iPhone 15 , neðri hátalari

Áður en hafist er handa

 Viðvörun

Lestu Öryggi rafhlöðu og fylgdu leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Fjarlægðu eftirfarandi íhlut áður en þú byrjar:

Verkfæri

  • 15 cm viðgerðarbakki

  • ESD-örugg töng

  • JCIS-biti

  • Micro stix-biti

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksskrúfjárn (grænt, 0,45 kgf. cm)

  • Átaksskrúfjárn (grænblátt, 0,75 kgf cm)

 Varúð

Forðastu að snerta fjaðrirnar á eða nálægt neðri hátalaranum.

Losun

  1. Settu hulstrið í viðgerðarbakkann þannig að USB-C-tengið snúi að hakinu.

  2. Notaðu átaksskrúfjárnog JCIS-bita til að fjarlægja stjörnuskrúfurnar fjórar (1) úr neðri hátalaranum. Settu skrúfurnar til hliðar.

  3. Notaðu átaksskrúfjárn og Micro stix-bitann til að fjarlægja eina þríblaða skrúfu (2) af neðri hátalaranum. Settu skrúfuna til hliðar.

  4. Taktu neðri hátalarann ​​úr hulstrinu.

    •  Varúð

      • Ekki skemma fjöðrina á neðri hátalaranum.

      • Ekki lyfta loftopshlífinni á meðan neðri hátalarinn er fjarlægður.

Samsetning

  1. Gakktu úr skugga um að gúmmíþéttingin sé staðsett eins og sýnt er. Ef þéttingin er ekki í réttri stöðu skaltu nota ESD-örugga töng til að koma henni aftur fyrir.

  2. Settu neðri hátalarann ​​í hulstrið. Renndu hægra skrúfugatinu neðst á neðri hátalaranum undir loftopshllífina (1) og slepptu svo neðri hátalaranum á sinn stað (2).

    •  Varúð: Ekki lyfta loftopshlífinni á meðan verið er að staðsetja neðri hátalarann.

  3. Notaðu grænbláa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að setja eina nýja stjörnuskrúfu (923-09816) (2) í neðri hátalarann.

  4. Notaðu grænbláa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að setja þrjár nýjar stjörnuskrúfur (923-09823) (3) í neðri hátalarann.

  5. Notaðu græna átaksskrúfjárnið og Micro stix-bitann til að skrúfa eina nýja þríblaða skrúfu (923-09819) (1) í neðri hátalarann.

    •  Varúð: Ekki skemma fjaðrirnar á neðri hátalaranum.

Settu eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: