Notkunarhandbók fyrir hitabúnað til að fjarlægja skjá á iPad

Áður en hafist er handa

null Viðvörun

  • Lesið Öryggi rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnusvæði og meðhöndlun rafhlaðna áður en hafist er handa.

  • Lesið Öryggi vegna brotins glers áður en hafist er handa.

  • Ef rangt er staðið að skiptum eða meðhöndlun á íhlutum, eða ef meðfylgjandi leiðbeiningunum er ekki fylgt getur það valdið bilunum. Þessi tilvik geta valdið meiðslum eða skemmdum á tækinu, íhlutum eða öðrum eignum.

Verkfæri

  • Límbandsskeri

  • Hitaður skjávasi (fyrir viðkomandi gerð)

  • Hitabúnaður til að fjarlægja skjá

  • Hitaþolnir hanskar

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

Losun

null Viðvörun

Ráðlagt er að klæðast hitaþolnum hönskum þegar þessi hluti viðgerðarinnar er framkvæmdur.

Athugið: Sumar myndir af hitabúnaðinum til að fjarlægja skjá sýna hugsanlega aðra iPad-gerð, en verkferlið er hið sama í öllum tilvikum.

  1. Snúið rofanum aftan á hitabúnaðinum til að kveikja á honum. Það mun kvikna á innri viftunni Bíðið eftir að gátmerkið birtist á skjánum.

    • Athugið: Ef villukóði birtist á skjánum skal slökkva á búnaðinum og kveikja á honum aftur.

  2. Setjið iPad-spjaldtölvuna inn í hitaða skjávasann þannig að skjárinn vísi upp og myndavélin að aftan flútti við hakið. Lokið klemmunum á hlið vasans til að festa iPad-spjaldtölvuna.

    • null Varúð: Ekki rispa iPad-spjaldtölvuna þegar hún er sett ofan í upphitaða skjávasann.

  3. Látið útskurðinn á neðri hluta vasans passa við brautina á búnaðinum. Rennið vasanum með iPad-spjaldtölvunni á brautina á búnaðinum.

  4. Rennið vasanum inn í búnaðinn þar til vasinn smellur á sinn stað.

    • Athugið: Skjárinn á búnaðinum verður rauður. Bíðið þangað til tímastillirinn byrjar að telja niður 2 mínútur á með vasinn nær réttu hitastigi. Þegar teljarinn sýnir 0 byrjar tækið að pípa og skjárinn verður grænn.

    • null Varúð: Varúð: Til að forðast að skemma iPad-spjaldtölvuna skal bíða með næsta skref þangað til teljarinn sýnir 0, tækið pípir og skjárinn er orðinn grænn.

  5. Snúið svarta hnappinum á búnaðinum réttsælis eins og sýnt er á myndinni til að lækka sogskálina eins nálægt iPad-spjaldtölvunni og mögulegt er án þess að snerta hana.

    • Athugið: Búnaðurinn gefur frá sér hljóðmerki þar til sogskálin er látin síga.

  6. Grípið um handfangið og rennið sogskálinni beint út þar til brún sogskálarinnar flúttar við neðri brún glerbakstykkisins.

  7. Snúið svarta hnappinum á búnaðinum réttsælis (1) til að lækka sogskálina á skjáinn. Ýtið síðan handfanginu á sogskálinni (2) niður til að festa hana tryggilega við skjáinn.

    • Mikilvægt: Eftir að sogskálin hefur verið látin síga niður á iPad-spjaldtölvuna hefst 15 mínútna niðurtalning. Þegar tímastillirinn sýnir 0 slokknar á hitabúnaðinum. Gætið þess að ljúka skrefi 8 og að klippa allt skjálím innan þessa tímaramma, samkvæmt skrefunum til þess að fjarlægja skjáinn.

  8. Snúið svarta hnúðinum á hitunarbúnaðinum hægt í tvo og hálfan hring rangsælis. Bíðið í 30 sekúndur og snúið svo svarta hnúðinum aðra tvo hringi rangsælis.

    • null Varúð: Ekki snúa silfurlita hnúðinum.

  9. Í viðgerðarleiðbeiningunum fyrir viðkomandi gerð af iPad má sjá hvernig á að ljúka við að fjarlægja skjáinn.

Birt: