iMac (24 tommu, 2024) Hlíf fyrir móðurborð (EMI-hlíf)

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • ESD-örugg töng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Stoðfleygssett

  • Torx Plus 3IP 25 mm biti

Skoðið ítarlegan lista yfir verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

iMac (24 tommu, 2024, tvö tengi)

iMac (24 tommu, 2024, fjögur tengi)

Losun

Athugið: Ef sundurhlutunarskrefum er þegar lokið skal fara beint í samsetningu.

  1. Komið húsinu fyrir þannig að móðurborðið snúi upp og að hlíf þess sé næst ykkur.

  2. Flettið mylar-filmunni af miðhluta hlífarinnar fyrir móðurborðið. Notið svarta teininn og ESD-örugga töng til að fletta filmunni af ef nauðsynlegt er.

  3. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að fjarlægja 3IP skrúfurnar (923-11032) úr hlífinni fyrir móðurborðið.

    • Athugið: Fjöldi og staðsetning skrúfa fer eftir gerðinni.

    • iMac (24 tommu, 2024, tvö tengi) (13)

    • iMac (24 tommu, 2024, fjögur tengi) (11)

  4. Hallið hlíf móðurborðsins upp (1). Lyftið henni svo upp frá ykkur til að fjarlægja hana frá húsinu (2).

    •  Varúð: Látið ekki hlíf móðurborðsins snerta það.

Samsetning

  1. Leitið að frauði neðan á móðurborðshlífinni þar sem hátalarakaplarnir tengjast við móðurborðið.

    • Ef frauð er á híf móðurborðsins skal ekki festa frauð ofan á kapaltengi hægri hátalarans á móðurborðinu.

    • Ef ekkert frauð er á hlíf móðurborðsins skal festa frauð ofan á kapaltengi hægri hátalarans á móðurborðinu.

  2. Rennið hlíf móðurborðsins í húsið (1). Leggið hana svo yfir móðurborðið (2).

  3. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að skrúfa 3IP-skrúfurnar (923-11032) lauslega aftur í hlífina fyrir móðurborðið.

    • Athugið: Fjöldi og staðsetning skrúfa fer eftir gerðinni.

    • iMac (24 tommu, 2024, tvö tengi), 13 skrúfur

    • iMac (24 tommu, 2024, fjögur tengi), 11 skrúfur

  4. Gangið úr skugga um að hlíf móðurborðsins sitji rétt. Stillið síðan herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 10 Ncm. Notið stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að skrúfa 3IP-skrúfurnar (923-11032) að fullu aftur í hlífina fyrir móðurborðið.

    • Athugið: Fjöldi og staðsetning skrúfa fer eftir gerðinni.

    • iMac (24 tommu, 2024, tvö tengi), 13 skrúfur

    • iMac (24 tommu, 2024, fjögur tengi), 11 skrúfur

  5. Festið mylar-filmuna á miðhluta hlífarinnar fyrir móðurborðið.

    • Mikilvægt: Notið nýju mylar-filmuna sem er innifalin í grunnpakka og áfyllingarpakka skjásins. Filman er ekki aðskilinn íhlutur sem hægt er að panta.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: