Mac Pro (Rack, 2023) fremra inntaks-/úttaksborð

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (0,3–1,2 Nm)

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Verkfæri fyrir loftnet

  • Torx Plus 3IP 25 mm biti

  • Torx Plus 5IP 50 mm biti

  • Torx Plus 8IP 89 mm biti

  • USB-C hleðslukapall

 Varúð

Þessi aðgerð krefst kerfisstillingar (System Configuration). Þegar skrefum sundurhlutunar og samsetningar er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið á support.apple.com/self-service-repair.

Losun

  1. Fjarlægið hlífina af fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  2. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 5IP-bita til að fjarlægja tvær 5IP-skrúfur (923-03446) úr tengihlíf fremra inntaks-/úttaksspjaldsins á þeirri hlið sem inntaks-/úttaksspjaldið er. Fjarlægið hlífina og geymið hana fyrir samsetningu.

  3. Takið endana þrjá á sveigjanlegum kapli inntaks-/úttaksspjaldsins úr sambandi við tengin á inntaks-/úttaksspjaldinu. Fjarlægið sveigjanlega kapalinn og geymið fyrir samsetningu.

  4. Takið endann á sveigjanlegum kapli aflrofans úr tenginu á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  5. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 5IP-bita til að fjarlægja fjórar 5IP-skrúfur (923-03445) úr fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  6. Snúið tölvunni við. Fjarlægið hlífina neðan á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  7. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 5IP-bita til að fjarlægja fjórar 5IP-skrúfur (923-03457) úr tengihlíf loftnetsins. Fjarlægið hlífina og geymið hana fyrir samsetningu.

  8. Notið loftnetsverkfærið til að taka endana á fjórum samása loftnetsköplunum úr sambandi við tengin á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  9. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 3IP-bita til að fjarlægja tvær 3IP-skrúfur (923-03447) úr leiðsluklemmum samása loftnetskapalsins.

  10. Takið endann á sveigjanlegum kapli hússkynjarans úr tenginu á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  11. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og 8IP-bitann til að fjarlægja þrjár 8IP-skrúfur (923-03436) úr festingu fremra inntaks-/úttaksspjaldsins.

  12. Lyftið festingu fremra inntaks-/úttaksspjaldsins lítillega. Fjarlægið síðan fremra inntaks-/úttaksspjaldið varlega af fremri plötunni.

    •  Varúð: Samása loftnetskaplarnir eru festir við hliðarnar á festingu fremra inntaks-/úttaksspjaldsins. Passið að skemma ekki kaplana þegar festingunni er lyft örlítið frá fremri plötunni.

Samsetning

  1. Rennið fremra inntaks-/úttaksspjaldinu undir festingu fremra inntaks-/úttaksspjaldsins. Látið skrúfugötin á festingunni flútta við skrúfugötin á fremri plötunni.

  2. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og 8IP-bitann til að skrúfa lauslega þrjár 8IP-skrúfur (923-03436) í festingu fremra inntaks-/úttaksspjaldsins.

  3. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 25 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 5IP-bita til að skrúfa fjórar 5IP-skrúfur (923-03445) aftur í fremra inntaks-/úttaksspjaldið.

    •  Varúð: Gangið úr skugga um að engir kaplar séu fastir á milli fremra inntaks-/úttaksspjaldsins og festingar fremra inntaks-/úttaksspjaldsins áður en skrúfurnar eru settar aftur í, til að koma í veg fyrir skemmdir.

  4. Stingið báðum endum USB-C hleðslukapalsins í samband við tengin til að tryggja að fremra inntaks-/úttaksspjaldið sé á sínum stað. Stillið af fremra inntaks-/úttaksspjaldið þar til auðvelt er að stinga endum kapalsins inn og fjarlægja þá.

  5. Stillið herslugildi 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælisins á 0,5 Nm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 8IP-bitann til að skrúfa þrjár 8IP-skrúfur alveg í festingu fremra inntaks-/úttaksspjaldsins.

  6. Takið báða enda USB-C hleðslukapalsins úr sambandi.

  7. Þrýstið endanum á sveigjanlegum kapli hússkynjarans í tengið á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

    • Mikilvægt: Gangið úr skugga um að sveigjanlegur kapall hússkynjarans sé fyrir neðan samása loftnetskaplana eins og sýnt er.

  8. Notið bitlausa enda loftnetsverkfærisins til að ýta endum samása loftnetskaplanna inn í tengin í þeirri röð sem sýnd er.

    • Mikilvægt: Gangið úr skugga um að samása loftnetskapallinn lengst til vinstri (2) sé yfir miðjuköplunum tveimur (3,4) eins og sýnt er.

  9. Leggið tengihlíf loftnetsins yfir enda samása loftnetskaplanna.

  10. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 19 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 5IP-bita til að skrúfa fjórar 5IP-skrúfur (923-03457) aftur í tengihlíf loftnetsins.

  11. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 11,5 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 3IP-bitann til að skrúfa tvær 3IP-skrúfur (923-03447) aftur í leiðsluklemmur samása loftnetskapalsins.

  12. Þrýstið hlífinni neðan á fremra inntaks-/úttaksspjaldið.

  13. Snúið tölvunni við.

  14. Þrýstið endanum á sveigjanlegum kapli aflrofans í tengið á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  15. Þrýstið endunum þremur á sveigjanlegum kapli fremra inntaks-/úttaksspjaldsins í tengin á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  16. Setjið tengihlíf fremra inntaks-/úttaksspjaldsins yfir endana þrjá á sveigjanlegum kapli fremra inntaks-/úttaksspjaldsins á þeirri hlið sem fremra inntaks-/úttaksspjaldið er.

  17. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 25 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 5IP-bita til að skrúfa tvær 5IP-skrúfur (923-03446) aftur í tengihlíf fremra inntaks-/úttaksspjaldsins.

  18. Þrýstið hlífinni ofan á fremra inntaks-/úttaksspjaldið.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

 Varúð

Eftir að lokið hefur verið að fjarlægja allt og setja það saman skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið á support.apple.com/self-service-repair.

Birt: