Breyting á sjálfgefnu snertilausu forriti á Evrópska efnahagssvæðinu

Á Evrópska efnahagssvæðinu geturðu breytt sjálfgefnu snertilausu forriti í iPhone-símanum þínum.

Eiginleikarnir sem tilgreindir eru í þessari grein eru aðeins í boði fyrir notendur iOS í löndum og á svæðum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Ef þú hefur búsetu á Evrópska efnahagssvæðinu geturðu valið gjaldgengt forrit í iPhone-símanum sem sjálfgefið snertilaust forrit. Þetta gerir þér kleift að ræsa sjálfgefið snertilaust forrit með því að tvísmella á hliðarhnappinn eða halda iPhone-símanum nálægt samhæfum NFC-lesara fyrir snertilausar færslur. Þú getur farið í stillingar til að stjórna stillingum fyrir sjálfgefið snertilaust forrit.

Evrópska efnahagssvæðið tekur til allra landa innan Evrópusambandsins, sem og Íslands, Lichtenstein og Noregs.

Til að hefjast handa

Þú verður að vera með iOS 17.4 eða nýrri útgáfu uppsetta og snertilausa forritið sem þú vilt nota sem sjálfgefið. Val um að uppfæra mun ekki birtast nema þú sért með gjaldgengt snertilaust forrit sett upp í iPhone-símanum.

  1. Opnaðu forritið sem þú vilt nota sem sjálfgefið snertilaust forrit.

  2. Samþykktu tilkynninguna sem birtist á skjánum en hún veitir forritinu aðgang að NFC-tækni iPhone-símans.

Breyttu sjálfgefna snertilausa forritinu þínu

  1. Opnaðu stillingaforritið í iPhone-símanum.

  2. Pikkaðu á Settings > (App Name) > App Settings Page > Default Contactless app.

  3. Veldu forritið sem þú vilt nota sem sjálfgefið snertilaust forrit.

  4. Til þess að val á sjálfgefna snertilausa forritinu taki gildi þarftu að samþykkja tilkynninguna á skjánum.

Aðeins er hægt að nota eitt gjaldgengt forrit fyrir snertilausar færslur með NFC í einu.

Þú getur áfram greitt með forriti sem er ekki stillt sem sjálfgefið snertilaust forrit. Fylgdu skrefum þróunaraðila forritsins til að sjá hvort forritið sé gjaldgengt fyrir snertilausar færslur. Ef þú sérð ekki forrit á lista yfir forrit sem hægt er að stilla sem sjálfgefin, skaltu hafa samband við þróunaraðila forritsins.

Ef þú breytir sjálfgefna snertilausa forritinu þínu úr Wallet appinu í annað gjaldgengt snertilaust forrit, hefur það áhrif á tiltekna eiginleika Apple Pay og Wallet.

Birt: