iPhone 15 Plus TrueDepth-myndavél

 Viðvörun

  • Lesið Öryggi með rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

  • TrueDepth-myndavélin inniheldur einn eða fleiri geisla. Ef TrueDepth myndavélin er tekin í sundur, hún skemmsit eða ekki eru notaðir ósviknir Apple varahlutir getur það valdið hættulegri innrauðri leysigeislun sem gæti valdið meiðslum á augum eða húð.

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • 17 cm viðgerðarbakki

  • ESD-flísatöng með gripi

  • Micro stix-bor

  • Nítrílhanskar eða viðloðsfríir hanskar

  • Nemi úr næloni (svartstöng)

  • Átaksmælir (svartur, 0,35 kgf. cm)

  • USB-C hleðslusnúra

 Varúð

Forðastu að snerta linsurnar á myndavélinni, fjöðrun á TrueDepth-myndavél eða nálæga hluta.

Mikilvægt

  • Ef þú skiptir um þennan hluta er mælt með því að keyra Viðgerðarþjónustu til að virkja öryggiseiginleika. Viðgerðarþjónusta verður tiltæk á tækinu eftir að þú hefur lokið öllum skrefum við að setja það saman aftur.

  • Sum skref eru aðeins fyrir iPhone gerðir með mmWave-loftneti.

Fjarlæging

mikilvægt

Það er mælt með að vera í hönskum til að forðast að óhreinka myndavélarlinsurnar.

  1. Notaðu áttaksskrúfjárn og Micro stix-bor til að fjarlægja tvær þríblaða skrúfur úr tengihúsi TrueDepth myndavélarinnar. Setjið skrúfurnar til hliðar. Fjarlægðu hlífina á tengihúsi TrueDepth-myndavélarinnar og geymdu hana fyrir samsetningu.

  2. Lyftu endum víranna tveggja á TruDepth-myndavélinni af tenglunum. Haltu vírunum varlega saman og lyftu TrueDepth-myndavélinni upp úr umgjörðinni.

    • Mikilvægt: Ef iPhone er með mmWave-loftneti eru loftnetin 2 á glerbakhliðinni tengd á strikalínunni eins og sýnt er. Lyftu endum loftnetsvíranna tveggja á glerbakhliðinni af tenglinum til að komast í TrueDepth myndavélartenglana.

Samsetning

  1. Vertu í hönskum til að forðast að óhreinka myndavélarlinsurnar.

  2. Skoðaðu TrueDepth-myndavélareininguna. Ef hún er skemmd skaltu skipta um TrueDepth-myndavélina.

  3. Notaðu ESD-flísatöng með gripi til að fjarlægja hlífina af TrueDepth-myndavélinni.

  4. Settu TrueDepth-myndavélina í umgjörðina.

  5. Lyftu endum myndavélarvíranna tveggja á TrueDepth af tenglunum.

    • Mikilvægt: Ef iPhone er með mmWave-loftneti skaltu þrýsta endum á báðum mmWave-loftnetsvírunum á glerbakhliðinni að tenglinum eins og sýnt er með stirkalínunum.

  6. Settu tengihús TrueDepth-myndavélarinnar yfir endana á snúrunum.

  7. Notaðu svarta átaksskrúfjárnið og Micro stix-borinn til að festa tvær nýjar þríblaða skrúfur (923-09819) í tengihús TrueDepth-myndavélarinnar .

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Mikilvægt

Eftir að þú hefur lokið öllum skrefum við að setja saman aftur verður viðgerðarþjónusta tiltæk á tækinu og nauðsynleg til þess að virkja öryggiseiginleika. Lærðu hvernig á að hefja viðgerðarþjónustu.

Birt: