Mac mini (2023 með M2 Pro) Vifta

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Stillanlegur átaksmælir (10–34 Ncm)

  • ESD-örugg flísatöng

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Torx T6 70 mm biti

Losun

  1. Notið 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn og Torx T6 70 mm bitann til að fjarlægja tvær T6 skrúfur (923-02803) (1) nærri miðju hússins.

    • Athugið: Þessar tvær skrúfur eru skrúfaðar í með ákveðnu horni.

  2. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx T6 bitann til að fjarlægja tvær T6 skrúfur (923-08139) (2) úr brún hússins.

    • Athugið: Notið ESD-örugga töng eftir þörfum til að fjarlægja skrúfurnar úr húsinu.

  3. Lyftið upp rásarenda viftunnar rennið viftunni frá rásinni (1). Færið viftuna örlítið frá brún hússins og snúið henni réttsælis þar til ávali endi hennar er kominn úr húsinu, eins og sýnt er (2).

  4. Lyftið upp hægri hlið viftunnar eins og sýnt er (1). Notið síðan slétta enda svarta teinsins til að losa límið á milli sveigjanlega kapalsins og móðurborðsins (2).

  5. Notið svarta teininn til að taka endann á viftukaplinum af tenginu eins og sýnt er.

  6. Fjarlægið viftuna úr húsinu.

Samsetning

  1. Hallið efri brún viftunnar niður til að renna henni undir brún hússins. Leggið síðan viftuna að hluta niður í húsið eins og sýnt er (1). Ýtið enda viftukapalsins í tengið (2). Komið síðan viftunni fyrir á sínum stað.

  2. Setjið Torx T6 70 mm bitann á 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinn. Stillið herslugildið á 23,5 Ncm.

  3. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx T6 70 mm bitann til að skrúfa tvær T6 skrúfur (923-02803) (1) í nálægt miðhluta hússins eins og sýnt er.

    • Athugið: Þessar skrúfur eru skrúfaðar í með ákveðnu horni.

  4. Ekki taka Torx T6 70 mm bitann af 10–34 Ncm stillanlega átaksmælinum. Endurstillið herslugildið á 14,5 Ncm.

  5. Notið stillanlega átaksmælinn og Torx T6 70 mm bitann til að skrúfa tvær T6 skrúfur (923-08139) (2) í nálægt jaðri hússins.

Settu eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningunn:

Birt: