iPhone SE (3. kynslóð), myndavél

Áður en þú byrjar

 Viðvörun

Lestu Öryggi rafhlöðu og fylgdu leiðbeiningum um vinnusvæði og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Fjarlægðu eftirfarandi íhlut áður en þú byrjar:

Verkfæri

  • ESD-töng (töng sem er örugg fyrir rafstöðuúrhleðslu, e. electrostatic discharge)

  • JCIS-biti

  • Nítríl- eða lólausir hanskar

  • Nælonkanni (svart prik)

  • Súperskrúfubiti

  • Átaksskrúfjárn (grænt, 0,45 kgf cm)

Fjarlæging

  1. Notaðu átaksskrúfjárn og JCIS-bita til að fjarlægja stjörnuskrúfuna af myndavélarhlífinni. Settu skrúfuna til hliðar.

  2. Notaðu átaksskrúfjárn og súperskrúfubita til að fjarlægja súperskrúfuna af myndavélarhlífinni. Settu súperskrúfuna til hliðar.

  3. Fjarlægðu myndavélarhlífina og geymdu hana fyrir samsetningu.

  4. Notaðu flata endann á svarta prikinu til að lyfta endanum á myndavélasnúrunni af tenginu.

  5. Taktu myndavélina úr hulstrinu.

Samsetning

  1. Settu á þig hanskana til að óhreinka ekki myndavélarlinsurnar. Haltu síðan nýju myndavélinni með linsurna niður á við og fjarlægðu verndarhlífina af myndavélarlinsunni.

  2. Láttu myndavélina hvíla í hulstrinu. Ekki ýta myndavélinni inn í hulstrið strax.

  3. Ýttu enda myndavélarsnúrunnar að tenginu (1). Ýttu myndavélinni varlega inn í hulstrið (2).

  4. Settu myndavélarhlífina á myndavélina.

  5. Notaðu græna átaksskrúfjárnið og súperskrúfubita til að setja eina nýja súperskrúfu (923-01987) að hluta í myndavélarhlífina. Ekki herða súperskrúfuna að fullu strax.

  6. Notaðu græna átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að setja eina nýja stjörnuskrúfu (923-02006) að hluta í myndavélarhlífina.

  7. Festu skrúfurnar tvær að fullu í myndavélarhlífina.

Settu eftirfarandi hluta aftur upp til að ljúka samsetningunni:

Birt: