Rafhlaða MacBook Pro (14-tommu, M5)

Áður en hafist er handa

null Viðvörun

  • Lesið Öryggi rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

  • Aðeins tæknimenn með þekkingu og reynslu til að gera við rafeindatæki ættu að skipta um rafhlöðu. Röng rafhlöðuskipti, röng meðhöndlun á varahlutum eða ef ekki er farið eftir uppgefnum leiðbeiningum getur valdið eldsvoða, meiðslum, gagnatapi eða skemmdum á tækinu, hlutum eða öðrum eignum.

  • Ef rafhlaðan er dælduð, útþanin, sprungin eða skemmd á annan hátt skal hætta viðgerðinni. Fjarlægið ekki rafhlöðuna úr tækinu. Skiptið út topphulstrinu með rafhlöðu og lyklaborði.

  • Ekki tengja tölvuna við ytri aflgjafa meðan á viðgerð stendur.

  • Afhlaða þarf rafhlöðuna niður í 30 prósent með verkfærinu fyrir afhleðslu rafhlöðu áður en hafist er handa. Frekari upplýsingar er að finna í Verkferli fyrir afhleðslu rafhlöðu MacBook Pro (14-tommu, M5).

  • Endurnýtið ekki lausa rafhlöðu eða rafhlöðu sem fjarlægð hefur verið. Setjið nýja rafhlöðu í.

null Varúð

  • Rafhlaðan inniheldur sex stakar rafhlöðueiningar (cells) sem tengdar eru með málmumgjörð. Ekki beygja eða sveigja málmumgjörðina.

  • Þegar límborðar rafhlöðunnar eru fjarlægðir má ekki nýta íhluti í topphulstrinu sem stuðning. Aðeins má styðja sig við álumgjörðina ef þörf er á þegar límborðarnir eru fjarlægðir.

Fjarlægið eftirfarandi íhluti áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Límvirkjunarrúlla

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Staðsetningarpinnar rafhlöðu

  • Rafhlöðupressuplata

  • ESD-varin töng (með ávölum enda)

  • Etanólþurrkur eða IPA-þurrkur (ísóprópýlalkóhól)

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Torx Plus 5IP 50 mm biti

Kynnið ykkur ítarlegan lista yfir öll verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Athugið: Nýrri rafhlöðu fylgir rafhlöðulím. Rafhlöðulím er ekki aðskilinn íhlutur sem hægt er að panta sérstaklega.

Losun

Athugið: Ef hluturinn hefur þegar verið fjarlægður skal fara beint í samsetningu.

Mikilvægt

Hver rafhlaða er límd við topphulstrið með tveimur límborðum. Fjarlægið límborðana einn í einu af rafhlöðum 1, 2, 3 og 4. Fjarlægið síðan límborðana af rafhlöðum 5 og 6. Hafið þessa mynd til hliðsjónar þegar rafhlöðusellurnar eru fjarlægðar.

null Viðvörun

Ef límflipi eða -borði rafhlöðu slitnar í þessu verkferli skal fylgja leiðbeiningunum í Slitið rafhlöðulím fjarlægt úr MacBook Pro (14-tommu, M5).

  1. Leggið tölvuna niður með rafhlöðuna næst ykkur.

  2. Notið 10–34 Ncm-stillanlega átaksskrúfjárnið og 5IP-bita til að fjarlægja 5IP-skrúfuna (923-13420) úr rafhlöðusamstæðunni.

  3. Fjarlægið lokið af rafhlöðunni. Leggið síðan tölvuna niður þannig að rafhlöður 1 og 2 séu næst ykkur og rafhlöðulímfliparnir snúi að ykkur.

  4. Notið ESD-varða töng til að grípa um miðjan rafhlöðulímflipann sem festur er við hlið rafhlöðu 1. Ekki toga strax í límflipann sem festur er við rafhlöðu 2.

    • null Viðvörun: Ekki snerta hlið rafhlöðunnar með tönginni.

  5. Notið ESD-varða töng til að toga varlega í rafhlöðulímflipann þar til hann losnar frá hlið rafhlöðunnar.

    • Mikilvægt: Ekkert lím er á miðju límflipans. Lím er á endum flipans sem festir hann við hlið rafhlöðunnar.

  6. Notið ESD-varða töng til að grípa um allan rafhlöðulímflipann í rásinni við hliðina á rafhlöðunni.

    • null Varúð: Sé aðeins gripið um hluta flipans getur hann slitnað.

  7. Haldið ESD-vörðu tönginni í rásinni við hliðina á rafhlöðunni. Vefjið svo rafhlöðulímflipanum varlega utan um endann á tönginni þar til hvíta límið sést á tönginni.

    • null Varúð

      • Snúið tönginni þannig að efsti hluti hennar snúist í átt að rafhlöðunni.

  8. Togið rafhlöðulímborðann varlega skáhalt frá rafhlöðunni, í átt að hlið tölvunnar. Togið límborðann upp um 2 tommur í einu. Haldið ESD-vörðu tönginni samsíða tölvunni og vefjið borðanum upp á enda tangarinnar þannig að límið liggi flatt, eins og sýnt er.

    • null Varúð

      • Ekki nudda borðunum utan í umgjörð topphulstursins. Ekki snerta móðurborðið með tönginni. Ekki ýta á rafhlöðuna eða aðra íhluti.

      • Ekki nudda borðanum á rafhlöðum 2 og 4 utan í svampinn á hátalaranum. Ef límið skemmir svampinn skal skipta um báða hátalarana.

    • Mikilvægt: Hugsanlega þarf að styðja sig við álumgjörðina þegar togað er í límborðann.

  9. Endurtakið tog- og vafninigsferlið varlega þar til límborðinn hefur verið fjarlægður undan rafhlöðunni.

  10. Endurtakið skref 4 til 9 á seinni rafhlöðuflipanum á rafhlöðu 1. Haldið svo áfram að skrefi 11.

  11. Endurtakið skref 4 til 9 til að fjarlægja rafhlöðulímborðana af rafhlöðum 2, 3 og 4. Haldið svo áfram að skrefi 12.

    • Mikilvægt: Snúið tölvunni þannig að rafhlöður 3 og 4 séu næst ykkur þegar rafhlöðulímborðar þessara tveggja rafhlaðna eru fjarlægðir.

  12. Endurtakið skref 4 til 9 til að fjarlægja rafhlöðulímborðana af rafhlöðum 5 og 6. Haldið síðan áfram í skref 13.

    • Mikilvægt: Snúið tölvunni þannig að skjálamirnar séu næstar ykkur þegar límborðarnir eru fjarlægðir af rafhlöðum 5 og 6.

    • null Varúð: Gætið þess að snerta ekki vélbúnað snertiborðsins undir rafhlöðum 5 og 6 með ESD-vörðu tönginni.

  13. Eftir að allir rafhlöðulímborðar hafa verið fjarlægðar skal leggja tölvuna niður með rafhlöðusamstæðuna næst ykkur. Hallið upp enda samstæðunnar þar til hægt er að komast undir hana. Rennið síðan samstæðunni út undan málmflipanum fyrir stjórneiningu rafhlöðunnar (BMU) og fjarlægið hana úr topphulstrinu.

    • null Varúð

      • Styðjið við rafhlöðusamstæðuna þegar hún er fjarlægð til að forðast að beygja umgjörðina.

      • Gætið þess að rafhlöðusamstæðan festist ekki í málmflipanum fyrir stjórneiningu rafhlöðunnar (1). Ekki halla rafhlöðunni of mikið frá topphulstrinu þegar henni er rennt út.

  14. Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar af topphulstrinu.

    • null Varúð: Ekki snerta rafeindahlutina með etanól- eða IPA-þurrkunni.

Samsetning

  1. Leggið tölvuna niður með sveigjanlega kapal snertiborðsins næst ykkur. Stingið staðsetningarpinnum rafhlöðunnar í fremra vinstra og hægra hornið á topphulstrinu. Herðið staðsetningarpinnana með handafli.

  2. Gætið þess að sveigjanlegi kapall snertiborðsins sé ekki fyrir.

  3. Opnið kassann sem nýja rafhlaðan er afhent í og fjarlægið pappaspjaldið. Takið plastbakkann úr kassanum. Snúið henni síðan við þannig að bleiku og bláu filmurnar snúi upp og götin fyrir staðsetningarpinna rafhlöðunnar séu næst tölvunni.

  4. Leggið bakkann og rafhlöðuna á borðið á milli ykkar og tölvunnar.

  5. Takið efri hluta plastbakkans af.

  6. Flettið bláu og bleiku filmunum af rafhlöðunni.

  7. Lyftið rafhlöðunni úr plastbakkanum með því að halda í gegnsæju filmurnar á hvorri hlið, eins og sýnt er. Snúið síðan rafhlöðunni við þannig að filman snúi upp og götin fyrir staðsetningarpinna rafhlöðunnar séu næst ykkur.

