Notkunarhandbók límvirkjunarrúllu
Límvirkjunarrúllan er notuð til að festa sjálflímandi lím á ákveðnum Apple-tækjum meðan á viðgerð stendur.
Mörg afbrigði eru til af límvirkjunarrúllunni. Þessi útskiptanlegu verkfæri tryggja að réttum þrýstingi sé beitt þegar þau eru notuð eins og mælt er fyrir um.
923-10420

923-10420

Mikilvægt
Tryggið að rúllan sé hrein.
Notið rúlluna til að virkja límið þegar fyrirmæli eru gefin um slíkt í viðgerðarferlinu. Stillið rúlluna af yfir límborðanum/-borðunum eins og sýnt er í viðgerðarskrefunum. Fylgið síðan leiðbeiningunum hér á eftir.
Ýtið á rúlluna með báðum höndum þar til litaða merkið á rúllupinnanum flúttar við hvítu röndina.
Varúð:
Ekki beita of miklum þrýstingi þar sem það getur valdið skemmdum á tækinu.
Merkið á rúllupinnanum verður að vera innan hvítu randarinnar til að réttum þrýstingi sé beitt. Þetta mun koma í veg fyrir skemmdir og tryggja rétta virkjun límsins.
Mikilvægt: Rúlluverkfærði (923-13515) rúllar aðeins þegar réttum þrýstingi er beitt.


Rúllið meðfram hverjum límborða. Rúlla fram og til baka telst sem ein umferð. Í viðgerðarferlinu má sjá nánari upplýsingar um fjölda umferða sem þarf til að virkja límið.
