Mac Studio (2023) Loftnet 2

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Verkfæri fyrir loftnet

  • Átaksmælir (appelsínugulur, 0,85 kgf cm)

  • Torx Plus 3IP hálfmánabiti

  • Torx Plus 5IP 50 mm biti

Losun

  1. Notið appelsínugula átaksmælinn og Torx Plus 3IP bita til að fjarlægja tvær 3IP skrúfur (923-09162) úr tengihlíf loftnetsins. Fjarlægið hlífina og geymið hana fyrir samsetningu.

  2. Notið loftnetsverkfærið til að taka endann á samása kapli loftnets 2 úr tenginu.

  3. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 5IP 50 mm bita til að fjarlægja tvær 5IP skrúfur (923-09168) úr loftneti 2.

  4. Lyftið loftneti 2 úr húsinu.

Samsetning

  1. Staðsetjið loftnet 2 í húsinu.

  2. Stillið herslugildi stillanlega átaksmælisins á 11,5 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 5IP 50 mm bita til að skrúfa tvær 5IP skrúfur (923-09168) aftur í loftnet 2.

  3. Notið bitlausa enda loftnetsverkfærisins til að þrýsta endanum á samása kapli loftnets 2 á tengið.

  4. Leggið tengihlíf loftnetsins yfir enda samása loftnetskaplanna. Notið síðan appelsínugula átaksmælinn og Torx Plus 3IP bita til að skrúfa tvær 3IP skrúfur (923-09162) aftur í tengihlíf loftnetsins.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: