Taptic Engine fyrir iPhone 17

Áður en hafist er handa

null Viðvörun

Lesið Öryggi með rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • 44 mm hálfmánabiti með krosshaus

  • 50 mm krosshausabiti

  • ESD-örugg töng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksmælir (appelsínugulur, 0,85 kgf. cm)

Skoðið ítarlegan lista yfir verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Losun

Athugið: Ef sundurhlutunarskrefum er þegar lokið skal fara beint í samsetningu.

Mikilvægt

Fjarlægið glerbakstykkið. Haldið síðan áfram í skref 1.

  1. Notið átaksmæli og krosshausabita til að fjarlægja fjórar krosshausaskrúfur. Ljúkið síðan öllu skrefinu.

    • null Varúð: Ekki skemma fjöðrina á tengihlífinni.

    • Fjarlægið tengihlíf Taptic Engine og geymið hana fyrir samsetningu.

    • Lyftið endanum á sveigjanlegum kapli Taptic Engine úr tenginu.

    • Fjarlægið Taptic Engine úr hulstrinu.

Samsetning

Skýringarmynd fyrir skrúfur

  1. Komið Taptic Engine fyrir í hulstrinu.

  2. Ýtið enda sveigjanlegs kapals Taptic Engine í tengið.

  3. Komið tengihlíf Taptic Engine fyrir yfir enda sveigjanlega kapalsins.

  4. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 16 Ncm. Notið stillanlega átaksmælinn og krosshausabitann til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (923-13870) (1) í tengihlíf Taptic Engine.

  5. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 13 Ncm. Notið stillanlega átaksmælinn og krosshausabitann til að skrúfa tvær nýjar krosshausaskrúfur í Taptic Engine.

    • Ein skrúfa (923-13875) (2)

    • Ein skrúfa (923-13753) (3)

  6. Notið appelsínugula átaksmælinn og krosshausabitann til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (923-13754) í tengihlíf Taptic Engine.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: