Fyrstu skrefin fyrir iPad

Farðu alltaf í gegnum eftirfarandi skref áður en viðgerð hefst:

 Varúð

ESD (electrostatic discharge, eða losun stöðurafmagns) getur skemmt rafeindaíhluti.

Vertu meðvitaður/meðvituð um eftirfarandi þegar þú framkvæmir viðgerð:

  • Handbókin fyrir þessa gerð kann að sýna myndir af öðrum gerðum en aðferðirnar eru þær sömu. Gætið þess að nota rétt verkfæri fyrir þá gerð sem verið er að gera við.

  • Gefðu þér góðan tíma. Lestu vandlega allar leiðbeiningar og viðvaranir.

  • Ef skrúfjárnin eru segulmögnuð er auðveldara að vinna með litlar skrúfur.

  • Endinn á hverjum sveigjanlegum kapli verður að vera í flútti við viðkomandi tengi. Þrýstið enda hvers sveigjanlegs kapals að tenginu þar til hann smellur til að tryggja að það sé tenging.

 Viðvörun

Ef lausar skrúfur, aukaskrúfur eða litlir hlutir verða eftir inni í tækinu getur það skemmt rafhlöðuna og orsakað öryggisvandamál. Leggið til hliðar alla hluta og skrúfur sem voru fjarlægðar við viðgerðina og gerið grein fyrir þeim í lok viðgerðar.

Birt: