Fartölvulyklar

Áður en hafist er handa

Hvernig hægt er að þrífa lyklaborð MacBook eða MacBook Pro.

Ef þrifin leystu ekki vandamálið skal halda lestrinum áfram til að:

  • Kynna sér mismunandi lyklahluta — skoðið sundurliðað yfirlit hér að neðan

  • Safna saman nauðsynlegum verkfærum

  • Gera sér grein fyrir hönnun lyklaborðsins

  • Vera með á hreinu hvaða lykil á að skipta um

  • Ákveða, þegar lykill er fjarlægður, hvort einnig þurfi að skipta um skærabúnað lykilsins

Sundurliðað yfirlit yfir lykil

  • Lykill (1)

  • Festingar (2)

  • Lamir (3)

  • Skærapinnar (4)

  • Skærabúnaður (5)

  • Skærapinnar (6)

  • Málmkrókar (efri) (7)

  • Málmkrókar (neðri) (8)

  • Kúpull (9)

Verkfæri

  • Þrýstiloft

  • ESD-örugg flísatöng

  • Stillistangir fyrir lykla (suma stóra lykla þarf að fjarlægja með tveimur stillistöngum)

  • Örfínn frotteklútur

  • Kjaftatöng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Fyrirframklipptir límborðar (1x0,5)

  • Fyrirframklipptir límborðar (1x1)

 Varúð

  • Límið á fyrirframklipptu límborðunum sem notaðir eru til að fjarlægja lykla er mjög sterkt. Ef stillistöngin er óvart sett á rangan lykil þarf að fjarlægja þann lykil og setja nýjan í.

  • Aðeins má nota límborða einu sinni. Skipta þarf um límborða í hvert sinn sem lykill er fjarlægður.

  • Setjið ávallt nýjan lykil í stað lykilsins sem var fjarlægður. Ekki nota eldri lykla aftur.

  • Þrýstið létt á lykilinn til að límið nái festingu. Ekki beygja topphulstrið þegar stillistönginni er þrýst á lykilinn.

  • Skiptið út topphulstrinu ef ísetning á nýjum lykli leysir ekki vandamálið.

Mikilvægt

Áður en skipt er um lykil skal skoða skærabúnaðinn, kúpulinn og málmkrókana í lyklastæðinu:

  • Gangið úr skugga um að skærabúnaðurinn sé í lyklastæðinu. Ef svo er ekki skal setja í nýjan skærabúnað.

  • Notið svarta teininn til að hreyfa skærabúnaðinn varlega upp og niður (1). Gangið úr skugga um að skærabúnaðurinn hreyfist auðveldlega og liggi flatur þegar hann er losaður. Ef það gerist ekki skal skipta um skærabúnað.

  • Ýtið á og sleppið kúplinum (2) — hann ætti að skjótast aftur upp. Ef kúpullinn er skemmdur eða ekki fyrir miðju skal skipta um topphulstrið.

  • Ef neðri krókurinn er boginn (3) skal reyna að beygja hann aftur þannig að hann myndi 90 gráðu horn.

  • Ef efri krókurinn er boginn (4) skal nota kjaftatöng til að rétta hann.

  • Ef neðri eða efri krókur er brotinn eða boginn og ekki er hægt að gera við hann skal skipta um topphulstrið.

Auðkenning lyklaborðs

Áttið ykkur á hönnun lyklaborðsins með því að bera færslulykilinn saman við myndirnar:

ANSI

ISO

JIS

Auðkenning lykils

Finnið út hvaða lykil er verið að skipta um, farið yfir í viðeigandi efnisatriði og gangið úr skugga um að upplýsingarnar þar eigi við um þessa fartölvugerð.

Birt: