Notkun á Apple Pay þegar Wallet-forritið er ekki stillt sem sjálfgefið snertilaust forrit

Gakktu frá greiðslum með Apple Pay þegar Wallet-forritið er ekki stillt sem sjálfgefið snertilaust forrit.

Eiginleikarnir sem tilgreindir eru í þessari grein eru aðeins í boði fyrir notendur iOS í löndum og á svæðum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Ef þú ert búsett(ur) á Evrópska efnahagssvæðinu og ert með iPhone sem keyrir iOS 17.4 eða nýrri útgáfu, geturðu valið annað snertilaust forrit en Apple Wallet sem sjálfgefið snertilaust forrit.

Evrópska efnahagssvæðið tekur til allra landa innan Evrópusambandsins, sem og Íslands, Lichtenstein og Noregs.

Greiðslur með Apple Pay

Ef þú velur annað snertilaust forrit sem sjálfgefið mun breytingin hafa áhrif á notkun þína á Apple Pay og Wallet. Þegar þú ýtir tvisvar á hliðarhnappinn eða heldur iPhone-símanum nálægt snertilausum kortalesara í verslun mun valið forrit ræsast sjálfkrafa þegar þú hefur tekið iPhone-símann úr lás. Kortin sem þú hefur vistað í Apple Wallet til að ganga frá greiðslum með Apple Pay munu ekki birtast lengur.

Fyrir snertilausar færslur með Apple Pay

  1. Opnaðu Wallet-forritið í iPhone-símanum.

  2. Veldu kort.

  3. Ýttu tvisvar á hliðarhnappinn til að auðkenna þig með Face ID eða sláðu inn aðgangskóða áður en þú greiðir.

Ef þú vilt að Apple Pay og Wallet-forritið ræsist sjálfkrafa þegar þú ýtir tvisvar á hliðarhnappinn eða heldur iPhone-símanum nálægt snertilausum kortalesara þarftu að velja Apple Wallet sem sjálfgefið snertilaust forrit í stillingunum.

Notkun flýtistillingar

Flýtistillingin mun halda áfram að virka, jafnvel þótt Apple Wallet sé ekki valið sem sjálfgefið forrit. Flýtistillingin gerir þér kleift að nota tiltekin greiðslukort, lykla og aðgangskort í Apple Wallet án þess að vekja eða taka tækið úr lás eða auðkenna þig með Face ID, Touch ID eða aðgangskóða.

Þegar þú greiðir með snertilausu forriti er flýtistillingin takmörkuð til að koma í veg fyrir að hún hafi áhrif á snertilausa færslu.

Birt: