iPhone: Úrræðaleit vegna vandamála með myndavél
Úrræðaleit vegna vandamála með myndavél eða LiDAR
Úrræðaleit vegna vandamála með TrueDepth-myndavél eða Face ID
Úrræðaleit vegna vandamála með myndavél eða LiDAR
Greining vandamála
Lesið tengda hjálpargrein ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Vandamál með gæði mynda eða myndskeiða
Óskýrt eða óljóst
Of dimmt eða of bjart
Litaðar línur eða strik
Blettir
Röng litajöfnun
Óeðlileg lýsing, móða eða blettur nálægt brúninni
Rispur í skærum lit
Vandamál með myndavél
Ekki er hægt að taka myndir
Ekki er hægt að taka upp myndskeið
Forskoðun sést ekki í myndavélarforritinu
Myndavélarforritið lokast óvænt
LED-ljós virkar ekki
Myndavélarforrit skiptir ekki á milli myndavélar og TrueDepth-myndavélar
Myndavél á í vandræðum með að skipta yfir á aðdráttarmyndavél fyrir meiri aðdrátt en 2x í björtu umhverfi
Ryk eða aðrir aðskotahlutir í linsu myndavélar
Vandamál með LiDAR
LiDAR-skanninn mælir ekki
Ef myndavélin eða flassið á iPhone, iPad eða iPod touch virkar ekki
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Mismunandi gerðir iPhone-síma eru búnar mismunandi myndavélum og eiginleikum, svo sem LiDAR. Hægt er að fá aðstoð við að ákvarða gerð iPhone-símans í Að ákvarða gerð iPhone-símans.
Hreinsið allar myndavélalinsur með mjúkum, örlítið rökum og lófríum klút – til dæmis klút fyrir linsur.
Mikilvægt: Takið fyrst allar snúrur úr sambandi og slökkvið á iPhone-símanum. Ekki nota vörur sem innihalda bleikiefni eða vetnisperoxíð. Forðist að raki komist í op og ekki skal setja iPhone-símann í vökva sem inniheldur hreinsiefni. Notið ekki þrýstiloft.
Fjarlægið hulstur, aukabúnað eða filmu sem gæti verið fyrir myndavélinni eða flassinu eða nálæga hluti sem innihalda segul. Fjarlægið allan aukabúnað fyrir prófun. Segulmagnaður aukabúnaður gæti truflað iPhone-myndavélar.
Leitið eftir skemmdum í kringum myndavél iPhone. Allar skemmdir á myndavélinni, t.d. við að missa iPhone-símann í gólfið, gætu þarfnast viðgerðar.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Takið mynd frá lásskjánum með myndavélarforritinu til að prófa gæði myndavélarinnar.
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðar fyrir farsímatilföng (MRI).
Keyrið Greiningarpakka fyrir myndgæði myndavélar. Fylgið leiðbeiningunum í greiningarpakkanum til að skrásetja frávik eða bjögun sem kemur fram þegar prófið er framkvæmt.
Opnið iPhone-tækið og skoðið það
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Fylgið ferlunum í viðgerðahandbókinni til að opna tækið.
Aftengið knippi sveigjanlegu kaplanna sem tengja myndavélina við móðurborðið.
Skoðið hvert tengi til að leita eftir skemmdum eða óhreinindum.
Ef sveigjanleg tengi myndavélar virðast í lagi og óskemmd skal endurtengja knippi sveigjanlegu kaplanna. Komið hverju tengi gætilega fyrir aftur með því að þrýsta létt á það með tveimur fingrum.
Setjið saman aftur með því að setja upp alla íhluti sem voru teknir úr og loka því næst tækinu.
Prófið myndavélina og LiDAR-búnaðinn í tækinu aftur.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um hlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um eftirfarandi íhluti í upptöldum gerðum:
Skiptið um myndavél vegna vandamála með myndavél í öllum iPhone-gerðum.
Skiptið um glerbakstykki á iPhone 14, iPhone 14 Plus, öllum gerðum iPhone 15, öllum gerðum iPhone 16 og iPhone 16e til að lagfæra vandamál með myndavélarflass.
Skiptið um hulstur á iPhone 15, iPhone 15 Plus, iPhone 16, iPhone 16 Plus, iPhone 16 Pro, iPhone 16 Pro Max og iPhone 16e gerðum til að leysa vandamál með myndavélarflass.
Skiptið um hulstur á iPhone 15, iPhone 15 Plus, iPhone 16, iPhone 16 Plus, iPhone 16 Pro, iPhone 16 Pro Max og iPhone 16e gerðum ef einkennin lagast ekki eftir að skipt er um myndavélina.
Í einhverjum tilvikum er hægt að leysa vandamál sem tengjast LiDAR með því að skipta um myndavél. Í öðrum tilvikum er hægt að leysa vandamál sem tengjast LiDAR með því að skipta um hulstrið. Ef myndavélin og LiDAR-búnaðurinn bila þarf hugsanlega að skipta um bæði myndavélina og hulstrið til að leysa úr vandamálinu með LiDAR.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og sannreyna að myndavélin og LiDAR-búnaðurinn virki sem skyldi.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Fyrir aðrar gerðir má finna aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Úrræðaleit vegna vandamála með TrueDepth-myndavél eða Face ID
Greining vandamála
Lesið tengdar hjálpargreinar ef einhver af eftirfarandi vandamálum eru til staðar:
Vandamál með gæði mynda eða myndskeiða
Óskýrt eða óljóst
Of dimmt eða of bjart
Litaðar línur eða strik
Blettir
Röng litajöfnun
Óeðlileg lýsing, móða eða blettur nálægt brúninni
Rispur í skærum lit
Vandamál með myndavél
Ekki er hægt að taka myndir
Ekki er hægt að taka upp myndskeið
Forskoðun sést ekki í myndavélarforritinu
Myndavélarforritið lokast óvænt
Myndavélarforrit skiptir ekki á milli myndavélar og TrueDepth-myndavélar
Ryk eða aðrir aðskotahlutir í linsu myndavélar
Ef myndavélin eða flassið á iPhone, iPad eða iPod touch virkar ekki
Vandamál með Face ID
Ekki er hægt að setja upp Face ID
Ekki er hægt að greina andlit einstaklings
Ekki er hægt að opna iPhone með Face ID
Ekki er hægt að kaupa með Face ID
Tilkynningin „Face ID hefur verið gert óvirkt“ kemur upp
Notkun Face ID í iPhone eða iPad Pro
Ef tilkynning segir að Face ID hafi verið gert óvirkt í iPhone eða iPad Pro
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein skal halda áfram í næsta hluta.
Prófa skjót skref fyrir úrræðaleit
Hreinsið allar myndavélalinsur með mjúkum, örlítið rökum og lófríum klút – til dæmis klút fyrir linsur.
Mikilvægt: Takið fyrst allar snúrur úr sambandi og slökkvið á iPhone-símanum. Ekki nota vörur sem innihalda bleikiefni eða vetnisperoxíð. Forðist að raki komist í op og ekki skal setja iPhone-símann í vökva sem inniheldur hreinsiefni. Notið ekki þrýstiloft.
Fjarlægið hulstur, aukabúnað eða filmu sem gæti verið fyrir myndavélinni eða flassinu eða nálæga hluti sem innihalda segul. Fjarlægið allan aukabúnað fyrir prófun.
Leitið eftir skemmdum í kringum myndavél iPhone. Allar skemmdir á myndavélinni, t.d. við að missa iPhone-símann í gólfið, gætu þarfnast viðgerðar.
Gangið úr skugga um að augu, nef og munnur sjáist almennilega í TrueDepth-myndavélinni. Ef notuð eru sólgleraugu sem hindra ákveðna ljósgeisla skal prófa að nota Face ID án sólgleraugna.
Haldið iPhone-símanum 10 til 20 tommum frá andlitinu.
Frekari upplýsingar eru í skrefum og hjálparúrræðum í Fljótleg úrræðaleit.
Keyrið handvirk próf og greiningarpróf
Ef vandamálið var ekki leyst með því að fylgja hjálpargrein eða með því að prófa skjót skref fyrir úrræðaleit skal keyra þessar greiningar- og handvirku prófanir til að einangra orsök vandamálsins:
Takið mynd frá lásskjánum með myndavélarforritinu til að prófa gæði myndavélarinnar.
Keyrið Greiningarpakka skoðunarbúnaðar fyrir farsímatilföng (MRI).
Keyrið Greiningarpakka Face ID.
Opnið iPhone-tækið og skoðið það
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja hjálpargreinum eða keyra greiningarpróf skal skoða viðgerðahandbók iPhone til að opna og skoða hann. Hluti sem hefur skemmst eða færst til gæti verið að valda einhverju vandamálanna.
Fylgið ferlunum í viðgerðahandbókinni til að opna tækið.
Aftengið knippi sveigjanlegu kaplanna sem tengja TrueDepth-myndavélina við móðurborðið.
Skoðið hvert tengi til að leita eftir skemmdum eða óhreinindum.
Ef sveigjanleg tengi myndavélar virðast í lagi og óskemmd skal endurtengja knippi sveigjanlegu kaplanna. Komið hverju tengi gætilega fyrir aftur með því að þrýsta létt á það með tveimur fingrum.
Setjið saman aftur með því að setja upp alla íhluti sem voru teknir úr og loka því næst tækinu.
Prófið myndavélina og Face ID-búnaðinn í tækinu aftur.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.
Skiptið um hlutinn
Ef vandamálið var ekki leyst eða orsökin einangruð með því að fylgja fyrri skrefum skal skipta um TrueDepth-myndavél.
Að viðgerð lokinni skal kveikja á tækinu og sannreyna virkni TrueDepth-myndavélarinnar og Face ID.
Athugið: Í þessum hluta þarf að panta varahluti og verkfæri. Ekki er víst að vandamál tækisins leysist þótt skipt sé um hlut. Finna má aðra þjónustuvalkosti á support.apple.com/repair.