Mac Pro (2023) og Mac Pro (Rack, 2023) inntaks-/úttaksborð fyrir Apple Thunderbolt og inntaks-/úttaksborð fyrir Apple

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Phillips-skrúfjárn nr. 1

Losun

  1. Notið Phillips-skrúfjárnið nr. 1 til að losa tvær Phillips-skrúfur nr. 1 á efri klemmuplötunni að fullu. Fjarlægið efri klemmuplötuna og geymið hana fyrir samsetningu.

    • Athugið: Phillips-skrúfurnar tvær nr. 1 eru áfastar og haldast fastar við klemmuplötuna.

  2. Rennið PCI Express (PCIe)-festingunni til hægri til að opna hana.

  3. Takið um brúnir Apple Thunderbolt inntaks-/úttaksspjaldsins og dragið það beint út úr rauf 8.

  4. Takið um brúnir Apple inntaks-/úttaksspjaldsins og dragið það beint út úr rauf 7.

Samsetning

  1. Setjið Apple inntaks-úttaksspjaldi í rauf 7. Ýtið þétt og jafnt þar til spjaldið er komið alveg inn.

    • Mikilvægt: Gangið úr skugga um að Apple inntaks-/úttaksspjaldið sé komið alla leið inn í raufina áður en farið er í næsta skref.

  2. Setjið Apple Thunderbolt inntaks-/úttaksspjaldið í rauf 8. Ýtið þétt og jafnt þar til spjaldið er komið alveg inn.

    • Mikilvægt: Gangið úr skugga um að Apple Thunderbolt inntaks-/úttaksspjaldið sé komið alla leið inn í raufina áður en farið er í næsta skref.

  3. Rennið PCI Express (PCIe)-festingunni til vinstri til að læsa henni.

  4. Setjið efri klemmuplötuna eins og sýnt er. Notið síðan  Phillips-skrúfjárnið nr. 1  til að herða tvær Phillips-skrúfur nr. 1  á klemmuplötuna að fullu.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: