Úrræðaleit vegna vandamála með rafhlöðu, hleðslu og rafmagn í iPad
Úrræðaleit vegna vandamála með rafhlöðu, hleðslu og rafmagn
Greining vandamála
Lesið tengdar hjálpargreinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
iPad kveikir ekki á sér
Svartur eða auður skjár
Rafhlaða klárast fljótt
Rafhlaða heldur ekki hleðslu
Rafhlaða hleðst ekki með straumbreyti
Tákn fyrir rafhlöðuhleðslu sýnir ekki að iPad sé fullhlaðinn
iPad slekkur á sér strax eftir að hann er tekinn úr sambandi við straumbreyti
Rafhlaðan hleðst ekki eða hleðst hægt eða viðvörun sem tengist notkun rafhlöðu birtist
Ef iPad kveikir ekki á sér eða er frosinn
Notkun straumbreyta, kapla og millistykkja frá Apple með Apple-vörum
Greining á fölsuðum eða óvottuðum fylgihlutum Lightning-tengibúnaðs
iPad tengist ekki eða hleður samhæft tæki með USB-C tenginu
iPad festist ekki segulmagnað við Apple Pencil (2. kynslóð)
iPad hleður ekki segultengda Apple Pencil þráðlaust (2. kynslóð)
Hleðsla og tenging um USB-C tengið á iPad
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Hreinsa iPad. Athugið hvort óhreinindi eru í iPad-hleðslutenginu. Hreinsið tengið varlega með litlum mjúkum bursta sem er ekki úr málmi. Gangið úr skugga um að burstinn sé hreinn og þurr. Notið passlega mörg hár á burstanum til að komast inn í tengið. Snúið hárunum til að losa um og ná út óhreinindum. Burstið óhreinindi frá tenginu til að koma í veg fyrir að þau berist í tengið.
Mikilvægt: Takið fyrst alla kapla úr sambandi og slökkvið á iPad. Ekki nota vörur sem innihalda bleikiefni eða vetnisperoxíð. Forðist að raki komist í op og ekki skal setja iPad á kaf í vökva sem inniheldur hreinsiefni. Notið ekki þrýstiloft.
Gangið úr skugga um notaður sé ráðlagður straumbreytir til að hlaða iPad. Sumir straumbreytar eru hugsanlega ekki nógu aflmiklir til að hlaða iPad.
Notið samhæfan hleðslukapal til að tengja iPad við straumbreyti sem er í sambandi við rafmagn. Ekki nota tölvutengi eða þráðlausa hleðslu. Hlaðið iPad í a.m.k. 10 mínútur. Bíðið í 10 mínútur eða þar til mynd birtist á skjánum.
Athugið: iPad gæti hafa farið í djúpa afhleðslustöðu sem krefst hleðslu í 20 til 30 mínútur til að kveikja á honum. Hleðslutáknið ætti að vera sjáanlegt eftir nokkurra mínútna hleðslu.
Hreyfið kapalinn varlega umhverfis tengið til að ganga úr skugga um að tengingin sé ekki óstöðug. Ef tengingin virðist vera óstöðug þótt notaður sé hleðslukapalall sem virkar er mælt með iPad-þjónustu.
Snúið hleðslukaplinum við.
Takið kapalinn úr sambandi og stingið honum aftur í samband.
Prófið annan hleðslukapal.
Prófið annan USB-C-straumbreyti.
Ef tækið hleðst eða einhver mynd birtist á skjánum, þá er rafmagn á tækinu. Haldið úrræðaleit áfram til að staðfesta virkni rafhlöðu og hleðslu. Ef tækið hleðst ekki eða engin mynd birtist á skjánum eftir 10 mínútna hleðslu þarfnast tækið hugsanlega viðhalds.
Ef Apple Pencil hleðst ekki frá iPad skal prófa eftirfarandi skref:
Gangið úr skugga um að iPad hafi næga rafhlöðuhleðslu til að geta hlaðið Apple Pencil.
Staðfestið samhæfni iPad og Apple Pencil til að tryggja að tækin séu samhæf. Sumar gerðir Apple Pencil festast með segli en hlaðast ekki þráðlaust. Frekari upplýsingar er að finna í samhæfi Apple Pencil. Hægt er að fá aðstoð við að ákvarða gerð iPad í Að ákvarða gerð iPad-tækisins.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða athuga hugsanlegar orsakir skaltu keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að hjálpa til við að einangra orsök vandans:
Fylgið öllum skrefum í Ef iPad kveikir ekki á sér eða er frosinn til að reyna að setja tækið í endurheimtarstillingu. Ef mynd birtist í endurheimtarstillingu skal tengja tækið með kapli sem vitað er að virkar, við tölvu sem keyrir nýjustu útgáfuna af macOS. Ef tölvan þekkir tækið, þá hefur tækið afl. Setjið tækið upp aftur ef beðið er um það.
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðar fyrir farsímatilföng (MRI).
Keyrið greiningarpakkann fyrir hnappa til að prófa virkni hnappa.
Ef það kviknar á tækinu þegar það er tengt við straumbreyti en ekki þegar ýtt er á aflrofann gæti þurft að skipta um aflrofa.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um eftirfarandi hluti í gerðunum iPad Air (M2) og síðari gerðum, iPad Pro (M4) og síðari gerðum, iPad mini (A17 Pro) og iPad (A16):
Skiptið um efsta hnappinn ef bilanagreining á hnappi mistekst eða ef það kviknar á tækinu þegar það er tengt við straumbreyti en ekki þegar ýtt er á aflrofann.
Skiptið um USB-C-tengið þegar vandamál eru með hleðslu um snúru.
Skiptið um rafhlöðu.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og ganga úr skugga um að það ræsi sig að fullu og hlaðist sem skyldi.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Fyrir aðrar gerðir má finna aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.