Úrræðaleit vegna inntaks-/úttaksvandamála í Mac-fartölvum
Úrræðaleit vegna vandamála með virkni lyklaborðs
Úrræðaleit vegna vandamála með baklýsingu lyklaborðs
Úrræðaleit vegna vandamála með snertiborð
Úrræðaleit vandamála með aflrofa eða Touch ID
Úrræðaleit vegna vandamála með USB-C, Thunderbolt og HDMI
Úrræðaleit vegna vandamála með SD-kort
Úrræðaleit vegna vandamála með virkni lyklaborðs
Greining vandamála
Stafir eða tákn lyklaborðs endurtaka sig óvænt við innslátt
Stafir eða tákn lyklaborðs eru óþekkjanlegir eða birtast ekki við innslátt
Stafir sem birtast passa ekki við innslegna takka
Lykill er klístrugur, skilar sér hægt upp aftur eða virkar ekki
Lykill er fastur uppi eða niðri
Heyrist óvænt hljóð í lykli þegar ýtt er á hann
Lykill virkar ójafn eða stífur þegar ýtt er á hann
Lykill virkar ekki, virkar seigur eða ýtist ekki alla leið niður
Lyklar eða lyklarofar eru skemmdir eða vantar
Lyklaborð læsist
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Ef Bluetooth-lyklaborð er til staðar og parað við tölvuna skal afpara það. Lyklaborðið gæti verið að hindra innsláttarskipanir frá innbyggða lyklaborðinu.
Leitið eftir vökvaskemmdum í tölvunni. Snerting við vökva getur valdið skammhlaupi í innri rafrásum og valdið því að lyklaborðið hætti að virka.
Gangið úr skugga um að ekki sé kveikt á músarlyklunum. Ekki er hægt að slá inn texta með lyklaborðinu þegar kveikt er á músarlyklunum. Leiðbeiningar um hvernig á að slökkva á músarlyklunum er að finna á Breyta kjörstillingum annarra stjórnunaraðferða fyrir aðgengi í Mac-tölvu.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Ef innbyggða lyklaborðið virkar ekki skal tengja ytra lyklaborð við tölvuna til að halda áfram með úrræðaleit.
Ýtið á hástafalásinn á innbyggða lyklaborðinu til að athuga hvort kvikni á stöðuljósinu, en það gefur vísbendingu um einhverja tengingu við móðurborðið. Athugið að þegar ýtt er á hástafalásinn á Apple-lyklaborðum kviknar ekki endilega strax á hástafaljósinu. Halda þarf lyklinum inni örlítið lengur til að kveikja á hástafalásnum. Þetta er til að koma í veg fyrir að kveikt sé óvart á hástafalásnum. Þetta er eðlileg virkni og er ekki vísbending um þjónustuvandamál.
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir Mac-tölvu (MRI).
Keyrið Greiningarpakki lyklaborðs.
Athugið: Bilanagreining staðfestir eingöngu rafræna virkni lyklaborðs. Bilanagreining nær ekki til vélrænnar virkni eða viðbragða lyklaborðsins.
Ef MacBook eða MacBook Pro er með lykil sem virkar ekki, eða lykil sem virðist öðruvísi en aðrir lyklar þegar ýtt er á hann, skal hreinsa lyklaborðið.
Eftir að lyklaborðið hefur verið hreinsað skal prófa það til að tryggja að allir lyklar þess virki eðlilega.
Ef fyrri skref einangruðu ekki eða leystu vandamálið skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar til að fjarlægja viðkomandi lykil til að skoða undir hann og hreinsa og setja nýjan í. Ávallt skal skipta um lykil þegar hann er fjarlægður, jafnvel ef aðeins er um að ræða skoðun eða þrif.
Mikilvægt: Áður en lyklar eru fjarlægðir skal gæta þess að rétt varalyklasett sé til staðar. Þegar lykill hefur verið fjarlægður þarf að setja í nýjan lykil. Ekki nota eldri lykla aftur.
Hreinsið innri álhluta lykilsins vel til að fjarlægja mögulegan raka.
Skoðið skærabúnaðinn til að tryggja að hann virki rétt og sé ekki með skemmda pinna eða sé skemmdur á annan hátt. Einnig er hægt að skipta út skemmdum skærum.
Leitið eftir skemmdum á gúmmítappanum. Hægt er að skipa um lykla og skærabúnað en ekki gúmmítappann. Skemmdur gúmmítappi krefst þess að skipt sé um allt topphulstrið.
Mikilvægt: Í sumum Mac-fartölvum eru merki lyklaborðs og baklýsingar lyklaborðs leitt í lyklaborðið í gegnum sveigjanlegan kapal snertiborðsins. Í einhverjum tilfellum kann snertiborð og sveigjanlegur kapall snertiborðsins því að valda vandamálum í lyklaborði eða sambandsleysi í bæði lyklaborði og snertiborði. Ef virkt snertiborð og sveigjanlegur kapall eru til skal setja hvort tveggja í í staðinn og prófa virkni snertiborðs og lyklaborðs aftur. Skipti á snertiborði og sveigjanlegum kapli snertiborðs kann að laga sambandsleysi í báðum íhlutum.
Athugið: Sveigjanlegur kapall snertiborðsins kann að vera hluti af snertiborðinu í sumum gerðum og því ekki hægt að skipta um hann aðskilið. Frekari upplýsingar kunna að vera í viðgerðahandbókinni.
Opnið tölvuna og skoðið hana
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar um hvernig á að opna og skoða tölvuna. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Fylgið leiðbeiningum um verkferli í viðgerðahandbókinni til að fjarlægja botnhulstrið og takið rafhlöðuna úr sambandi við móðurborðið.
Sumar fartölvur eru með hornskynjara fyrir lok til að greina þegar skjárinn er opnaður og þegar honum er lokað. Bilun í hornskynjara fyrir lok getur hafa áhrif á lyklaborðið og snertiborðið.
Sumar fartölvur, á borð við MacBook Pro (13 tommu, M1, 2020) eru með sveigjanlegan kapal fyrir lyklaborð í topphulstrinu. Aðrar fartölvur, á borð við MacBook Air (M1, 2020) koma baklýsingarmerki lyklaborðs í gegnum samstæðu sveigjanlegs IPD-kapals og borðs. Finnið öll tengi lyklaborðskapals og sveigjanlegs IPD-kapals (eftir gerð) og gangið úr skugga um að allir kaplar séu til staðar og tengdir. Ef lyklaborðskapal eða sveigjanlegan IPD-kapal vantar gæti hann verið undir móðurborðinu eða öðru spjaldi. Fjarlægið spjöld til að finna sveigjanlega kapalinn.
Skiptið um skemmda sveigjanlega kapla.
Setjið kapla lyklaborðs eða sveigjanlega IPD-kapla varlega aftur á. Setjið tölvuna saman á ný og keyrið bilanagreiningu aftur.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin greind með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um topphulstrið.
Ef snertiborðið eða sveigjanlegur kapall snertiborðsins veldur vandamálum með virkni lyklaborðs skal skipta út snertiborðinu eða sveigjanlegum kapli snertiborðsins.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tölvunni og ganga úr skugga um að bæði lyklaborðið og snertiborðið virki eðlilega. Keyrið greiningarpakka lyklaborðs til að staðfesta virkni allra lyklanna að viðgerð lokinni, þar á meðal breytilykla.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með baklýsingu lyklaborðs
Greining vandamála
Lyklaborðið virkar eðlilega nema að baklýsing virkar ekki eins og við er að búast
Það kviknar ekki á baklýsingu lyklaborðs í dimmu rými
Baklýsing lyklaborðs er ójöfn
Það kviknar ekki á hluta lyklaborðsins
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Gangið úr skugga um að ekkert hylji birtuskynjarann. Hann er efst á tölvuskjánum, nálægt myndavélinni. Baklýsing lyklaborðsins notar birtuskynjara til að kveikja á sér þegar lýsingin er lítil.
Leitið eftir vökvaskemmdum í tölvunni. Snerting við vökva getur valdið skammhlaupi í innri rafrásum og valdið því að lyklaborðið hætti að virka.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Ef innbyggða lyklaborðið virkar ekki skal tengja ytra lyklaborð við tölvuna til að halda áfram með úrræðaleit.
Ýtið á hástafalásinn á innbyggða lyklaborðinu til að athuga hvort kvikni á stöðuljósinu, en það gefur vísbendingu um einhverja tengingu við móðurborðið.
Athugið: Þegar ýtt er á hástafalásinn á Apple-lyklaborðum kviknar ekki endilega strax á hástafaljósinu. Halda þarf lyklinum inni örlítið lengur til að kveikja á hástafalásnum. Þetta er til að koma í veg fyrir að kveikt sé óvart á hástafalásnum. Þetta er eðlileg virkni og er ekki vísbending um þjónustuvandamál.
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir Mac-tölvu (MRI).
Keyrið Greiningarpakki lyklaborðs.
Athugið hvort birtuskynjarinn virkar með því að hylja skynjarann (hjá myndavélinni á skjánum) með höndunum til að líkja eftir myrkvuðu herbergi. Fylgist með hvort baklýsing lyklaborðsins eykst.
Haldið áfram að hylja birtuskynjarann og notið stjórntakkana til að auka baklýsingu lyklaborðsins.
Opnið tölvuna og skoðið hana
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar um hvernig á að opna og skoða tölvuna. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Fylgið leiðbeiningum um verkferli í viðgerðahandbókinni til að fjarlægja botnhulstrið og takið rafhlöðuna úr sambandi við móðurborðið.
Sumar fartölvur eru með sveigjanlegan kapal fyrir baklýsingu lyklaborðs í topphulstrinu. Aðrar fartölvur koma baklýsingarmerki lyklaborðs í gegnum samstæðu sveigjanlegs IPD-kapals og spjalds. Sumar fartölvur eru með fleiri en einn sveigjanlegan kapal baklýsingar lyklaborðs. Hver kapal knýr hluta af baklýsingu lyklaborðs (vinstra eða hægra megin). Í sumum fartölvum er afl í báðar hliðar fengið í gegnum þriðja kapal.
Finnið öll tengi baklýsingar lyklaborðs og sveigjanlegs IPD-kapals (eftir gerð) og gangið úr skugga um að allir kaplar séu til staðar og tengdir. Ef lyklaborðskapal eða sveigjanlegan IPD-kapal vantar gæti hann verið undir móðurborðinu eða öðru spjaldi. Fjarlægið spjöld til að finna sveigjanlega kapalinn.
Endurstillið í lítilli birtu til að virkja baklýsingu lyklaborðsins. Stillið baklýsingu lyklaborðsins með stjórntökkunum.
Mikilvægt: Í sumum Mac-fartölvum eru merki lyklaborðs og baklýsingar lyklaborðs leitt í lyklaborðið í gegnum sveigjanlegan kapal snertiborðsins. Í einhverjum tilfellum kann sveigjanlegur kapall snertiborðsins því að valda vandamálum í lyklaborði eða sambandsleysi í bæði lyklaborði og snertiborði. Ef virkur sveigjanlegur kapall snertiborðs er til skal setja hann í í staðinn og prófa snertiborð og lyklaborð aftur. Skipti á sveigjanlegum kapli snertiborðs kann að laga sambandsleysi í báðum íhlutum.
Athugið: Sveigjanlegur kapall snertiborðsins kann að vera hluti af snertiborðinu í sumum gerðum og því ekki hægt að skipta um hann aðskilið. Frekari upplýsingar kunna að vera í viðgerðahandbókinni.
Skiptið um skemmda sveigjanlega kapla.
Setjið sveigjanlega kapla baklýsingar lyklaborðs varlega aftur á. Setjið tölvuna saman á ný og keyrið bilanagreiningu aftur.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin greind með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um topphulstrið.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tölvunni og ganga úr skugga um að lyklaborðið og baklýsing lyklaborðs virki eðlilega.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með snertiborð
Greining vandamála
Bendill hreyfist ekki með innslætti á snertiborð
Multi-Touch eiginleikar virka ekki sem skyldi
Snertiborð svarar ekki smellum
Vandamál með snertisvörun snertiborðs
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Slökkvið á tölvunni. Hreinsið síðan yfirborð snertiborðsins með mjúkum, lófríum klút.
Skoðið snertiborðið í leit að skemmdum til að ganga úr skugga um að þættir eins og raki, handáburður eða skartgripir hafi ekki haft áhrif á virkni snertiborðsins. Forðist að snerta snertiborðið með báðum höndum samtímis.
Í „System Settings > Accessibility“ skal gera allar stillingar fyrir lyklaborð og mús og snertiborð óvirkar. Prófið virkni snertiborðs aftur.
Í „System Settings > Trackpad“ skal kanna og stilla smelluþrýsting og snertiborðshraða. Ef stillingar eru of háar eða of lágar kann það að vera greint sem vandamál í snertiborði.
Aftengið öll Bluetooth-tæki. Í „System Settings > Bluetooth“ skal smella á X-hnappinn hjá hverju tæki.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Ef innbyggða lyklaborðið virkar ekki skal tengja ytri mús eða snertiborð við tölvuna til að halda áfram með úrræðaleit.
Ef snertiborðið virkar ekki gæti tölvan verið að sýna viðvörun um litla rafhlöðuhleðslu sem ekki sést. Tengið tölvuna við straumbreyti til að sjá viðvörunina.
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir Mac-tölvu (MRI).
Keyrið Greiningarpakki snertiborðs.
Sumar fartölvur eru með hornskynjara fyrir lok til að greina þegar skjárinn er opnaður og þegar honum er lokað. Bilun í hornskynjara fyrir lok getur hafa áhrif á lyklaborðið og snertiborðið.
Mikilvægt: Í sumum Mac-fartölvum eru merki lyklaborðs og baklýsingar lyklaborðs leitt í lyklaborðið í gegnum sveigjanlegan kapal snertiborðsins. Í einhverjum tilfellum kann sveigjanlegur kapall snertiborðsins því að valda vandamálum í lyklaborði eða sambandsleysi í bæði lyklaborði og snertiborði. Ef virkur sveigjanlegur kapall snertiborðs er til skal setja hann í í staðinn og prófa snertiborð og lyklaborð aftur. Skipti á sveigjanlegum kapli snertiborðs kann að laga sambandsleysi í báðum íhlutum.
Athugið: Sveigjanlegur kapall snertiborðsins kann að vera hluti af snertiborðinu í sumum gerðum og því ekki hægt að skipta um hann aðskilið. Frekari upplýsingar kunna að vera í viðgerðahandbókinni.
Opnið tölvuna og skoðið hana
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar um hvernig á að opna og skoða tölvuna. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um snertiborðið. Ef snertiborðið er ekki í boði sem aðskilinn varahlutur skal skipta út topphulstrinu, sem inniheldur snertiborðið í sumum gerðum.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tölvunni og ganga úr skugga um að snertiborðið virki eðlilega.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vandamála með aflrofa eða Touch ID
Greining vandamála
Lesið þessa grein ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Aflrofi smellist ekki almennilega eða alls ekki
Aflrofinn virkar stífur eða seigvirkandi þegar ýtt er á hann
Touch ID getur ekki lesið fingrafar
Ekki er hægt að skrá fingur í Touch ID
Ekki hægt að opna tölvu með Touch ID
Ekki er hægt að ganga frá kaupum með Apple Pay og Touch ID
Vandamál með Touch ID eftir að nýtt móðurborð er sett í
Ef Touch ID virkar ekki í Mac-tölvu
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Gangið úr skugga um að fingur og Touch ID skynjarinn séu hreinir og þurrir. Notið mjúkan, lófrían klút til að þurrka óhreinindi af Touch ID-skynjaranum.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Opnið tölvuna og skoðið hana
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar um hvernig á að opna og skoða tölvuna. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Fjarlægið botnhulstrið og takið rafhlöðuna úr sambandi við móðurborðið vegna vandamála með hreyfingu aflrofans. Athugið hvort óhreinindi leynast á milli topphulstursins og Touch ID-spjaldsins. Notið þrýstiloft til að hreinsa burt óhreinindi sem gætu truflað virkni aflrofans.
Nota þarf þynnur Touch ID eða skrúfa stilliskrúfu fyrir miðju (eftir því hver gerðin er) til að laga aflrofa sem smellur ekki almennilega í eða virkar skrítinn. Skoðið viðgerðahandbók tölvunnar til að finna út hvers konar rofastilling á við um viðkomandi gerð.
Fyrir gerðir með stilliskrúfu er vandamálið leyst með því að skoða viðgerðahandbók tölvunnar og breyta snertinæmni Touch ID og aflrofans með miðlægu stilliskrúfunni.
Fyrir gerðir með þynnum getur verið að of stór eða of lítil þynna valdi því að Touch ID-hnappurinn virki of laus eða stífur. Ef Touch ID-hnappurinn er ekki rétt stilltur skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar til að koma Touch ID-spjaldinu á sinn stað í topphulstrinu. Notið stærri þynnu ef hnappurinn er of laus eða seigvirkandi. Ef hnappurinn er of stífur eða hreyfist ekki skaltu setja upp minni þynnu. Setjið sama Touch ID-spjaldið aftur í með nýju þynnunni.
Ef um vandamál tengd virkni Touch ID eða aflrofa er að ræða skal fylgja verklagi í viðgerðahandbókinni til að komast að Touch ID-spjaldinu og sveigjanlega kaplinum. Aftengið sveigjanlegan kapal Touch ID-spjaldsins. Leitið eftir skemmdum á öllum tengdum sveigjanlegum köplum og tengjum.
Skiptið um skemmda sveigjanlega kapla.
Setjið sveigjanlegan kapal Touch ID aftur á. Setjið tölvuna saman á ný og keyrið bilanagreiningu aftur.
Ef um er að ræða vandamál með Touch ID eftir móðurborðsskipti:
Í þeim gerðum þar sem Touch ID er beintengt við móðurborðið er orsökin líklega Touch ID-spjaldið. Skiptið um Touch ID-spjaldið. Ef vandamálið er viðvarandi skal skipta um móðurborðið og Touch ID-spjaldið.
Í öðrum gerðum eru Touch ID-merkin leidd í gegnum sveigjanlegan kapal hljóðspjaldsins eða annars spjalds, svo sem millispjaldsins, allt eftir gerð. Skipti á hljóðspjaldi eða topphulstri með lyklaborði kann að leysa vandamál tengd Touch ID, s.s. eftir skipti á móðurborði.
Athugið: Ekki setja upprunalega hljóðspjaldið eða topphulstrið með lyklaborði aftur á þótt að skipti leysi ekki vandamál tengd Touch ID.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða einangrað með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta út Touch ID-spjaldinu, sem er einnig aflrofinn.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tölvunni og ganga úr skugga um að Touch ID eða aflrofinn virki eðlilega.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með USB-C, Thunderbolt og HDMI
Greining vandamála
Lesið þessar greinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
USB-C tæki þekkist ekki eða tengist ekki við rafmagn þegar því er stungið í samband við USB-C tengi tölvunnar
Thunderbolt-tæki eða -skjár þekkist ekki þegar því er stungið í samband við USB-C tengi tölvunnar
HDMI-skjár greinist ekki eða sýnir ekki mynd þegar hann er tengdur við HDMI-tengi tölvunnar (fyrir gerðir með HDMI)
Um Thunderbolt-tengi á Mac-tölvu
Millistykki fyrir Thunderbolt 4, Thunderbolt 3 eða USB-C tengi á Mac-tölvu
Breyta uppfærslutíðni í MacBook Pro eða Apple Pro Display XDR
Hversu marga skjái er hægt að tengja við MacBook Pro
Ef ytri skjárinn er dimmur eða í lágri upplausn
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Gangið úr skugga um að ekki sé farið yfir tiltekinn hámarksfjölda studdra ytri USB-C tækja, Thunderbolt-tækja eða skjáa fyrir þessa gerð. Skoðið Tengja skjá við Mac-tölvuna og Hversu marga skjái er hægt að tengja við MacBook Pro til að fá frekari upplýsingar um tengingu ytri skjáa.
Skoðið öll USB-C og HDMI-tengi og op á topphulstri tölvunnar í leit að aflögun, skemmdum eða óhreinindum sem gætu hindrað tenginguna.
Ef óhreinindi finnast í þessum tengjum skal hreinsa hvert tengi varlega með litlum mjúkum bursta sem er ekki úr málmi. Gangið úr skugga um að burstinn sé hreinn og þurr. Burstið varlega út ló og óhreinindi. Notið rétt nógu mörg hár á burstanum til að komast inn í tengið. Snúið hárunum til að losa um og ná út óhreinindum. Burstið óhreinindi frá tenginu til að koma í veg fyrir að þau berist í tengið. Þurrkið burt óhreinindi sem hafa losnað með örtrefjaklút.
Varúð: Aftengið kapla og slökkvið á tölvunni. Notið ekki úðabrúsa, leysiefni, slípiefni eða hreinsiefni sem innihalda vetnisperoxíð sem gætu valdið skemmdum á yfirborðinu. Ekki skal nota málmhluti til að hreinsa burt óhreinindi eða hindranir þar sem þeir geta valdið skammhlaupi í tenginu og valdið skemmdum. Forðist að raki komist í op og ekki úða vökva beint á tölvuna. Notið ekki þrýstiloft.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir Mac-tölvu (MRI).
Athugið: Fyrir gerðir með HDMI skal skoða greiningarniðurstöður til að staðfesta að HDMI-vélbúnaður sé til staðar.
Tengið samhæfa mús eða lyklaborð við hvert USB-C tengi á tölvunni til að staðfesta grunnvirkni USB-C tengis.
Gangið úr skugga um að Mac-tölvan greini tenginguna við báðar áttir hvors USB-C tengis með því að snúa þeim við og tengja aftur.
Tengið ytri Thunderbolt-skjá við tölvuna til að staðfesta virkni Thunderbolt í USB-C tenginu. Staðfestið hljóðúttak ef ytri skjárinn er með innri hátalara. Gangið úr skugga um að ytri skjárinn sýni rétta mynd og að hátalarar ytri skjásins gefi frá sér skýran hljóm.
Fyrir gerðir með HDMI skal tengja ytri HDMI-skjá við tölvuna til að staðfesta virkni HDMI-tengis. Staðfestið hljóðúttak ef ytri skjárinn er með innri hátalara. Gangið úr skugga um að ytri skjárinn sýni rétta mynd og að hátalarar ytri skjásins gefi frá sér skýran hljóm.
Opnið tölvuna og skoðið hana
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar um hvernig á að opna og skoða tölvuna. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um eftirfarandi hluti, einn í einu, í þeirri röð sem sýnd er. Eftir að skipt hefur verið um fyrsta hlutinn skal endurtaka skref úrræðaleitarinnar til að ákvarða hvort það að skipta um hlut leysi vandamálið. Ef það leysir ekki vandamálið skal skipta um næsta hlut.
Skiptið um inntaks-/úttaksspjald eða USB-C spjald (allt eftir gerðinni).
Skiptið um móðurborðið.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tölvunni og ganga úr skugga um að USB- og Thunderbolt-tækin virki og greinist þegar þau eru tengd við USB-C tengi á tölvunni, í báðar átti.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með SD-kort
Greining vandamála
Lesið þessa grein ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Ekki er hægt að setja SD-kort í raufina
Hægt er að setja SD-kort í raufina að hluta til, en ekki alveg
Rauf SD-korts samræmist ekki hólfinu
SD-kort virkar ekki rétt þegar það er sett í
Nota rauf SD- og SDXC-korts á Mac-tölvunni
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Gangið úr skugga um að notuð sé rétt gerð af SD-korti. Skoðið Nota rauf SD- og SDXC-korts á Mac-tölvu til að fá frekari upplýsingar um samhæfi og notkun SD-korts.
Athugið: Ekki eru allar fartölvur með SD-kortarauf.
Skoðið rauf SD-kortsins og op á topphulstri tölvunnar í leit að aflögun, skemmdum eða óhreinindum sem gætu hindrað tenginguna.
Ef óhreinindi finnast í þessari rauf skal hreinsa hana varlega með litlum mjúkum bursta sem er ekki úr málmi. Gangið úr skugga um að burstinn sé hreinn og þurr. Burstið varlega út ló og óhreinindi. Notið rétt nógu mörg hár á burstanum til að komast inn í opið. Snúið hárunum til að losa um og ná út óhreinindum. Burstið óhreinindi frá opinu til að koma í veg fyrir að þau séu burstuð í opið. Þurrkið burt óhreinindi sem hafa losnað með örtrefjaklút.
Varúð: Aftengið kapla og slökkvið á tölvunni. Notið ekki úðabrúsa, leysiefni, slípiefni eða hreinsiefni sem innihalda vetnisperoxíð sem gætu valdið skemmdum á yfirborðinu. Ekki skal nota málmhluti til að hreinsa burt óhreinindi eða hindranir þar sem þeir geta valdið skammhlaupi í tenginu og valdið skemmdum. Forðist að raki komist í op og ekki úða vökva beint á tölvuna. Notið ekki þrýstiloft.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðs fyrir Mac-tölvu (MRI).
Stingið forsniðnu SD-korti í tölvuna til að staðfesta grunnvirkni SD-kortaraufar. Gangið úr skugga um að kortið sitji rétt. Fjarlægið kortið og staðfestið að hægt sé að ná því úr án erfiðleika.
Gangið úr skugga um að vélbúnaður SD-kortalesarans sé óskemmdur. SD-kortalesarinn er yfirleitt hluti af móðurborðinu.
Opnið tölvuna og skoðið hana
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók tölvunnar um hvernig á að opna og skoða tölvuna. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um íhlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um móðurborðið sem inniheldur SD-kortalesarann.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tölvunni og ganga úr skugga um að SD-kort séu virk og greinist þegar þau eru tengd við raufina fyrir SD-kort á tölvunni.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um íhlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.