Mac mini (2023 með M2) Botnhulstur

Áður en hafist er handa

Verkfæri

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

Losun

  1. Stingið slétta endanum á svarta teininum á milli botnhulstursins og hússins(1). Ýtið síðan á svarta teininn til að lyfta botnhulstrinu örlítið (2).

  2. Rennið svarta teininum um brún botnhulstursins. Teljið þrjá smelli þar sem botnhulstrið losnar frá skrúfunum þremur á loftnetsplötunni.

  3. Lyftið botnhulstrinu af loftnetsplötunni.

Samsetning

  1. Setjið botnhulstrið yfir loftnetsplötuna. Látið klemmurnar þrjár neðan á botnhulstrinu flútta við þrjár T6 skrúfur á loftnetsplötunni.

  2. Þrýstið á botnhulstrið þar til þrjár klemmur á botnhulstrinu smellast á þrjár T6 skrúfur.

 Varúð

  • Eftir að öllum sundurhlutunar- og samsetningarskrefum er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið.

  • Kerfisstilling er nauðsynleg ef nýtt móðurborð var sett í.

  • Ef skipt var um móðurborð mun tölvan ræsa sig í greiningarham þar til kerfisstillingu er lokið.

Birt: