iMac (24 tommu, M1, 2021, fjögur tengi) Tengispjald

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Stoðfleygar

  • Torx T3-skrúfjárn

Losun

  1. Staðsetjið húsið þannig að bakið liggi niður og efri hlutinn næst þér.

  2. Notið T3 skrúfjárnið til að fjarlægja fimm T3 skrúfur (923-05559) úr hlíf fyrir lághraða sveigjanlegan kapal.

  3. Fjarlægið hlífina fyrir lághraða sveigjanlegan kapal og geymið hana fyrir samsetningu.

  4. Notið slétta enda svarta teinsins til að lyfta báðum endum á lághraða sveigjanlegum kapli af tengjunum.

  5. Togið í flipann til að opna lásarminn á háhraða sveigjanlegum kapli (1).

  6. Takið endann á háhraða sveigjanlegum kapli úr sambandi við tengið (2).

  7. Notið T3 skrúfjárnið til að fjarlægja fimm T3 skrúfur (923-05560) úr tengispjaldinu.

  8. Komið slétta enda svarta teinsins fyrir á mili móðurborðsins og hússins. Notið síðan slétta enda svarta teinsins til að lyfta tengispjaldinu úr húsinu.

Samsetning

  1. Komið tengispjaldinu fyrir í húsinu.

  2. Notið T3 skrúfjárnið til að skrúfa fimm T3 skrúfur (923-05560) lauslega í tengispjaldið.

  3. Þegar allar fimm T3 skrúfurnar hafa verið skrúfaðar lauslega í skal nota T3 skrúfjárnið til að skrúfa þær alveg í tengispjaldið.

  4. Stingið endanum á háhraða sveigjanlegum kapli í tengið (1).

  5. Lokið lásarmi háhraða sveigjanlega kapalsins (2).

  6. Þrýstið gætilega endum á lághraða sveigjanlegum kapli snertiborðsins á tengispjaldið.

    •  Varúð: Ekki beygja tengin.

  7. Setjið hlíf fyrir lághraða sveigjanlegan kapal í húsið.

  8. Notið T3 skrúfjárnið til að skrúfa fimm T3 skrúfur (923-05559) aftur í hlíf fyrir lághraða sveigjanlegan kapal.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: