MacBook Air (15 tommu, M2, 2023) MagSafe 3-spjald

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Límband á tengihlíf inntaks-/úttakstengis

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksmælir (blár, 0,65 kgf. cm)

  • Torx Plus 3IP 44 mm hálfmánabiti

  • Torx Plus 3IP biti

  • Torx Plus 5IP 50 mm biti

  • USB-C í MagSafe 3 kapall

Losun

  1. Notið slétta enda svarta teinsins til að fletta upp neðra hægra horni límbandsins á tengihlíf inntaks-/úttakstengisins. Flettið síðan límbandinu af tengihlíf inntaks-/úttakstengisins. Fleygið límbandinu.

  2. Notið bláa átaksmælinn og 3IP hálfmánabita til að fjarlægja þrjár 3IP skrúfur (923-08925) úr tengihlíf inntaks-/úttakstengisins. Fjarlægið hlífina og geymið hana fyrir samsetningu.

  3. Notið slétta enda svarta teinsins til að lyfta endanum á sveigjanlega kapli MagSafe 3-spjaldsins af tenginu.

  4. Lyftið endanum á sveigjanlega kapli MagSafe 3-spjaldsins (1) og notið slétta enda svarta teinsins til að losa um límið á sveigjanlega kaplinum. Flettið síðan sveigjanlega kaplinum af topphulstrinu (2).

  5. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að fjarlægja tvær 3IP skrúfur (923-08976) úr fleyg MagSafe 3-spjaldsins.

  6. Notið stillanlega átaksmælinn og 5IP bita til að fjarlægja tvær 5IP skrúfur (923-08977) úr MagSafe 3-spjaldinu.

  7. Rennið fleygnum út úr topphulstrinu og geymið hann fyrir samsetningu.

  8. Lyftið MagSafe 3-spjaldinu úr topphulstrinu.

Samsetning

  1. Ef nýtt MagSafe 3-spjald er sett í skal halda áfram í skref 2. Ef verið er að setja sama MagSafe 3-spjald aftur í skal fara í skref 3.

  2. Flettið límfilmunni af sveigjanlega kapli MagSafe 3-spjaldsins.

  3. Setjið MagSafe 3-spjaldið í topphulstrið.

  4. Setjið fleyg MagSafe 3-spjaldsins í topphulstrið.

  5. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 5IP bita til að skrúfa tvær 5IP skrúfur (923-08977) aftur lauslega í MagSafe 3-spjaldið.

  6. Notið stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að skrúfa tvær 3IP skrúfur (923-08976) lauslega í fleyginn.

  7. Tengið endann á MagSafe 3-kaplinum sem tengir USB-C við MagSafe 3 í MagSafe 3-tengið til að tryggja að spjaldið sitji rétt.

    •  Hætta: Gangið úr skugga um að kapallinn sem tengir USB-C við MagSafe 3 sé ekki tengdur við rafmagn.

  8. Stillið herslugildi stillanlega átaksmælisins á 10 Ncm. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta fleyg MagSafe 3-spjaldsins á topphulstrið. Notið stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að skrúfa tvær 3IP skrúfur alveg í fleyginn.

  9. Stillið herslugildi stillanlega átaksmælisins á 17,5 Ncm. Notið stillanlega átaksmælinn og 5IP bita til að skrúfa 5IP skrúfurnar (1) tvær alveg í MagSafe 3-spjaldið.

  10. Takið kapalinn sem tengir USB-C við MagSafe 3 úr MagSafe 3-tenginu (2).

  11. Notið slétta enda svarta teinsins til að þrýsta sveigjanlega kapli MagSafe 3-spjaldsins á MagSafe 3-spjaldið (1). Ýtið enda sveigjanlega kapalsins í tengið (2).

  12. Haldið sveigjanlega kapli MagSafe 3-spjaldsins niðri í 30 sekúndur til að festa hann við topphulstrið.

  13. Setjið tengihlíf inntaks-/úttakstengisins á enda sveigjanlegu kaplanna.

  14. Notið bláa átaksmælinn og 3IP bita til að skrúfa þrjár 3IP skrúfur (923-08925) í tengihlíf inntaks-/úttakstengisins.

  15. Fjarlægið filmuna af límbandinu á tengihlíf inntaks-/úttakstengisins. Látið síðan límbandið flútta við hægri brún tengihlífar inntaks-/úttakstengisins eins og sýnt er.

    •  Varúð: Gangið úr skugga um að límbandið á tengihlíf inntaks-/úttakstengisins nái ekki yfir brún tengihlífarinnar.

  16. Þrýstið eftir endilöngu límbandinu á tengihlíf inntaks-/úttakstengisins til að festa það við tengihlíf inntaks-/úttakstengisins.

  17. Flettið efra vinstra horninu á filmunni örlítið til baka. Togið síðan filmuna hægt af límbandinu á tengihlíf inntaks-/úttakstengisins.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: