MacBook Pro (13 tommu, M1, 2020) Skjár
Áður en hafist er handa
Fjarlægið eftirfarandi íhluta áður en hafist er handa:
Verkfæri
Torx T3-skrúfjárn
Torx T8-skrúfjárn

Mikilvægt
Ef skipt er um þennan íhlut er ráðlagt að keyra viðgerðaraðstoð fyrir hugbúnað til þess að ljúka viðgerðinni. Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið.
Losun
Notið T3 skrúfjárnið til að fjarlægja fjórar T3 skrúfur (923-05251) úr gormastrekkjurunum tveimur á innri umgjörðinni.
Opnið tölvuna og leggið hana á hvolf á hreinan flöt og látið skjáinn hanga niður af borðbrúninni.
Notið T8 skrúfjárnið til að fjarlægja sex T8 skrúfur (923-05266) úr skjálömum.
Dragið skjáinn til ykkar um 15 gráður (1). Lyftið skjánum upp og gætið þess að lamirnar losni frá brún topphulstursins (2).
Samsetning
Mikilvægt
Gætið þess að fjarlægja filmuhlífar og límbönd af nýjum skjá.
Leggið skjáinn á topphulstrið.
Athugið: Skjárinn inniheldur TCON-spjaldið og gormastrekkjarana.
Gangið úr skugga um að TCON-kortið og gormastrekkjararnir séu innan í topphulstrinu.
Notið T8 skrúfjárnið til að skrúfa sex T8 skrúfur (923-05266) lauslega í skjálamirnar í þeirri röð sem sýnd er.
Lokið skjánum og stillið hann af þar til hann flúttar við topphulstrið.
Notið T8 skrúfjárn til að skrúfa T8 skrúfurnar sex í skjálamirnar.
Rúllið og þrýstið á gormastrekkjarana þannig að þeir flútti við innri rammann.
Notið T3 skrúfjárnið til að skrúfa fjórar T3 skrúfur (923-05251) aftur í gormastrekkjarana tvo.
Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:
Mikilvægt
Viðgerðaraðstoð til að ljúka viðgerðinni kann að vera í boði í tækinu, allt eftir því hvaða íhlut er skipt út. Upplýsingar um hvernig hefja á viðgerðaraðstoð.