Apple Silicon iMac: Vandamál með vélbúnað

Úrræðaleit vegna tölvu sem er óvenjulega heit viðkomu, óvenjuleg lykt kemur frá henni eða hún gefur frá sér mikinn hávaða, suð eða titring

Úrræðaleit vegna vandamála með stand eða löm

Úrræðaleit vegna tölvu sem er óvenjulega heit viðkomu, óvenjuleg lykt kemur frá henni eða hún gefur frá sér mikinn hávaða, suð eða titring

Greining vandamála

Lesið þessar greinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:

  • Tölvan eða straumbreytirinn er óvenjulega heit(ur) viðkomu

    • Athugið: Borðtölvur hitna og heyrist meira í þeim við mikla notkun og einnig við fyrstu uppsetningu og atriðaskráningu Spotlight. Þetta er eðlileg virkni og er ekki vísbending um þjónustuvandamál.

  • Tölvan eða straumbreytirinn gefur frá sér bruna- eða reyklykt eða aðra óvenjulega lykt

  • Tölvan eða straumbreytirinn gefur frá sér hávaða eða titring

  • Mikill hávaði í viftu tölvunnar

Um viftur og hávaða frá viftum í Apple-vörunni þinni

Skoða orkunotkun í aðgerðaskjá Mac-tölvu

Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.

Prófið að fylgja þessum skrefum áður en haldið er áfram í sértæka úrræðaleit

  1. Berðu vinnsluhitastig tölvunnar saman við svipaða tölvu.

  2. Aftengið öll jaðartæki frá tölvunni.

  3. Færið tölvuna á annan stað og stingið rafmagnskapli í samband við aðra rafmagnsinnstungu og athugið síðan hvort hægt sé að útiloka eitthvert hljóð. Hávaði getur tengst truflunum frá öðrum rafmagnstækjum sem eru í gangi nálægt tölvunni eða eru tengd við sömu innstungu.

  4. Gangið úr skugga um að tölvan sé á sléttu, hörðu yfirborði á svæði sem stíflar ekki loftop og athugið síðan hvort vandamálið með hitann hafi lagast.

  5. Skoðið tölvuna til að leita að vísbendingum um að vökvi hafi komist í hana. Vökvi getur valdið skammhlaupi í innri rafrásum stöðvað viftuna.

Keyra greiningarpróf

Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða leita að hugsanlegum orsökum skal keyra greiningarpakka Mac Resource Inspector (MRI) til að einangra orsök vandamálsins.

Athugið: Þessi greiningarpakki gengur úr skugga um að mælingar hitaskynjara séu innan marka. Athugið niðurstöður MRI í leit að viðvörunum eða bilunum í aflgjafa, viftu eða hitaskynjara.

Opnið tölvuna og skoðið hana

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðarhandbókina til að opna og skoða tölvuna. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.

  1. Fylgið ferlunum í viðgerðarhandbókinni til að opna tölvuna.

  2. Skoðið innri hluti og hólfið í leit að vísbendingum um hnjask, vökvaskemmdir, óhreinindi eða brunnin eða sviðin svæði.

  3. Leitið að uppsöfnuðu ryki eða ló á svæðum í kringum kæliplötuna og vifturnar. Notið ESD-öruggt lofttæmi eða þrýstiloft til að fjarlægja varlega ryk og óhreinindi af kæliplötu og viftum. Gangið úr skugga um að hvor vifta snúist óhindrað og ekkert sé fyrir henni.

Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Skiptið um hlutinn

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um viðkomandi viftu.

Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Úrræðaleit vegna vandamála með stand eða löm

Greining vandamála

  • Laus standur eða löm

  • Beygður eða brotinn standur eða löm

Keyra handvirkar prófanir

Keyrið þessi handvirku próf til að einangra orsök vandamálsins:

  1. Skoðið standinn. Gangið úr skugga um að standurinn haldi iMac-tölvunni kyrfilega í uppréttri stöðu án þess að vagga þegar hann er settur á slétt, hart og mjúkt yfirborð.

  2. Skoðið lömina. Hreyfið iMac-tölvuna fram og aftur á löminni og hlustið eftir hávaða. Athugið hvort lömin hreyfist eðlilega - hvorki stíf né laus - þar sem hún heldur iMac-tölvunni í réttri stöðu. Lömin ætti að hreyfast mjúklega allan tímann.

  3. Skoðið flansbúnaðinn í leit að skertri hreyfingu eða skemmd á löm.

  4. Komið iMac fyrir á flötum og stöðugum fleti. Á meðan annar aðili þrýstir niður á standinn skal standa fyrir framan iMac-tölvuna og taka þétt utan um báðar hliðar iMac-hlífarinnar og reyna að snúa hlífinni til vinstri og hægri. Hlífin ætti ekki að hreyfast. Berið þessa stöðu saman við svipa gerð iMac-tölva. Ef hlífin snýst óeðlilega mikið er hugsanlegt að festingar vélbúnaðarins inni í hlífinni séu ekki lengur tryggilega festar og því gæti þurft að skipta um hlíf.

  5. Komið iMac fyrir á flötum og stöðugum fleti og athugið hvort önnur hlið iMac virðist sitja hærra eða lægra en hin hliðin.

  6. Gangið úr skugga um að bæði standurinn og lömin virki rétt og að haldi iMac-tölvunni kyrfilega í öllum eðlilegum uppréttum stöðum.

Skiptið um hlutinn

Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal íhuga að skipta út íhlut.

  • Skiptið um stand ef hann er t.d. óstöðugur eða sjást skemmdir á honum.

  • Skiptið um flansbúnaðinn ef hreyfing lamar er skert eða finnst skemmd á flansbúnaðinum.

  • Skiptið um hlíf ef iMac-tölvan er laus á standinum eða hallast.

Athug: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.

Birt: