iPhone 17 Pro fremri myndavél
Áður en hafist er handa
Viðvörun
Lesið Öryggi með rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.
Fremri myndavélin inniheldur einn eða fleiri geisla. Sundurhlutun eða skemmdir á fremri myndavélinni eða ef ekki eru notaðir upprunalegir Apple-varahlutir getur leitt til útsetningar fyrir hættulegum innrauðum geislum sem geta valdið skaða á augum eða húð.
Fjarlægið eftirfarandi íhluti áður en hafist er handa:
Verkfæri
ESD-örugg töng
Nítrílhanskar eða lófríir hanskar
Nemi úr næloni (svartur teinn)
Átaksmælir (svartur, 0,35 kgf cm)
Trilobe 44 mm hálfmánabiti
Kynnið ykkur ítarlegan lista yfir öll verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Varúð
Ráðlagt er að nota nítrílhanska eða lófría hanska til að forðast að óhreinka myndavélarlinsurnar.
Mikilvægt
Ef skipt er um þennan íhlut er mælt með því að keyra viðgerðaraðstoð fyrir hugbúnað til að virkja öryggiseiginleika. Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið.
Losun
Athugið: Ef sundurhlutunarskrefum er þegar lokið skal fara beint í samsetningu.
Notið átaksmæli og trilobe-bitann til að fjarlægja eina trilobe-skrúfu úr tengihlíf fremri myndavélarinnar.
Fjarlægið tengihlíf fremri myndavélarinnar og leggið hana til hliðar fram að samsetningu.
Lyftið endunum á tveimur sveigjanlegum köplum fremri myndavélarinnar af tengjunum.
Athugið: Sveigjanlegu kaplar fremri myndavélarinnar liggja hvor ofan á öðrum. Lyftið enda efri sveigjanlega kapalsins af tenginu. Lyftið svo enda hins sveigjanlega kapalsins af tenginu.
Lyftið fremri myndavélinni úr hulstrinu.
Samsetning
Skrúfuteikning

Varúð
Forðist að snerta fremri myndavélareininguna, jarðtengifjaðrir eða nálæga hluta.
Ef skipt er um fremri myndavél skal varamyndavélin skoðuð vel með tilliti til skemmda. Hafið myndavélarlokið á henni á meðan.
Ef myndavélarlok af varamyndavélinni er skemmt eða glatað þarf að panta nýjan varahlut.
Hallið fremri myndavélinni um 45 gráður og leggið hana í hulstrið.
Mikilvægt: Tryggið að efri brún fremri myndavélarinnar liggi jöfn við op hulstursins.
Leiðið sveigjanlegu kaplana meðfram myndavélinni og efri hátalaranum.
Ýtið endanum á neðri sveigjanlega kapli myndavélarinnar í tengið. Ýtið síðan enda efri sveigjanlega kapalsins í tengið.
Mikilvægt: Tryggið að báðir sveigjanlegu kaplarnir séu vel festir við tengin.
Setjið tengihlíf fremri myndavélarinnar á sinn stað. Krækið hlífarflipanum á réttan stað fyrst. Leggið svo hlífina flata ofan á enda sveigjanlegu kapla fremri myndavélarinnar.
Notið svarta átaksmælinn og trilobe-bita til að festa eina nýja trilobe-skrúfu (923-13720) í tengihlíf fremri myndavélarinnar.
Varúð: Ekki fjarlægja myndavélarlokið fyrr en rétt áður en varaskjárinn er límdur. Tryggið að myndavélin sé rétt staðsett þegar skjánum er komið fyrir aftur.
Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:
Mikilvægt
Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið og hennar er krafist til að virkja öryggiseiginleika. Upplýsingar um hvernig á að ræsa viðgerðaraðstoð.