iPhone 15 Pro myndavél

Áður en hafist er handa

 Viðvörun

Lestu Öryggi rafhlöðu og fylgdu leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Fjarlægðu eftirfarandi hlut áður en þú byrjar:

Verkfæri

  • 15 cm viðgerðarbakki

  • Stillanlegt átaksskrúfjárn (10–34 Ncm)

  • Myndavélarlok

  • ESD-örugg töng

  • JCIS-biti

  • JCIS-biti fyrir stillanlegt átaksskrúfjárn

  • Nítríl- eða lólausir hanskar

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksskrúfjárn (grátt, 0,55 kgf. cm)

 Varúð

  • Þetta ferli krefst kerfisstillingar. Þegar skrefum sundurhlutunar og samsetningar er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið á support.apple.com/self-service-repair.

  • Forðastu að snerta myndavélarlinsurnar, TrueDepth-myndavélina eða nálæga hluta.

Losun

  1. Settu hulstrið í viðgerðarbakkann þannig að USB-C tengið snúi að hakinu.

  2. Settu á þig hanska til að forðast að óhreinka myndavélarlinsurnar.

  3. Notaðu átaksskrúfjárn og JCIS-bitann til að fjarlægja stjörnuskrúfurnar þrjár úr myndavélinni. Settu skrúfurnar til hliðar.

    •  Varúð: Forðastu að snerta linsurnar á myndavélinni.

  4. Lyftu endum myndavélarsnúranna tvegga úr tengjunum.

    • Athugaðu: Tvær efstu myndavélarsnúrurnar hylja þriðju sveigjanlegu snúruna.

  5. Notaðu flata endann á svarta teininum til að lyfta snúrunum tveimur frá. Lyftu svo enda þriðju snúrunnar af tenginu.

  6. Notaðu ESD-örugga töng til að grípa í efra vinstra skrúfgatið á myndavélinni og lyftu myndavélinni upp úr hulstrinu.

    •  Varúð: Ef þú ert að setja myndavélina sem var fyrir upp aftur skaltu setja hana niður þannig að linsurnar snúi niður á vinnusvæðið og myndavélarlokið sé yfir linsunum.

Samsetning

 Varúð

Til að forðast óhreinka linsurnar skaltu ekki fjarlægja myndavélarlokið eða linsuhlífarnar fyrr en þú ætlar að staðsetja myndavélina í hulstrinu.

  1. Vertu í hönskum til að forðast að óhreinka myndavélarlinsurnar.

  2. Notaðu ESD-örugga töng til að grípa í efra vinstra skrúfugat myndavélarinnar.

    • Mikilvægt

      • Til að setja upp nýja myndavél skaltu fjarlægja linsuhlífarnar og halda áfram í skref 3.

      • Ef þú ætlar að setja sömu myndavél upp aftur skaltu fjarlægja myndavélarlokið og kanna hvort linsurnar eru rykugar, rispaðar eða óhreinar. Ef ekkert er að skaltu fara í skref 3. Ef myndavélin er skemmd skaltu endurtaka skref 1 og 2 með nýrri myndavél, fjarlægja linsuhlífarnar og fara áfram í skref 3.

  3. Snúðu myndavélinni þannig að linsan snúi niður og haltu enn um efra skrúfgatið með ESD-öruggri töng. Láttu svo myndavélina síga niður í hulstrið.

  4. Notaðu flata endann á svarta teininum til að lyfta myndavélarsnúrunum tveimur svo þær séu ekki fyrir. Þrýstu svo endanum á snúrunni fyrir neðri myndavélina að tenginu.

  5. Þrýstu endunum á efri snúrunum tveimur að tengjunum.

  6. Ýttu létt á myndavélina til að tryggja að hún sé rétt staðsett.

  7. Stilltu herslugildið á 10–34 Ncm stillanlega átaksskrúfjárninu á 16 Ncm. Notaðu stillanlega átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann fyrir það til að setja nýju stjörnuskrúfurnar tvær (923-09956) (1) (923-09957) (3) í myndavélina.

  8. Stilltu herslugildi á 10–34 Ncm stillanlega átaksskrúfjárninu á 17,5 Ncm. Notaðu stillanlega átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann fyrir það til að setja eina nýja stjörnuskrúfu (923-09958) (2) í myndavélina.

  9. Skoðaðu jarðtengifjöðrina fyrir ofan myndavélina. Ef jarðtengifjöðrin er ekki bogin eða skemmd skaltu klára samsetninguna. Ef jarðtengifjöðrin er bogin eða skemmd skaltu halda áfram í skref 10.

  10. Athugaðu afstöðu jarðtengifjaðrarinnar á myndavélinni. Notaðu síðan taksskrúfjárn og JCIS-bitann til að fjarlægja stjörnuskrúfuna úr jarðtengifjöður myndavélarinnar. Hentu jarðtengifjöðrinni og settu skrúfuna til hliðar.

  11. Settu nýja jarðtengingarfjöður fyrir ofan myndavélina. Notaðu því næst grátt átaksskrúfjárnog JCIS-bita til að setja eina nýja stjörnuskrúfu (923-09909) í jarðtengifjöðrina.

Settu eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

 Varúð

  • Fjarlægðu iPhone úr viðgerðarbakkanum og athugaðu hvort myndavélarlinsurnar séu rykugar, rispaðar eða óhreinar. Ef þær eru óhreinar skaltu endurtaka öll skref til að fjarlægja og setja upp nýja myndavél.

  • Þegar skrefum sundurhlutunar og samsetningar er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið á support.apple.com/self-service-repair.

  • Í kerfisstillingu þarf að kvarða LiDAR-skannann. Undirbúðu þig fyrir kvörðun með því að fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Notaðu vel lýst svæði sem er með hluti af mismunandi stærðum og gerðum.

  2. Sittu eða stattu í rúmlega 1 metra fjarlægð frá hlutunum.

  3. Haltu tækinu lóðréttu og láttu olnbogann hvíla á líkamanum til að halda handleggnum stöðugum.

  4. Hefðu skönnun með því að fara fram og til baka vinstra og hægra megin frá upphafspunktinum. Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast á skjá tækisins.

Athugaðu: Kvörðunarferlið tekur um það bil 5 mínútur.

Birt: