iPad Pro 11 tommu (M4) hátalarar
Áður en hafist er handa
Viðvörun
Lesið Öryggi rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnusvæði og meðhöndlun rafhlaðna áður en hafist er handa.
Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:
Verkfæri
11 tommu viðgerðarbakki
Verkfæri til að fjarlægja lím
ESD-örugg töng
Etanólþurrkur eða IPA-þurrkur (ísóprópýlalkóhól)
JCIS-skrúfbiti fyrir krosshausaskrúfur
Nítrílhanskar eða lófríir hanskar
Nemi úr næloni (svartur teinn)
Átaksmælir (svartur, 0,35 kgf cm)
Skoðið ítarlegan lista yfir verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Varúð
Ef hátalari er fjarlægður verður að skipta um hann.
Athugið: Farið í skrefin fyrir fjarlægingu eða samsetningu hátalarans sem verið er að skipta út.
Bassabox neðst til vinstri
Bassabox neðst til hægri
Bassabox efst til vinstri
Bassabox efst til hægri
Hátíðnihátalari neðst til vinstri
Hátíðnihátalari neðst til hægri
Hátíðnihátalari efst til vinstri
Hátíðnihátalari efst til hægri
Bassabox neðst til vinstri
Losun
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Fjarlægið límfilmuna neðan af nýja hátalaranum.
Komið nýja hátalaranum fyrir í hulstrinu.
Þrýstið á efsta hluta hátalarans og haldið í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hulstrið.
Komið nýju þynnunni og svampinum fyrir. Þrýstið síðan á og haldið niðri þynnunni og svampinum til að festa við hulstrið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Bassabox neðst til hægri
Losun
Takið endana sveigjanlegu kaplanna úr sambandið við tengin.
Notið átaksmæli og JCIS-skrúfbita til að fjarlægja eina krosshausaskrúfu úr loftnetinu
Lyftið samása loftnetskaplinum gætilega af hátalaranum.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Komið nýja hátalaranum fyrir í hulstrinu.
Þrýstið á efsta hluta hátalarans og haldið í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hulstrið.
Komið nýju þynnunni og svampinum fyrir. Þrýstið síðan á og haldið niðri þynnunni og svampinum til að festa við hulstrið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (452-10574) í loftnetið.
Bassabox efst til vinstri
Losun
Notið átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja sjö skrúfur úr tengihlíf móðurborðsins. Setjið skrúfurnar til hliðar. Fjarlægið síðan tengihlífina. Geymið hlífina fyrir samsetningu.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Komið nýju þynnunni og svampinum fyrir. Þrýstið síðan á og haldið niðri þynnunni og svampinum til að festa við hulstrið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa sjö nýjar krosshausaskrúfur (452-10524) í tengihlíf móðurborðsins.
Bassabox efst til hægri
Losun
Notið átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja sjö skrúfur úr tengihlíf móðurborðsins. Setjið skrúfurnar til hliðar. Fjarlægið síðan tengihlíf móðurborðsins. Geymið hlífina fyrir samsetningu.
Flettið samása loftnetskaplinum gætilega af hulstrinu.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Komið nýju þynnunni og svampinum fyrir. Þrýstið síðan á og haldið niðri þynnunni og svampinum til að festa við hulstrið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Ýtið enda samása kapals loftnetsins í tengið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa sjö nýjar krosshausaskrúfur (452-10524) í tengihlíf móðurborðsins.
Hátíðnihátalari neðst til vinstri
Losun fyrir Wi-Fi-gerðir
Fjarlægið bassabox neðst til vinstri úr hulstrinu.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfærið til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hulstrinu. Fjarlægið hátalarann.
Samsetning fyrir Wi-Fi-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Fjarlægið límfilmuna neðan af nýja hátalaranum.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýtt bassabox neðst til vinstri.
Losun fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Fjarlægið bassabox neðst til vinstri.
Notið átaksmæli og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja þrjár krosshausaskrúfurnar úr loftnetinu.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Takið endann á sveigjanlega kaplinum fyrir loftnetið úr sambandi við tengið.
Takið endann á sveigjanlega kaplinum fyrir loftnetið úr sambandi við tengið.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Fjarlægið límfilmuna neðan af nýja hátalaranum.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa í þrjár nýjar krosshausaskrúfur.
(1) 452-09547
(2) 452-10574
(3) 452-04731
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýja hátalarann neðst til vinstri.
Hátíðnihátalari neðst til hægri
Losun fyrir Wi-Fi-gerðir
Fjarlægið bassabox neðst til vinstri.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning fyrir Wi-Fi-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýtt bassabox neðst til hægri.
Losun fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Fjarlægið bassabox neðst til vinstri.
Notið átaksmæli og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja tvær krosshausaskrúfur úr hátalaranum.
Flettið sveigjanlega loftnetskaplinum af hátalaranum.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Fjarlægið límfilmuna neðan af nýja hátalaranum.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa tvær nýjar krosshausaskrúfur (452-10574) í sveigjanlega loftnetskapalinn.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýtt bassabox neðst til hægri í hulstrinu.
Hátíðnihátalari efst til vinstri
Losun fyrir Wi-Fi-gerðir
Fjarlægið bassabox efst til vinstri.
Notið átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja tvær krosshausaskrúfur úr loftnetinu og jarðtengifjöðrinni. Lyftið sveigjanlega loftnetskaplinum af hátalaranum.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning fyrir Wi-Fi-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbita til að skrúfa tvær nýjar krosshausaskrúfur (452-10524) í loftnetið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýja hátalarann efst til vinstri.
Losun fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Fjarlægið bassabox efst til vinstri.
Notið átaksmæli og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja tvær krosshausaskrúfur úr loftnetinu.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu. Flettið sveigjanlega loftnetskaplinum af hátalaranum.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Setjið hátalarann í hólfið.
Ýtið ofan á hátalarann og haldiðtu í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hólfið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa tvær krosshausaskrúfur (452-10574) í loftnetið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýja hátalarann efst til vinstri.
Hátíðnihátalari efst til hægri
Losun fyrir Wi-Fi-gerðir
Fjarlægið bassabox efst til hægri.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning fyrir Wi-Fi-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Setjið hátalarann í hólfið.
Þrýstið hátalaranum inn í hulstrið í 20 mínútur til að tryggja að hátalarinn festist við hulstrið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýja hátalarann efst til hægri.
Losun fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Fjarlægið bassabox efst til hægri.
Lyftið endanum á hátalarakapli úr tenginu.
Notið átaksmæli og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja tvær krosshausaskrúfur úr loftnetinu.
Flettið loftnetinu gætilega af hátalaranum.
Notið verkfæri til að fjarlægja lím til að losa hátalarann úr hólfinu.
Samsetning fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir
Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hólfinu.
Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hátalarans sem á að setja í.
Setjið hátalarann í hólfið.
Þrýstið á efsta hluta hátalarans og haldið í 20 sekúndur til að tryggja að hann festist við hulstrið.
Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa tvær krosshausaskrúfur (452-10574) í loftnetið.
Stingið enda hátalarakapalsins í tengið.
Setjið upp nýtt bassabox efst til hægri.
Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu: