iPhone 14 Plus, efri hátalari

Áður en þú byrjar

 Viðvörun

Lestu Öryggi rafhlöðu og fylgdu leiðbeiningum um vinnusvæði og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Fjarlægðu eftirfarandi hluta áður en þú byrjar:

Verkfæri

  • 6,7 tommu viðgerðarbakki

  • ESD-töng (töng sem er örugg fyrir rafstöðuúrhleðslu, e. electrostatic discharge)

  • JCIS-biti

  • Nælonkanni (svart prik)

  • Átaksskrúfjárn (blátt, 0,65 kgf cm)

  • Átaksskrúfjárn (grátt, 0,55 kgf cm)

Fjarlæging

  1. Settu hulstrið í viðgerðarbakkann þannig að lightning-tengið snúi að hakinu.

  2. Notaðu átaksskrúfjárn og JCIS-bitann til að fjarlægja stjörnuskrúfuna úr hlið hulstursins. Haltu átaksskrúfjárninu eins hornrétt og mögulegt er til að forðast að eyðileggja skrúfuna. Settu skrúfuna til hliðar.

  3. Notaðu átaksskrúfjárn og JCIS-bitann til að fjarlægja stjörnuskrúfurnar sjö úr efri hátalaranum. Settu skrúfurnar til hliðar.

  4. Lyftu endum efri hátalarans og á loftnetssnúrunum úr glerbakstykkinu úr tengjunum.

  5. Taktu efri hátalarann úr hulstrinu.

Samsetning

  1. Settu efri hátalarann ​​í hulstrið.

  2. Þrýstu endum efri hátalarans og á loftnetssnúrunum úr glerbakstykkinu að tengjunum.

  3. Notaðu gráa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að setja eina nýja stjörnuskrúfu (923-08504) í hliðina á hulstrinu. Haltu átaksskrúfjárninu eins hornrétt og mögulegt er til að forðast að eyðileggja skrúfuna.

  4. Notaðu bláa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að setja fjórar nýjar stjörnuskrúfur (923-08506) (1) (923-08510) (5) í efri hátalarann.

  5. Notaðu gráa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að setja eftirfarandi þrjár nýjar stjörnuskrúfur í efri hátalarann:

    • Ein stjörnuskrúfa (923-08504) (2)

    • Ein stjörnuskrúfa (923-08511) (3)

    • Ein stjörnuskrúfa (923-08505) (4)

Settu eftirfarandi hluta aftur í til að ljúka samsetningunni:

Birt: