Mac Pro (Rack, 2023) fremri plata

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (0,3–1,2 Nm)

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Torx Plus 5IP 50 mm biti

  • Torx Plus 8IP 89 mm biti

Losun

  1. Fjarlægið hlífina neðan á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  2. Takið endann á sveigjanlegum kapli hússkynjarans úr tenginu á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

  3. Snúið tölvunni við. Flettið svo límbandinu á sveigjanlegum kapli samása loftnetskaplanna og aflrofans af húsinu.

  4. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 5IP bita til að fjarlægja tvær 5IP skrúfur (923-03412) úr tengihlíf fremra inntaks-/úttaksspjaldsins á þeirri hlið sem móðurborðið er. Fjarlægið hlífina og geymið hana fyrir samsetningu.

  5. Takið endana tvo á sveigjanlegum kapli inntaks-/úttaksspjaldsins úr sambandi við tengin á móðurborðinu.

  6. Notið síðan svarta teininn til að losa um límið á milli sveigjanlegs kapals inntaks-/úttaksspjaldsins og móðurborðsins.

  7. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og 8IP-bitann til að fjarlægja sex 8IP-skrúfur (923-03881) (1) (923-03442) (2), þrjár á sitthvorri hlið hússins.

  8. Togið fremri plötuna frá húsinu til að fjarlægja hana.

Mikilvægt

Ef verið er að skipta um fremri plötu skal fjarlægja eftirfarandi hluti og halda þeim til haga fyrir samsetningu:

Samsetning

Mikilvægt

Ef verið er að skipta um fremri plötu skal koma eftirfarandi hlutum fyrir á nýju plötunni:

  1. Látið raufarnar á fremri plötunni flútta við frambrúnir hússins. Ýtið síðan fremri plötunni þétt upp að húsinu.

  2. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og 8IP-bitann til að skrúfa lauslega sex 8IP-skrúfur (923-03881) (1) (923-03442) (2), þrjár í hvora hlið hússins.

  3. Setjið topphlífina ofan á húsið eins og sýnt er. Setjið brún topphlífarinnar við raufina á fremri plötunni.

  4. Gangið úr skugga um að langbrúnir topphlífarinnar flútti við raufarnar á húsinu.

  5. Ýtið þétt á topphlífina nálægt losunarstöngunum þar til þær smella á sinn stað.

  6. Stillið herslugildi 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælisins á 1 Nm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 8IP-bitann til að fastherða sex 8IP-skrúfur, þrjár hvorum megin á húsinu.

    • Athugið: Á myndinni hefur topphlífin verið fjarlægð en í þessu skrefi á topphlífin að vera á sínum stað.

  7. Rennið klinkunum beggja vegna topphlífarinnar í ólæsta stöðu. Hallið síðan topphlífinni upp.

  8. Togið topphlífina af fremri plötunni og leggið hana til hliðar.

  9. Þrýstið endanum á sveigjanlegum kapli hússkynjarans í tengið á fremra inntaks-/úttaksspjaldinu.

    • Mikilvægt: Gangið úr skugga um að sveigjanlegur kapall hússkynjarans sé fyrir neðan samása loftnetskaplana eins og sýnt er.

  10. Þrýstið hlífinni neðan á fremra inntaks-/úttaksspjaldið.

  11. Snúið tölvunni við.

  12. Þrýstið báðum endum sveigjanlegra kapla fremra inntaks-/úttaksspjaldsins í tengin á móðurborðinu. Þrýstið síðan á sveigjanlega kapalinn til að festa hann við móðurborðið eins og sýnt er.

  13. Setjið tengihlíf fremra inntaks-/úttaksspjaldsins yfir endana tvo á sveigjanlegum kapli fremra inntaks-/úttaksspjaldsins á þeirri hlið sem móðurborðið er.

    • MIKILVÆGT: Gangið úr skugga um að hægri hlið tengihlífarinnar flútti við brún móðurborðsins eins og sýnt er.

  14. Stillið herslugildi 10-34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 16 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 5IP bita til að skrúfa tvær 5IP skrúfur (923-03412) aftur í tengihlíf fremra inntaks-/úttaksspjaldsins.

  15. Límið límbandið á sveigjanlegum kapli samása loftnetskaplanna og aflrofans á húsið.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: