iMac (24 tommu, 2023) Hljóðspjald

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Átaksmælir fyrir 3,5 mm sexkantró (923-06029)

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm) (923-02995)

  • ESD-örugg flísatöng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Stoðfleygssett (076-00507)

  • Torx Plus 3IP 25 mm biti (923-07593)

  • Torx T6 70 mm biti (923-07592)

Kynnið ykkur ítarlegan lista yfir öll verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

 Varúð

Sveigjanlegur kapall aflrofans er tengdur við hljóðspjaldið. Ef sveigjanlegi kapall aflrofans skemmist þarf að skipta um húsið.

Losun

  1. Komið húsinu fyrir þannig að móðurborðið snúi upp.

  2. Losið límið milli hússins og sveigjanlegs kapals hljóðspjaldsins og aflrofa varlega. Notið svarta teininn þar sem þörf krefur til að losa límið.

  3. Notið slétta enda svarta teinsins til að halda inni „PUSH“ hnappinum á ZIF-tengi hljóðspjaldsins og aflrofatenginu á móðurborðinu (1). Takið síðan enda sveigjanlega kapals hljóðspjaldsins og aflhnappsins úr tenginu (2).

  4. Lyftið sveigjanlegum kapli hljóðspjaldsins og aflrofa varlega til að komast að ZIF-tengi hljóðspjaldsins nálægt brún hússins. Notið svo slétta enda svarta teinsins til að halda inni „PUSH“ hnappinum á ZIF-tengi hljóðspjaldsins (1). Notið ESD-örugga töng til að grípa um endann á sveigjanlega kaplinum og taka hann úr tenginu (2).

  5. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að fjarlægja 3IP skrúfurnar fjórar úr Wi-Fi- og Bluetooth-loftnetinu.

    • 923-05574 (1)

    • 923-09773 (2)

  6. Færið Wi-Fi og Bluetooth-loftnetið varlega til hliðar til að fá aðgang að skrúfum hljóðspjaldsins. Notið síðan 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að fjarlægja tvær 3IP skrúfur úr hljóðspjaldinu.

    • 923-10012 (1)

    • 923-09775 (2)

  7. Notið átaksmæli fyrir 3,5 mm sexkantró til að fjarlægja 3,5 mm sexkantróna (923-09774) af hljóðspjaldinu.

  8. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og Torx T6 bitann til að fjarlægja T6 skrúfurnar tvær.

  9. Spennið upp lásarminn á tengi aflrofa (1). Notið síðan ESD-örugga töng til að taka enda sveigjanlega kapals aflrofans úr tenginu á hljóðspjaldinu (2).

    •  Varúð: Farið gætilega þegar sveigjanlegur kapall aflrofans er meðhöndlaður. Ekki er hægt að fjarlægja kapalinn. Ef hann er skemmdur þarf að skipta um húsið.

  10. Setjið slétta enda svarta teinsins undir hljóðspjaldið eins og sýnt er til að losa límið milli hljóðspjaldsins og hússins (1).

  11. Færið svo svarta teininn upp og niður eins og sýnt er (2, 3) til að losa límið sem er eftir á milli hljóðspjaldsins og hússins.

  12. Notið ESD-örugga töng til að fletta hljóðspjaldinu varlega upp og fjarlægja það úr húsinu.

Samsetning

  1. Ef verið er að setja í nýtt hljóðspjald skal fjarlægja límfilmurnar þrjár af nýja hljóðspjaldinu.

  2. Setjið hljóðspjaldið í húsið.

    •  Varúð: Gangið úr skugga umað sveigjanlegur kapall aflrofa sé ekki fastur undir hljóðspjaldinu áður en haldið er í næsta skref.

  3. Staðsetjið hljóðspjaldið þannig að heyrnartólatengið flútti við opið á ytra byrði hússins.

  4. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins á 11,5 Ncm.

  5. Notið svarta teininn til að ýta hljóðspjaldinu varlega út í vinstri hlið hússins og notið 10–34 Ncm stillanlegan áttaksmæli og 3IP bita til að skrúfa eina 3IP skrúfu (923-09775) aftur í hljóðspjaldið (1).

  6. Notið svarta teininn til að ýta hljóðspjaldinu varlega út í vinstri hlið hússins og notið áttaksmæli fyrir 3,5 mm sexkantró til að skrúfa 3,5 mm sexkantróna (923-09774) aftur í hljóðspjaldið (2).

  7. Notið svarta teininn til að þrýsta sveigjanlega kapli hljóðspjaldsins upp að húsinu eins og sýnt er til að stilla sveigjanlega kapalinn af við skrúfugatið í húsinu.

  8. Gangið úr skugga um að sveigjanlegur kapall aflrofa flútti við tengið (1). Ef þau flútta skal þrýsta á sveigjanlegan kapal hljóðspjaldsins á svæðinu sem sýnt er (2) til að festa hann við húsið. Haldið áfram í næsta skref. Ef sveigjanlegur kapall aflrofa flúttar ekki við tengið skal endurtaka skref 7 og 8.

  9. Haldið gildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælisins í 11,5 Ncm. Notið stillanlega átaksmælinn og 3IP bita til að skrúfa eina 3IP skrúfu (923-10012) aftur í hljóðspjaldið.

  10. Þrýstið á sveigjanlegan kapal hljóðspjaldsins á svæðunum þremur sem sýndir eru til að festa hann við húsið.

  11. Stingið endanum á sveigjanlegum kapli aflhnappsins í samband við tengið (1). Lokið síðan lásarminum (2).

  12. Stingið enda sveigjanlega kapals hljóðspjaldsins í ZIF-tengi hljóðspjaldsins nálægt brún hússins.

    •  Varúð: Gangið úr skugga um að sveigjanlega kapal hljóðspjaldsins sé stungið alveg inn í ZIF-tengi hljóðspjaldsins. Ef sveigjanlegi kapallinn er aðeins tengdur að hluta getur það komið í veg fyrir að hægt sé að kveikja á tölvunni.

  13. Stingið enda sveigjanlega kapalsins fyrir hljóðspjald og aflrofa í samband við ZIF-tengi móðurborðsins á móðurborðinu.

  14. Þrýstið meðfram sveigjanlegum kapli hljóðspjaldsins og aflrofa til að límið ná festingu milli sveigjanlega kapalsins og hússins.

  15. Stilltu herslugildi á 10–34 Ncm stillanlega átaksskrúfjárninu á 17,5 Ncm. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx T6 bitann til að skrúfa tvær T6 skrúfur aftur í.

  16. Stilltu herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksskrúfjárnsins á 10 Ncm. Notið stillanlega átaksmælinn og 3IP-bita til að setja fjórar 3IP-skrúfur aftur í WiFi- og Bluetooth-loftnet.

    • 923-05574 (1)

    • 923-09773 (2)

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

Birt: