iPad Air 11 tommu (M3) hnappur að ofan

Áður en hafist er handa

null Viðvörun

Lesið Öryggi rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnusvæði og meðhöndlun rafhlaðna áður en hafist er handa.

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • 11 tommu viðgerðarbakki

  • Verkfæri til að fjarlægja lím

  • ESD-örugg töng

  • Etanólþurrkur eða IPA-þurrkur (ísóprópýlalkóhól)

  • JCIS-skrúfbiti fyrir krosshausaskrúfur

  • Micro stix-bor

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksmælir (svartur, 0,35 kgf cm)

  • Átaksmælir (grænn, 0,45 kgf. cm)

Skoðið ítarlegan lista yfir verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Mikilvægt

Ef þessum hlut er skipt út er mælt með að keyra viðgerðaraðstoð fyrir hugbúnað til að virkja öryggiseiginleika. Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið.

Losun

Athugið: Ef sundurhlutunarskrefum er þegar lokið skal fara beint í samsetningu.

  1. Aðeins fyrir Wi-Fi + Cellular-gerðir: Notið átaksmæli og JCIS-skrúfbitann til að fjarlægja eina krosshausaskrúfu úr tengihlíf myndavélar (1), eina krosshausaskrúfu úr sveigjanlega kaplinum fyrir hnappinn að ofan (2) og tvær krosshausaskrúfur úr festingunni fyrir hnappinn af ofan (3). Setjið skrúfurnar til hliðar. Geymið hlífina fyrir samsetningu.

    • Aðeins fyrir Wi-Fi-gerðir:

    • Notið átaksmæli og Micro stix-bitann til að fjarlægja tvær trilobe-skrúfur úr loftnetinu. Setjið skrúfurnar til hliðar.

    • Notið átaksmæli og JCIS-skrúfbita til að fjarlægja eina krosshausaskrúfu úr tengihlíf myndavélar, eina krosshausaskrúfu úr sveigjanlega kaplinum fyrir hnappinn að ofan, eina krosshausaskrúfu úr festingunni fyrir hnappinn af ofan og eina krosshausaskrúfu úr jarðtengingarklemmu samása loftnetskapalsins. Setjið skrúfurnar til hliðar. Geymið hlífina fyrir samsetningu.

    • Fjarlægið skrúfuhlífina af vinstri skrúfunni í festingu hnappsins að ofan. Notið síðan átaksmæli og JCIS-bita til að fjarlægja skrúfuna úr festingunni. Setjið skrúfuna til hliðar.

  2. Takið endann á sveigjanlega kaplinum fyrir hnappinn að ofan úr sambandi við tengið og flettið síðan sveigjanlega kaplinum gætilega af hulstrinu.

  3. Notið verkfærið til að fjarlægja lím til að losa hnappinn að ofan úr hulstrinu.

Samsetning

  1. Notið etanólþurrkur eða IPA-þurrkur til að hreinsa límleifar úr hulstrinu.

  2. Flettið límfilmunni af neðri hluta nýja hnappsins að ofan sem á að setja í. Rennið síðan nýja hnappinum að ofan og festingunni inn í hulstrið.

  3. Ýtið á hnappinn að ofan til að ganga úr skugga um að það smelli í honum eins og á að gera. Ef það heyrist smellur í hnappinum, eins og á að gera, er haldið áfram í skref 4. Ef það gerist ekki skal fjarlægja hnappinn að ofan og festinguna og endurtaka þá samsetningarskref 1 til og með 3.

  4. Notið græna átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa tvær nýjar krosshausaskrúfur (452-05534) í festinguna fyrir hnappinn að ofan.

    • Aðeins Wi-Fi-gerðir: Leggið nýja skrúfuhlíf yfir vinstri skrúfuna.

  5. Flettið límfilmunni af nýja sveigjanlega kaplinum fyrir hnappinn að ofan sem á að setja í.

  6. Þrýstið enda sveigjanlegs kapals hnappsins að ofan að tenginu og ýtið síðan eftir kaplinum til að hann festist við hulstrið.

  7. Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (452-09968) í sveigjanlega kapalinn fyrir hnappinn að ofan.

    • Aðeins fyrir Wi-Fi-gerðir:

    • Notið svarta átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (452-09967) í samása loftnetskapalinn.

    • Notið svarta átaksmælinn og Micro stix-bitann til að skrúfa tvær nýjar trilobe-skrúfur (452-08732) í loftnetið.

  8. Komið tengihlíf myndavélarinnar fyrir yfir tengjum sveigjanlega kapalsins. Notið síðan græna átaksmælinn og JCIS-skrúfbitann til að skrúfa eina nýja krosshausaskrúfu (452-08786) í tengihlífina.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Mikilvægt

Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið og hennar er krafist til að virkja öryggiseiginleika. Upplýsingar um hvernig á að ræsa viðgerðaraðstoð.

Athugið: Ef viðgerðaraðstoð hefur ekki verið keyrð gæti varahluta- og þjónustuferill tækisins sýnt stöðu íhlutar sem „ljúka viðgerð“ og Apple Diagnostics fyrir viðgerð í sjálfsafgreiðslu kann að sýna stöðu íhlutar sem „óþekkt“.

Birt: