Kaplar fyrir stúdíóskjá

Áður en hafist er handa

 Hætta

Gangið úr skugga um að rafmagnskapallinn sé ekki í sambandi við rafmagn.

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • ESD-örugg flísatöng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Stoðfleygssett fyrir hallastillanlegan stand

  • Stoðfleygssett fyrir halla- og hæðarstillanlegan stand

Losun

Mikilvægt

Gætið þess að stoðfleygurinn sé á milli hússins og standsins til að halda húsinu á sínum stað.

  1. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja pólýesterfilmuna af báðum endum sveigjanlegs kapals birtuskynjara. Notið síðan svarta teininn til að spenna upp lásarmana og taka enda sveigjanlega kapalsins úr sambandi.

  2. Notið svarta teininn til að fletta sveigjanlegum kapli birtuskynjarans af skjánum og fjarlægja hann.

  3. Grípið um enda rafmagnskapals DisplayPort og rennið honum úr tenginu (1).

  4. Togið í flipann til að opna lásarminn á sveigjanlegum kapli DisplayPort-merkis (2). Takið síðan enda sveigjanlega kapalsins úr sambandi við tengið (3).

  5. Notið svarta teininn til að fletta kapli DisplayPort-merkis af hægri hátalaranum og fjarlægja hann (4).

  6. Notið svarta teininn til að fletta kapalhlífinni af miðju hússins. Fjarlægið kapalhlífina og geymið fyrir samsetningu.

    • Mikilvægt: Hafið í huga hvernig leiðslur snúa fyrir samsetningu.

  7. Togið í flipann til að opna lásarminn á sveigjanlegum kapli myndavélarinnar. Takið síðan enda sveigjanlega kapalsins úr sambandi við tengið.

  8. Notið svarta teininn til að fletta sveigjanlegum kapli myndavélarinnar af húsinu og fjarlægja hann.

  9. Grípið um enda sveigjanlegs kapals fyrir baklýsingu skjás og rennið honum úr tenginu.

  10. Notið svarta teininn til að fletta skjákapli baklýsingar af húsinu og fjarlægja hann.

  11. Fylgið skerfunum til að fjarlægja hægri viftuna.

  12. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja pólýesterfilmuna. Notið slétta enda svarta teinsins til að spenna upp lásarminn. Takið síðan enda sveigjanlega kapals hægri viftu úr sambandi.

  13. Notið svarta teininn til að fletta skjákapli baklýsingar af húsinu og fjarlægja hann.

  14. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja pólýesterfilmuna á enda móðurborðsins af sveigjanlegum kapli hljóðnemans (1). Notið slétta enda svarta teinsins til að halda inni „PUSH“ hnappinum á ZIF-tengi móðurborðsins. Notið svo ESD-örugga töng til að taka enda sveigjanlega kapalsins úr sambandi við tengið.

  15. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja pólýesterfilmuna á enda hljóðnemans af sveigjanlegum kapli hljóðnemans (2). Notið slétta enda svarta teinsins til að halda inni „PUSH“ hnappinum á ZIF-tengi hljóðnemans. Notið svo ESD-örugga töng til að stinga hinum enda sveigjanlega kapalsins í samband við tengið.

  16. Notið svarta teininn til að fletta sveigjanlegum kapli hljóðnemans af húsinu og fjarlægja hann.

  17. Fylgið skerfunum til að fjarlægja vinstri viftuna.

  18. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja pólýesterfilmuna á vinstri enda sveigjanlega viftukapalsins. Notið slétta enda svarta teinsins til að spenna upp lásarminn. Takið síðan enda sveigjanlega kapals vinstri viftu úr sambandi.

  19. Notið svarta teininn til að fletta vinstri sveigjanlega viftukaplinum af húsinu og fjarlægja hann.

Samsetning

  1. Staðsetjið sveigjanlegan kapal vinstri viftu í húsinu eins og sýnt er.

  2. Stingið enda sveigjanlega kapalsins fyrir vinstri viftu í samband við tengið á móðurborðinu. Notið svarta teininn til að spenna niður lásarminn. Þrýstið síðan pólýesterfilmunni til að hún festist við enda sveigjanlega kapalsins.

  3. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta meðfram lengd sveigjanlegs kapals vinstri viftu svo hann festist við húsið.

  4. Fylgið skrefunum til að setja aftur upp vinstri viftuna.

  5. Staðsetjið sveigjanlegan kapal hljóðnema í húsinu eins og sýnt er.

  6. Stingið öðrum endanum á sveigjanlegum kapli hljóðnemans í samband við tengið á hljóðnemanum. Gangið úr skugga um að sveigjanlegi kapallinn sé alveg inni. Þrýstið síðan pólýesterfilmunni til að hún festist við enda sveigjanlega kapalsins.

  7. Stingið hinum endanum á sveigjanlegum kapli hljóðnemans í samband við tengið á móðurborðinu. Gangið úr skugga um að kapallinn sé alveg inni. Þrýstið síðan pólýesterfilmunni til að hún festist við enda sveigjanlega kapalsins.

  8. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta meðfram lengd sveigjanlegs kapals svo hann festist við húsið.

  9. Staðsetjið sveigjanlegan kapal hægri viftu í húsinu.

  10. Stingið enda sveigjanlega kapalsins fyrir hægri viftu í samband við tengið á móðurborðinu. Notið svarta teininn til að spenna niður lásarminn. Þrýstið síðan pólýesterfilmunni til að hún festist við enda sveigjanlega kapalsins.

  11. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta meðfram lengd sveigjanlegs kapals hægri viftu svo hann festist við húsið.

  12. Fylgið skrefunum til að setja aftur upp hægri viftuna.

  13. Komið skjákapli baklýsingar fyrir í húsinu.

  14. Stingið báðum endunum á skjákapli baklýsingar í samband við tengin á móðurborðinu.

  15. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta meðfram lengd kapals baklýsingar svo hún festist við húsið.

  16. Komið sveigjanlegum kapli myndavélar fyrir í húsinu.

  17. Stingið öðrum endanum á sveigjanlegum kapli myndavélarinnar í samband við tengið á móðurborðinu. Notið svarta teininn til að spenna niður lásarminn.

  18. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta meðfram lengd sveigjanlegs kapals myndavélarinnar svo hann festist við húsið.

  19. Notið svarta teininn til að setja kapalhlífina yfir kaplana fyrir miðju hússins. Þrýstið svo á brúnir kapalhússins til að festa hana við húsið.

  20. Komið kapli DisplayPort-merkis fyrir í brautinni á hægri hátalaranum.

  21. Stingið enda rafmagnskapals DisplayPort í samband við tengið á móðurborðinu (1).

  22. Stingið enda sveigjanlega kapals DisplayPort-merkis í samband við tengið á móðurborðinu (2). Notið svarta teininn til að spenna niður lásarminn (3).

  23. Rennið slétta enda svarta teinsins eftir kaplinum til að festa hann við brautina á hægri hátalaranum (4).

  24. Komið sveigjanlegum kapli birtuskynjara fyrir í brautinni á hægri hátalaranum.

  25. Stingið hvorum enda á sveigjanlegum kapli birtuskynjara í samband við tengin á skjánum. Notið svo svarta teininn til að spenna niður lásarmana. Þrýstið niður pólýesterfilmunni til að festa hana við enda sveigjanlega kapalsins.

  26. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta meðfram lengd sveigjanlegs kapals birtuskynjara svo hann festist við skjáinn.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: