Öryggi vegna brotins glers á iPad

 Viðvörun

Skjáir á iPad eru úr gleri. Glerið getur brotnað ef iPad fellur niður á hart yfirborð, verður fyrir þungu höggi eða ef hann er kraminn, beygður eða aflagaður. Ekki reyna að fjarlægja kvarnað eða sprungið gler án verndar.

Verkfæri

  • Aðgangskort (922-7172)

  • Skurðarþolnir hanskar

  • Hlíf fyrir skjá

    • 8,3 tommu (923-10415)

    • 11 tommu (923-10416)

    • 13 tommu (923-10417)

  • ESD-örugg töng

  • ESD-örugg ryksuga

  • Upphitaður skjávasi

    • 8,3 tommu (661-28153)

    • 11 tommu (661-40464)

    • 13 tommu (661-40456)

  • Öryggisgleraugu með hliðarhlífum

  • Stoðplata (923-10414)

Ef skjáglerið er brotið skal fylgja eftirfarandi skrefum áður en viðgerð hefst:

  1. Notið öryggisgleraugu með hliðarhlífum og skurðarþolna hanska.

  2. Notið ESD-örugga ryksugu til að fjarlægja glerbrot af vinnusvæðinu og iPad.

  3. Festið skjáhlíf fyrir viðkomandi gerð yfir brotna glerið til að forðast að glerbrotin dreifist eða valdi slysum. Snúið iPad þannig að hljóðstyrkstakkarnir séu neðst til hægri. Komið svo hlífinni þannig fyrir að límborðarnir flútti efst til hægri eins og sýnt er.

  4. Það er filma undir hverri hlíf. Togið svo filmuna hægt út undan hlífinni um leið og hlífinni er þrýst á hulstrið.

  5. Notið aðgangskort til að þrýsta hlífinni fast niður á brotna glerið og slétta út allar loftbólur.

  6. Bíðið í minnst 12 mínútur þar til tengingin milli hlífarinnar og glersins verður traustari.

  7. Takið filmuna af líminu á stoðplötunni.

  8. Látið efra hægra hornið á stoðplötunni flútta við efra hægra hornið á skjánum eins og sýnt er.

  9. Ýtið þétt á stoðplötuna til að líma hana við hlífina.

  10. Setjið iPad í upphitaða skjávasann fyrir gerðina og látið stoðplötuna flútta við efri og hægri hliðarnar.

  11. Ljúkið við sundurhlutunarskrefin í verklaginu fyrir skjá gerðarinnar. Haldið svo áfram að skrefi 12.

  12. Notið ESD-örugga töng til að fjarlægja allt gler úr hulstrinu.

  13. Notið ESD-örugga ryksugu til að fjarlægja glerbrot af vinnusvæðinu og úr upphitaða skjávasanum.

  14. Togið límborðana undan stoðplötunni til að taka þá af skjánum. Geymið stoðplötuna til að nota hana síðar.

Stöðvið viðgerðina ef eitthvað af eftirfarandi á við um iPad:

  • Það er ekkert gler eða ekki nógu mikið gler til að límast við hlífina.

  • Hlífin límist ekki við iPad.

  • iPad passar ekki í upphitaða skjávasann.

Þú finnur þjónustuvalkost á support.apple.com/repair.

Birt: