Notkunarhandbók límvirkjunarrúllu
Límvirkjunarrúllan er notuð til að festa lím sem virkjast við þrýsting á ákveðin Apple-tæki á meðan á viðgerð stendur.
Mörg afbrigði eru til af límvirkjunarrúllunni. Þessi útskiptanlegu verkfæri tryggja að réttum þrýstingi sé beitt þegar þau eru notuð eins og mælt er fyrir um.
923-10420

923-13515

Mikilvægt
Tryggið að rúllan sé hrein. Rúllið yfir límhlið bláa málningarlímbandsins til að þrífa rúlluna ef þörf krefur.
Notið rúlluna til að virkja límið þegar fyrirmæli eru gefin um slíkt í viðgerðarferlinu. Stillið rúlluna af yfir límborðanum/-borðunum eins og sýnt er í viðgerðarskrefunum. Fylgið síðan leiðbeiningunum hér á eftir.
Ýtið á rúlluna með báðum höndum þar til litaða merkið á rúllupinnanum flúttar við hvítu röndina.
Varúð:
Ekki beita of miklum þrýstingi þar sem það getur valdið skemmdum á tækinu.
Merkið á rúllupinnanum verður að vera innan hvítu randarinnar til að réttum þrýstingi sé beitt. Þetta mun koma í veg fyrir skemmdir og tryggja rétta virkjun límsins.
Mikilvægt:
Mikilvægt: Rúllan (923-13515) rúllar aðeins þegar réttum þrýstingi er beitt.
Rúllið hægt og stöðugt.


Rúllið meðfram hverjum límborða. Rúlla fram og til baka telst sem ein umferð. Í viðgerðarferlinu má sjá nánari upplýsingar um fjölda umferða sem þarf til að virkja límið.
Mikilvægt: Ef hindrun er á leiðinni, eins og losunarflipi bakka, skal breyta stefnu rúllunnar til að forðast hindrunina. Ýtið síðan og rúllið yfir svæðið sem var hindrað.

