Skærabúnaður

Veldu viðeigandi lyklaborðskort hér að neðan:

Athugaðu: Skref sundurhlutunar og samsetningar á skærabúnaði eru þau sömu fyrir allar gerðir.

Kort

  • Hvert tákn á kortunum hér að neðan samsvarar tákni á auðkenniskorti skærabúnaðar og skærapokanum.

  • Blár segir til um hvar smellurnar eru og grænn táknar tengistangirnar.

MacBook Air (M1, 2020)

ANSI

ISO

JIS

MacBook Pro (13 tommu, M1, 2020; og 13 tommu, M2, 2022)

ANSI

ISO

JIS

MacBook Air (M2, 2022) eða nýrri og MacBook Pro (14 tommu og16 tommu, 2021) eða nýrri

ANSI

ISO

JIS

Losun

Mikilvægt

  • Ekki fjarlægja skærabúnað nema hann sé skemmdur. Hægt er að finna réttan varahlut í Auðkenni skærabúnaðar.

  • Mundu legu skærabúnaðarins áður en hann er fjarlægður.

  1. Notaðu svarta teininn til að losa skærapinnana frá neðri krókunum.

  2. Notaðu töng til að lyfta skærabúnaðinum úr stæðinu.

  3. Skoðaðu lyklastæðið:

    • Kúpullinn ætti að skjótast aftur upp þegar ýtt er á hann og honum sleppt. Ef kúpullinn er skemmdur eða ekki fyrir miðju skal skipta um topphulstrið.

    • Ef neðri krókurinn er boginn skal reyna að beygja hann aftur þannig að hann myndi 90 gráðu horn.

    • Ef efri krókurinn er boginn skal nota kjaftatöng til að rétta hann.

    • Ef neðri eða efri krókur er brotinn eða boginn og ekki er hægt að gera við hann skal skipta um topphulstrið.

Samsetning

  1. Notaðu þrýstiloft til að hreinsa lyklastæðið.

    • Athugaðu: Ef þrýstiloft losar ekki sýnileg óhreinindi skal nota svarta teininn og losa óhreinindin varlega frá.

  2. Notaðu ESD-örugga töng til að koma skærunum fyrir í stæðinu og festa þau við efri krókana.

  3. Notaðu svarta teininn til að festa skærapinnana á neðri krókana. Pinninn er fastur í eins og sýnt er (1). Pinninn er ekki fastur í eins og sýnt er (2).

  4. Notaðu svarta teininn til að hreyfa skærabúnaðinn varlega upp og niður. Gakktu úr skugga um að skærabúnaðurinn hreyfist auðveldlega og liggi flatur þegar honum er sleppt.

Auðkenni skærabúnaðar

Berðu skærabúnaðinn saman við merkið til að finna réttan varahlut. Ekki skipta um skærabúnað nema hann sé brotinn.

A1

B1

C1

D1

E1

F1

G1

H1

I1

J1

K1

L1

MacBook Air (M1, 2020) eingöngu

Birt: