MacBook Pro (16 tommu, 2023) Skjár

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (0,3–1,2 Nm)

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksmælir (blár, 0,65 kgf. cm)

  • Torx Plus 3IP 44 mm hálfmánabiti

  • Torx Plus 8IP biti

  • Torx-öryggisbiti

 Varúð

  • Þetta ferli krefst kerfisstillingar. Eftir að öllum sundurhlutunar- og samsetningarskrefum er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið.

  • Ef skipt er um skjá þarf einnig að setja upp nýjan hornskynjara fyrir lok.

Losun

  1. Notið bláa átaksmælinn og Torx Plus 3IP bitann til að fjarlægja tvær 3IP skrúfur (923-06854) úr tengihlíf hornskynjara fyrir lok. Fjarlægið hlífina og geymið hana fyrir samsetningu.

  2. Notið svarta teininn til að lyfta endanum á sveigjanlega kaplinum fyrir hornskynjara af tenginu.

  3. Notið bláa átaksmælinn og Torx Plus 3IP bitann til að fjarlægja fjórar 3IP skrúfur (923-06854) úr tveimur hlífum skjátengisins. Fjarlægið hlífarnar og geymið þær fyrir samsetningu.

  4. Takið endann á sveigjanlegum rafmagnskapli fyrir baklýsingu skjás (1), sveigjanlegum kapli fyrir háskerpumyndavél FaceTime (2) og sveigjanlegum kapli fyrir eDP (3) úr sambandi við móðurborðið.

  5. Lyftið klemmum sveigjanlegu skjákaplanna frá innri umgjörð topphulstursins. Opnið þær varlega yfir brún topphulstursins til að sjá kapalhlífar skjásins undir.

  6. Lyftið kapalhlífum skjásins frá innri umgjörðinni og geymið þær fyrir samsetningu.

  7. Opnið tölvuna og leggið hana á hvolf á hreinan flöt og látið skjáinn hanga niður af borðbrúninni.

  8. Notið 0,3–1,2 stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 8IP bita til að fjarlægja sex 8IP skrúfur (923-06862) (1–6) úr skjálömunum í þeirri röð sem sýnd er.

  9. Dragið skjáinn til ykkar um 30 gráður.

  10. Lyftið skjánum og gætið þess að lamirnar losni frá brún topphulstursins.

  11. Fjarlægið skjáinn frá topphulstrinu.

Samsetning

Mikilvægt

  • Byrjið á skrefi 1 ef nýr skjár er settur á. Gætið þess að fjarlægja filmuhlífar og límbönd af nýjum skjá.

  • Farið í samsetningarskref 2 ef sami skjárinn er settur á.

  1. Fjarlægið núverandi hornskynjara fyrir lok og setjið nýjan í.

  2. Staðsetjið skjáinn á sinn stað í topphulstrinu. Gangið úr skugga um að lamirnar renni undir brún topphulstursins.

  3. Gangið úr skugga um að sveigjanlegur rafmagnskapall fyrir baklýsingu skjás, sveigjanlegur kapall fyrir háskerpumyndavél FaceTime og sveigjanlegur kapall eDP séu innan í topphulstrinu.

  4. Notið 0,3–1,2 Nm stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 8IP bita til að skrúfa sex 8IP skrúfur (923-06862) (1–6) lauslega í skjálamirnar í þeirri röð sem sýnd er.

  5. Lokið skjánum og látið tölvuna standa á hlið. Stillið af skjáinn þar til hann flúttar við topphulstrið.

  6. Leggið tölvuna á hvolf með aftari hlutann nær ykkur.

  7. Stillið herslugildi 0,3–1,2 stillanlega átaksmælins á 0,5 Ncm.

  8. Notið 0,3–1,2 stillanlega átaksmælinn og Torx Plus 8IP bitann til að skrúfa sex 8IP skrúfur aftur í skjálamirnar.

  9. Setjið kapalhlífar skjásins inn í innri umgjörðina í topphulstrinu.

  10. Komið sveigjanlegu skjáköplunum fyrir umhverfis brún hlífanna (1). Þrýstið síðan klemmum sveigjanlegu skjákaplanna niður og ofan á hlífarnar og yfir á innri umgjörðina (2).

  11. Notið slétta enda svarta teinsins til að koma skjákaplinum fyrir í bilinu á milli skjásins og innri rammans.

  12. Notið slétta enda svarta teinsins til að koma sveigjanlegu skjáköplunum fyrir í bilinu á milli móðurborðsins og innri rammans. Gangið úr skugga um að klemmur sveigjanlegu skjákaplanna séu að fullu klemmdar við innri umgjörðina.

  13. Stingið endunum á sveigjanlegum rafmagnskapli fyrir baklýsingu skjás (1), sveigjanlegum kapli fyrir háskerpumyndavél FaceTime (2) og sveigjanlegum kapli fyrir eDP (3) í samband við tilheyrandi tengi á móðurborðinu.

  14. Setjið tvær hlífar fyrir skjátengi yfir tengi fyrir sveigjanlegan rafmagnskapal fyrir baklýsingu skjás, sveigjanlegan kapal fyrir háskerpumyndavél FaceTime og sveigjanlegan kapal eDP. Notið síðan bláa átaksmælinn og Torx Plus 3IP bita til að skrúfa 3IP skrúfurnar fjórar (923-06854) aftur í tengihlífarnar.

  15. Þrýstið endanum á sveigjanlegum kapli hornskynjara fyrir lok á tengið.

  16. Leggið tengihlíf hornskynjarans yfir endann á sveigjanlegum kapli hornskynjarans. Notið síðan bláa átaksmælinn og Torx Plus 3IP bita til að skrúfa tvær 3IP skrúfur (923-06854) aftur í tengihlífina.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

 Varúð

Eftir að öllum sundurhlutunar- og samsetningarskrefum er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið.

Birt: