iPhone 15 Pro efri hátalari

Áður en hafist er handa

 Viðvörun

Lestu Öryggi rafhlöðu og fylgdu leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Fjarlægðu eftirfarandi hluta áður en þú byrjar:

Verkfæri

  • 15 cm viðgerðarbakki

  • ESD-örugg töng

  • JCIS-biti

  • Nítrílhanskar eða lófríir hanskar

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Súperskrúfubiti

  • Átaksskrúfjárn (blátt, 0,65 kgf. cm)

  • Átaksskrúfjárn (grátt, 0,55 kgf. cm)

 Varúð

Ekki snerta TrueDepth-myndavélasamstæðuna eða nálæga hluti til að forðast skemmdir á linsunum.

Losun

  1. Settu hulstrið í viðgerðarbakkann þannig að USB-C tengið snúi að hakinu.

  2. Notaðu átaksskrúfjárn og JCIS-bitann til að fjarlægja stjörnuskrúfuna (efstu) úr efri hátalaranum.

  3. Notaðu átaksskrúfjárnog súperskrúfubita til að fjarlægja súperskrúfuna (neðst til vinstri) úr efri hátalaranum.

  4. Notaðu ESD-örugga töng til að lyfta efri hátalaranum úr hulstrinu.

Samsetning

  1. Notaðu ESD-örugga töng til að staðsetja efri hátalarann í hulstrinu.

  2. Notaðu bláa átaksskrúfjárnið og súperskúfubita til að setja nýja súperskrúfu (923-09571) (1) í efri hátalarann.

  3. Notaðu gráa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að skrúfa eina nýja stjörnuskrúfu (923-05012) (2) í efri hátalarann.

Settu eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: