Kynning á Beats

Þessi handbók inniheldur tæknilegar leiðbeiningar um hvernig skuli skipta um upprunalega Apple-varahluti í Beats og er ætluð tæknimönnum með þá þekkingu, reynslu og verkfæri sem þarf til að gera við rafeindatæki.

Mikilvægt

  • Lestu alla handbókina áður en lengra er haldið. Ef þú treystir þér ekki til að framkvæma viðgerðir samkvæmt leiðbeiningunum í þessari handbók, skaltu ekki halda áfram.

  • Notaðu ávalt nýjustu útgáfu þessarar handbókar.

  Viðvörun

Ef viðgerðarleiðbeiningunum er ekki fylgt eða upprunalegir varahlutir frá Apple eða rétt verkfæri eru ekki notuð getur það valdið bruna eða öðrum öryggisvandamálum og leitt til meiðsla á fólki eða dauða.

 Varúð

Ef viðgerðarleiðbeiningunum er ekki fylgt eða upprunalegir varahlutir frá Apple eða rétt verkfæri eru ekki notuð getur það skemmt tækið, íhluti eða aðrar eignir, eða skaðað virkni tækisins eða vatnsheldni.

Upplýsingar um ábyrgð

Skemmdir sem hljótast af viðgerðum sem ekki eru framkvæmdar af Apple eða viðurkenndum þjónustuaðila Apple heyra ekki undir ábyrgð Apple eða AppleCare-tryggingar. Slíkar skemmdir geta valdið því að það þurfi að greiða fyrir viðgerðir og þær séu utan ábyrgðar eða orðið til þess að ekki verði hægt að gera við tækið hjá Apple eða viðurkenndum þjónustuaðilum Apple.

Verkfæri og varahlutir

Hægt er að finna upplýsingar um það hvernig á að panta upprunalega varahluti og verkfæri frá Apple á support.apple.com/self-service-repair. Varahlutir verða fáanlegir stuttu eftir markaðssetningu vörunnar. Við kaup skal slá inn auðkenni handbókarinnar, sem finna má neðst á efnissíðunni, til að sýna að notandi hafi lesið alla handbókina og staðfesta að notandi hafi þekkingu og reynslu til að sinna fyrirhugaðri viðgerð.

Viðvaranir

Ef viðvörunum er ekki sinnt getur það leitt af sér eldsvoða, meiðsl á fólki, gagnatap eða skemmdir á tækinu, varahlutum eða öðrum eignum.

Viðvörun

Leiðbeiningar til að draga úr hættu á líkamstjóni

Varúð

Leiðbeiningar til að draga úr hættu á gagnatapi eða vélbúnaðarskemmdum

Mikilvægt

Viðbótarupplýsingar til að framkvæma aðgerðir á árangursríkan hátt; hvorki viðvörun né varnaðarorð.

Birt: