Rafhlaða fyrir iPhone 17

Áður en hafist er handa

null Viðvörun

  • Lesið Öryggi með rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

  • Aðeins tæknimenn með þekkingu og reynslu til að gera við rafeindatæki ættu að skipta um rafhlöðu. Röng rafhlöðuskipti, röng meðhöndlun á varahlutum eða ef ekki er farið eftir uppgefnum leiðbeiningum getur valdið eldsvoða, meiðslum, gagnatapi eða skemmdum á tækinu, hlutum eða öðrum eignum.

Verkfæri

  • 9 volta rafhlaða

  • 9 volta rafhlöðuklemmur

  • Rafhlöðupressa

  • ESD-örugg töng

  • Etanólþurrkur eða IPA-þurrkur (ísóprópýlalkóhól)

  • Hitaþolnir hanskar

  • Nælonnemi (svartur teinn) eða sogskál

  • Öryggisgleraugu með hliðarhlífum

  • Sandur

  • Sandílát

Skoðið ítarlegan lista yfir verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Mikilvægt

Ef skipt er um þennan íhlut er ráðlagt að keyra viðgerðaraðstoð til að ljúka viðgerðinni. Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið.

Losun

Athugið: Ef sundurhlutunarskrefum er þegar lokið skal fara beint í samsetningu.

Mikilvægt

Fjarlægið glerbakstykkið. Haldið síðan áfram í skref 1.

  1. Flettið silfurlitaða límflipanum varlega af rafhlöðunni með ESD-öruggri töng þar til um 45 gráðu halla er náð.

  2. Tengið rauða (plús) tengið á 9 volta rafhlöðunni við silfurlitaða límflipann á iPhone-rafhlöðunni. Tengið svo svarta (mínus) tengið á 9 volta rafhlöðunni við neðri jarðtengingarskrúfuna hægra megin á neðri hátalaranum.

  3. Haldið tengingunni í 1 mínútu og 30 sekúndur.

    • Mikilvægt: Ef tengingin er ekki traust losnar límið ekki. Ef önnur eða báðar klemmurnar aftengjast skal hefja ferlið aftur frá skrefi 1.

    • Athugið: Tíminn sem þarf til að fjarlægja límið getur lengst með lengri notkunartíma vörunnar. Hægt er að fjarlægja límið með allt að 30 voltum með því að nota aðra aflgjafa á borð við jafnstraumsaflgjafa. Hærri spenna styttir tímann sem þarf til að fjarlægja límið.

  4. Notið sogskál eða svarta teininn til að lyfta rafhlöðunni upp og fjarlægja hana úr hulstrinu.

    • null Varúð: Ef vart verður við viðnám þegar reynt er að fjarlægja rafhlöðuna skal endurtaka skref 1 til og með 3.

    • null Viðvörun: Hættið viðgerðinni ef ekki er hægt að fjarlægja rafhlöðuna. Þjónustuvalkost má finna á support.apple.com/repair.

Samsetning

null Viðvörun

Skoðið hulstrið í leit að lausum skrúfum eða aukaskrúfum og litlum hlutum sem kunna að hafa fests við segulmögnuð svæði því þeir geta skemmt rafhlöðuna og valdið öryggishættu.

  1. Notið etanól- eða ísóprópýlalkóhólþurrkur til að fjarlægja allar límleifar úr hulstrinu.

    • null Varúð: Límið er gagnsætt. Þurrka verður hulstrið 5 til 10 sinnum til að tryggja að límið hafi verið fjarlægt að fullu.

    • Athugið: Hulstrið kann að upplitast örlítið eftir þrif og er það viðunandi.

  2. Flettið bleiku filmunni af undirhlið nýju rafhlöðunnar.

    • Mikilvægt: Ekki taka hlífina af efri hluta rafhlöðunnar strax.

  3. Haldið rafhlöðunni yfir hulstrinu þannig að hlífin snúi upp. Látið rafhlöðuna flútta við móðurborðið og vinstri hlið hulstursins. Leggið síðan rafhlöðuna í hulstrið.

  4. Miðhluti viðgerðarbakkans er með tvær raufar. Setjið viðgerðarbakkann og hulstrið í rafhlöðupressuna þannig að önnur rauf viðgerðarbakkans sé á annarri hlið rafhlöðupressunnar.

  5. Smellið rauða handfanginu efst á rafhlöðupressunni niður til að lækka rúlluna niður á rafhlöðuna. Rennið síðan viðgerðarbakkanum fram og til baka í gegnum rafhlöðupressuna þrisvar sinnum til að festa rafhlöðuna við hulstrið.

  6. Smellið rauða handfanginu efst á rafhlöðupressunni upp.

  7. Komið viðgerðarbakkanum og hulstrinu fyrir á hinni hlið rafhlöðupressunnar.

  8. Endurtakið skref 5 og 6. Fjarlægið síðan viðgerðarbakkann úr rafhlöðupressunni og haldið áfram í skref 9.

  9. Haldið um brúnir hlífarinnar. Togið í losunarflipana á hlífinni til að fjarlægja hana af rafhlöðunni.

    • Mikilvægt: Ekki ýta á svæðið yfir flipanum sem verið er að losa.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

null Viðvörun

Hristið iPhone símann varlega. Ef rafhlaðan virðist vera laus skal fjarlægja glerbakstykkið og rafhlöðuna. Ljúkið síðan samsetningu rafhlöðunnar með nýrri rafhlöðu.

Mikilvægt

Birt: