MacBook Pro (16 tommu, 2023) MagSafe 3-spjald

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Torx Plus 2IP biti

  • Torx T5-biti

  • USB-C í MagSafe 3 kapall

Losun

  1. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 2IP bita til að losa tvær 2IP stilliskrúfur (923-06958) alveg úr topphulstrinu.

    • Athugið: Skrúfið stilliskrúfurnar lauslega í ef þær detta úr.

  2. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og T5 bitann til að fjarlægja tvær T5 skrúfur (923-06959) úr MagSafe 3-spjaldinu.

    • Athugið: Skrúfurnar eru ekki segulmagnaðar.

  3. Lyftið MagSafe 3-spjaldinu úr topphulstrinu.

Samsetning

  1. Setjið MagSafe 3-spjaldið í topphulstrið.

  2. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og T5 bitann til að skrúfa tvær T5 skrúfurnar lauslega í aftur (923-06959) (1).

  3. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og 2IP bitann til að skrúfa tvær 2IP stilliskrúfur (923-06958) lauslega í topphulstrið (2).

  4. Tengið endann á MagSafe 3-kaplinum sem tengir USB-C við MagSafe 3 í MagSafe 3-tengið til að tryggja að MagSafe 3-spjaldið sitji rétt. Notið slétta enda svarta teinsins til að halda MagSafe 3-spjaldinu á sínum stað til að skapa jafnt bil á milli MagSafe 3-tengisins og topphulstursins.

    •  Hætta: Gangið úr skugga um að kapallinn sem tengir USB-C við MagSafe 3 sé ekki tengdur við rafmagn.

  5. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælins á 22 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og T5 bitann til að skrúfa tvær T5 skrúfurnar alveg í aftur (1).

  6. Stillið herslugildi 10–34 Ncm stillanlega átaksmælins á 10 Ncm. Notið síðan stillanlega átaksmælinn og 2IP bitann til að skrúfa og herða að fullu tvær 2IP stilliskrúfur (2).

  7. Takið kapalinn sem tengir USB-C við MagSafe 3 úr MagSafe 3-tenginu.

Settu eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningunn:

Birt: