iPhone 14, efri hátalari

Áður en þú byrjar

 Viðvörun

Lestu Öryggi rafhlöðu og fylgdu leiðbeiningum um vinnusvæði og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

Fjarlægðu eftirfarandi hluta áður en þú byrjar:

Verkfæri

  • 6,1 tommu viðgerðarbakki

  • ESD-töng (töng sem er örugg fyrir rafstöðuúrhleðslu, e. electrostatic discharge)

  • JCIS-biti

  • Nælonkanni (svart prik)

  • Átaksskrúfjárn (grátt, 0,55 kgf cm)

Fjarlæging

  1. Settu hulstrið í viðgerðarbakkann þannig að lightning-tengið snúi að hakinu.

    • Mikilvægt

      • Ef iPhone er ekki með mmWave-loftneti skaltu fara beint í skref 4.

      • iPhone gerðir sem eru ekki með mmWave-loftneti eru með frauðhlíf sem hylur eina af stjörnuskrúfunum fimm í efri hátalaranum. Fjarlægðu frauðið til að komast að skrúfunni. Geymdu frauðið fyrir endursamsetningu. Ef frauðið týnist eða skemmist þarf að skipta um það.

  2. Lyftu enda loftnetssnúrunnar á glerbakstykkinu af tenginu.

  3. Notaðu oddhvassa enda svarta priksins til að lyfta efri enda loftnetsins á glerbakstykkinu af efri hátalaranum. Fjarlægðu loftnetið til að komast að skrúfunni á efri hátalaranum. Geymdu loftnetið fyrir endursamsetningu.

    • Athugaðu: Loftnetssnúrurnar á glerbakstykkinu eru tengdar við loftnetið.

  4. Notaðu átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að fjarlægja eina stjörnuskrúfu af hlið hulstursins. Haltu átaksskrúfjárninu eins hornrétt og mögulegt er til að forðast að eyðileggja skrúfuna. Settu skrúfuna til hliðar.

  5. Notaðu átaksskrúfjárn og JCIS-bitann til að fjarlægja stjörnuskrúfurnar fimm úr efri hátalaranum. Settu skrúfurnar til hliðar.

  6. Lyftu enda snúrunnar úr efri hátalaranum úr tenginu.

  7. Taktu efri hátalarann úr hulstrinu.

Samsetning

  1. Settu efri hátalarann ​​í hulstrið.

  2. Ýttu enda snúrunnar úr efri hátalaranum í tengið.

  3. Notaðu gráa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að skrúfa fimm nýjar stjörnuskrúfur í (923-08386) í þeirri röð sem sýnd er.

  4. Notaðu gráa átaksskrúfjárnið og JCIS-bitann til að skrúfa eina nýja stjörnuskrúfu (923-08504) í hliðina á hulstrinu. Haltu skrúfjárninu eins hornrétt og hægt er til að forðast að eyðileggja skrúfuna.

  5. Þrýstu endanum á loftnetssnúru glerbakstykkisins í tengið.

    •  Varúð: Ef loftnetið fyrir glerbakstykkið týnist eða skemmist skaltu endurtaka skref 2 og 3 til að fjarlægja efri hátalara. Kláraðu svo að setja glerbakstykkið aftur saman samkvæmt skrefi 4 með nýju loftneti fyrir glerbakstykki.

  6. Ef iPhone er ekki með mmWave-loftneti skaltu setja frauðstykkið aftur í.

    • Mikilvægt: Ef frauðið týnist eða skemmist skaltu nota nýtt.

Settu eftirfarandi hluta aftur í til að ljúka samsetningunni:

Birt: