iPhone 13 Taptic Engine 

Áður en hafist er handa

 Viðvörun

Lesið Öryggi rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • 15 cm viðgerðarbakki

  • ESD-örugg flísatöng

  • JCIS biti

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksmælir (blár, 0,65 kgf. cm)

Losun

  1. Setjið hólfið í viðgerðarbakkann og látið Lightning-tengið snúa að útskurðinum.

  2. Notið átaksmælinn og JCIS bitann til að fjarlægja tvær krosshausaskrúfur úr tengihlíf fyrir Taptic Engine . Setjið skrúfurnar til hliðar.

    •  Varúð: Ekki skemma jarðtengigorminn á hlífinni.

  3. Fjarlægið tengihlíf Taptic Engine  og geymið hana fyrir samsetningu.

  4. Notið átaksmæli og JCIS bitann til að fjarlægja krosshausaskrúfuna úr Taptic Engine . Setjið skrúfuna til hliðar.

  5. Lyftið endanum á sveigjanlegum kapli Taptic Engine  úr tenginu.

  6. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja Taptic Engine .

Samsetning

  1. Staðsetjið Taptic Engine  í hólfinu.

  2. Ýtið enda sveigjanlegs kapals Taptic Engine  í tengið.

  3. Notið bláa átaksmælinn og JCIS bitann til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (923-07003)  í Taptic Engine .

  4. Staðsetjið tengihlíf Taptic Engine  yfir enda sveigjanlega kapalsins.

  5. Notið bláa átaksmælinn og JCIS bitann til að skrúfa tvær nýjar krosshausaskrúfur (923-07003)  í tengihlíf Taptic Engine .

    •  Varúð: Ekki skemma jarðtengigorminn á hlífinni.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: