Stúdíóskjár Hægri vifta

Áður en hafist er handa

 Hætta

Gangið úr skugga um að rafmagnskapallinn sé ekki í sambandi við rafmagn.

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • ESD-örugg flísatöng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Stoðfleygssett fyrir hallastillanlegan stand

  • Stoðfleygssett fyrir halla- og hæðarstillanlegan stand

  • Torx T5-biti

  • Torx T5-skrúfjárn

Losun

Mikilvægt

Gætið þess að stoðfleygurinn sé á milli hússins og standsins til að halda skjánum á sínum stað.

  1. Notið T5 skrúfjárnið til að fjarlægja sex langar T5 skrúfur (923-07140) úr viftunni.

  2. Notið svarta teininn til að losa varlega um límið á milli sveigjanlegs kapals viftunnar og hússins eins og sýnt er.

    • Athugið: Ef límið er losað frá myndast meira pláss til að taka kapalinn úr sambandi fyrir aftan viftuna.

  3. Lyftið viftunni frá botninum, frá hátalaranum.

  4. Lækkið viftuna frá efri hluta hússins.

  5. Snúið viftunni til að fá beinan aðgang að tengi fyrir sveigjanlegan kapal viftu.

  6. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja límhlífina af kapli viftunnar. Notið síðan svarta teininn til að spenna upp lásarminn.

  7. Takið enda sveigjanlega kapalsins úr sambandi. Fjarlægið síðan viftuna úr húsinu.

Samsetning

  1. Staðsetjið viftuna þannig að sveigjanlegur kapall viftunnar nái til tengisins á bakhlið viftunnar. Tengið síðan sveigjanlegan kapal viftunnar við tengið.

  2. Notið svarta teininn til að spenna niður lásarminn á sveigjanlegum kapli viftunnar. Setjið límhlífina aftur á. Snúið síðan viftunni í átt að húsinu.

  3. Stingið viftunni í húsið að ofan.

  4. Staðsetjið efri hluta viftunnar við hliðina á hátalaranum. Staðsetjið síðan neðri hluta viftunnar í húsinu.

  5. Notið T5 skrúfjárnið til að skrúfa sex T5 skrúfur (923-07140) lauslega í.

  6. Setjið Torx T5 bitann á 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn. Stillið herslugildið á 17,5 Ncm.

  7. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx T5 bitann til að skrúfa T5 skrúfurnar alveg í aftur.

  8. Þrýstið á sveigjanlegan kapal viftunnar til að festa hann við húsið.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: