Mac Pro (2023) og Mac Pro (Rack, 2023) aflgjafi

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Phillips-skrúfjárn nr. 1

  • Stillanlegur átaksmælir (0,3–1,2 Nm)

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Torx Plus 8IP 89 mm biti

Losun

  1. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og 8IP bita til að fjarlægja 8IP-skrúfuna (923-03408) úr jarðfestingu aflgjafans.

  2. Notið Phillips-skrúfjárnið nr. 1 til að losa fjórar Phillips-skrúfur nr. 1 af vinstri klemmuplötunni að fullu. Fjarlægið klemmuplötuna og geymið hana fyrir samsetningu.

    • Athugið:

  3. Setjið slétta enda svarta teinsins fyrir aftan vinstri hlið aflgjafans og haldið um hægri hliðina. Togið síðan í aflgjafann frá báðum hliðum, beint út úr rúmrammanum.

Samsetning

Mikilvægt

Athugið hvort einhverjar skemmdir eða misfellur séu á aflgjafaþétti áður en aflgjafanum er komið fyrir aftur.

  1. Setjið aflgjafann í rúmrammann eins og sýnt er. Ýtið þétt og jafnt þar til aflgjafinn er kominn alveg inn.

  2. Stillið herslugildi 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælisins á 0,55 Nm. Notið stillanlega átaksmælinn og 8IP-bitann til að skrúfa 8IP-skrúfuna (923-07096) aftur í jarðfestingu aflgjafans.

  3. Setjið vinstri klemmuplötuna eins og sýnt er. Notið síðan Phillips-skrúfjárnið nr. 1 til að herða fjórar Phillips-skrúfur nr. 1 á klemmuplötunni að fullu.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: