleðslu.
Athugið: Ef varan slekkur óvænt á sér eftir að hún hefur verið endurstillt skal tengja vöruna við straumbreyti eða hleðslutæki sem vitað er að virkar og er tengt við rafmagn og fullhlaða því næst vöruna.
Keyra handvirk próf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða leita að hugsanlegum orsökum skal keyra þessi handvirku próf til að einangra orsök vandamálsins:
Ef Beats-varan inniheldur fastbúnað skal staðfesta að hann hafi verið uppfærður í nýjustu fastbúnaðarútgáfu.
Hugsanlega þarf að endurstilla vöruna til að fastbúnaðaruppfærslur verði notaðar og viðurkenndar.
Framkvæmið allar aðgerðir Beats-vörunnar til að tryggja að uppfærði fastbúnaðurinn virki eðlilega.
Gerið við Beats-vöruna
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsök þess einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal senda Beats-vöruna í pósti til viðgerðaraðila. Sjá Viðgerðir og þjónusta fyrir Beats fyrir sérstakar leiðbeiningar.
Úrræðaleit vegna vandamála við þráðlausa tengingu við Beats-heyrnartól
Greining vandamála
Lesið þessar greinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Ekki hægt að skipta yfir í annan hljóðgjafa
Ekki er hægt að tengjast hljóðgjafa
Ekki er hægt að ljúka við fyrstu uppsetningu
Ekki er hægt að tengjast gegnum Bluetooth
Tenging dettur út eða er slitrótt
Vörusamhæfi og uppsetning
Leiðbeiningar fyrir endurstillingu og fastbúnaðaruppfærslur
Grunnatriði fyrir Bluetooth og vandamál við tengingu
Virkni og umönnun
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Ef Beats-varan inniheldur fastbúnað skal staðfesta að hann hafi verið uppfærður í nýjustu fastbúnaðarútgáfu.
Hugsanlega þarf að endurstilla vöruna til að fastbúnaðaruppfærslur verði notaðar og viðurkenndar.
Athugið: Ef vara sem notar rafhlöður sem ekki er hægt að skipta um er endurstillt þarf varan hugsanlega fulla endurhleðslu.
Athugið: Ef varan slekkur óvænt á sér eftir að hún hefur verið endurstillt skal tengja vöruna við straumbreyti eða hleðslutæki sem vitað er að virkar og er tengt við rafmagn og fullhlaða því næst vöruna.
Keyra handvirk próf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða leita að hugsanlegum orsökum skal keyra þessi handvirku próf til að einangra orsök vandamálsins:
Sannreynið vandamálið með því að spila hljóðmiðla sem vitað er að virka í iOS-tæki eða Mac-tölvu á meðan hlustað er í gegnum Beats-vöru sem er tengd þráðlaust.
Sannreynið að Beats-varan spili hljóð án nokkurra vandamála vegna hljóðgæða.
Gangið úr skugga um að varan sé tengd, hlaupi ekki yfir neitt eða missi stjórn á innbyggðri fjarvirkni.
Athugið hvort einkenni vegna tengingar séu til staðar, svo sem:
Ekki hægt að skipta yfir í annan hljóðgjafa
Ekki er hægt að tengjast hljóðgjafa
Ekki er hægt að ljúka við fyrstu uppsetningu
Ekki er hægt að tengjast gegnum Bluetooth
Tenging dettur út eða er slitrótt
Gerið við Beats-vöruna
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsök þess einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal senda Beats-vöruna í pósti til viðgerðaraðila. Lesið Viðgerðir og þjónusta fyrir Beats til að fá sértækar leiðbeiningar.
Úrræðaleit vegna vandamála við þráðlausa tengingu við Beats-hátalara
Greining vandamála
Lesið þessar greinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Ekki hægt að skipta yfir í annan hljóðgjafa
Ekki er hægt að tengjast hljóðgjafa
Ekki er hægt að ljúka við fyrstu uppsetningu
Ekki er hægt að tengjast gegnum Bluetooth
Tenging dettur út eða er slitrótt
Vandamál vegna nándarsamskipta (NFC)
Vörusamhæfi og uppsetning
Leiðbeiningar fyrir endurstillingu og fastbúnaðaruppfærslur
Grunnatriði fyrir Bluetooth og vandamál við tengingu
Virkni og umönnun
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Fylgið skrefunum í ef ekki tekst að tengja Beats-vöruna.
Lesið Notkun mögnunarstillingar og víðómsstillingar á Beats Pill+ til að fá frekari upplýsingar varðandi pörun og notkun NFC.
Ef Beats-varan inniheldur fastbúnað skal staðfesta að hann hafi verið uppfærður í nýjustu fastbúnaðarútgáfu.
Hugsanlega þarf að endurstilla vöruna til að fastbúnaðaruppfærslur verði notaðar og viðurkenndar.
Athugið: Ef vara sem notar rafhlöður sem ekki er hægt að skipta um er endurstillt þarf varan hugsanlega fulla endurhleðslu.
Athugið: Ef varan slekkur óvænt á sér eftir að hún hefur verið endurstillt skal tengja vöruna við straumbreyti eða hleðslutæki sem vitað er að virkar og er tengt við rafmagn og fullhlaða því næst vöruna.
Keyra handvirk próf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessi próf til að einangra orsök vandamálsins:
Sannreynið að Beats-varan spili hljóð án nokkurra vandamála vegna hljóðgæða.
Gangið úr skugga um að varan sé tengd, hlaupi ekki yfir neitt eða missi stjórn á innbyggðri fjarvirkni.
Athugið hvort einkenni vegna tengingar séu til staðar, svo sem:
Ekki hægt að skipta yfir í annan hljóðgjafa
Ekki er hægt að tengjast hljóðgjafa
Ekki er hægt að ljúka við fyrstu uppsetningu
Ekki er hægt að tengjast gegnum Bluetooth
Tenging dettur út eða er slitrótt
Vandamál vegna NFC
Gerið við Beats-vöruna
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsök þess einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal senda Beats-vöruna í pósti til viðgerðaraðila. Lesið Viðgerðir og þjónusta fyrir Beats til að fá sértækar leiðbeiningar.