    • null Varúð

      • Á meðan rafhlöðunni er lyft skal toga hvora hlið filmunnar varlega út til að koma í veg fyrir að rafhlaðan sígi eða beygist, til að vernda tengingarnar milli rafhlaðna og forðast skemmdir á rafhlöðunni.

      • Ekki láta rafhlöðulímið snerta ESD-vörðu mottuna, tölvuíhluti eða verkfæri áður en rafhlaðan er sett í.

  8. Hallið niður brún rafhlöðunnar sem snýr frá ykkur og rennið henni undir málmflipa stjórneiningar rafhlöðunnar. Staðsetjið staðsetingargötin á gegnsæju filmunni yfir staðsetningarpinnum rafhlöðunnar á tölvunni. Leggið síðan gegnsæju filmuna á staðsetningarpinnana og rafhlöðuna í topphulstrið.

  9. Ýtið létt á svampinn fyrir ofan hverja rafhlöðu til að byrja að líma rafhlöðulímið við topphulstrið.

  10. Byrjið á hægri enda gegnsæju filmunnar og flettið henni varlega af rafhlöðunni.

    • null Varúð: Það gæti þurft að halda rafhlöðunni niðri þegar filmunni er flett af.

    • Mikilvægt: Ekki taka bláu filmurnar af rafhlöðunni.

  11. Stillið rafhlöðupressuplötuna af yfir staðsetningarpinnum rafhlöðunnar, eins og sýnt er. Lækkið síðan pressuplötuna á rafhlöðuna.

  12. Haldið á límvirkjunarrúllunni með báðum höndum og komið henni fyrir yfir rafhlöðu 1. Stillið síðan rúlluna af við neðri brún rafhlöðunnar.

  13. Þrýstið á límvirkjunarrúlluna svo appelsínugula röndin á rúllukeflinu flútti við miðju hvítu ræmunnar, eins og sýnt er.

    • Mikilvægt: Þegar límvirkjunarrúllan er notuð þarf appelsínugula röndin að flútta við hvítu ræmuna.

  14. Byrjið á vinstri brún rafhlöðunnar, eins og sýnt er, og rúllið límvirkjunarrúllunni yfir að hægri brún hennar. Rúllið síðan til baka að vinstri brún rafhlöðunnar. Þetta er einn hringur. Farið fimm hringi, alls tíu umferðir.

  15. Endurtakið skref 12 til 14 fyrir rafhlöður 2, 3 og 4. Haldið svo áfram að skrefi 16.

  16. Haldið á límvirkjunarrúllunni með báðum höndum og komið henni fyrir yfir rafhlöðu 5. Stillið síðanrúlluna af við vinstri brún rafhlöðu 5, eins og sýnt er.

  17. Þrýstið á límvirkjunarrúlluna svo appelsínugula röndin á rúllukeflinu flútti við miðju hvítu ræmunnar, eins og sýnt er.

  18. Byrjið á neðri brún rafhlöðunnar og rúllið límvirkjunarrúllunni yfir að efri brún hennar. Rúllið síðan til baka að neðri brún rafhlöðunnar. Þetta er einn hringur. Farið fimm hringi, alls tíu umferðir.

  19. Stillið límvirkjunarrúlluna af við hægri brún rafhlöðuplötunnar yfir rafhlöðu 5, eins og sýnt er.

  20. Þrýstið á límvirkjunarrúlluna og færið hana tíu sinnum yfir hægri hlið rafhlöðunnar. Passið að appelsínugula röndin haldist innan hvítu ræmunnar.

  21. Endurtakið skref 16 til 20 fyrir rafhlöðu 6.

  22. Lyftið rafhlöðupressuplötunni af rafhlöðunni og leggið hana til hliðar.

  23. Flettið bláu filmunum sex af rafhlöðunum.

  24. Losið staðsetingarpinna rafhlöðunnar og fjarlægið þá úr topphulstrinu. Hægt er að endurnýta staðsetningarpinnana.

  25. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 20,5 Ncm.

  26. Notið stillanlega átaksskrúfjárnið og 5IP-bita til að skrúfa 5IP-skrúfuna (923-13420) aftur í rafhlöðusamstæðuna.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: